Óvenjulegt töfrabragð

  Ég kom við í Melabúðinni í dag til að kaupa mér Malt.  Þegar ég yfirgaf búðina stóð háaldraður maður aleinn með staf á gangstéttinni og virtist eiga erindi yfir Hofsvallagötuna.  Hann stóð við gangbrautina.  Bílaumferð var þung í báðar áttir.  Enda hádegistími.  Sá gamli skipaði höstuglega með hásri og kraftlítilli gamalmannsröddu:  "Stoppið!  Leggið bílunum!  Hleypið mér yfir götuna!  Stoppið!  Leggið bílunum!  Ég krefst þess að þið stoppið þegar í stað!  Leggið bílunum,  segi ég!"
  Það var eins og við manninn mælt.  Þó bílstjórarnir í bílunum hafi áreiðanlega ekki heyrt í þeim gamla þá stoppuðu þeir.  Allir sem einn.  Þetta voru töfrabrögð.
  Kannski hjálpaði að þarna eru umferðarljós sem skiptu um lit í sama mund.  Að minnsta kosti virtist það ekki skemma fyrir.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.4.2011 kl. 00:08

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2011 kl. 00:23

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2011 kl. 01:00

4 identicon

Sennilegast þykir mér, Jens minn, að þarna hafi verið á ferðinni enginn annar en Guð almáttugur. Það er hann sem kveikir á græna kallinum og hjálpar þar með þeim sem hjálpa sér sjálfir, eins og sá gamli var að gera í þínu tilfelli. Þetta sannar líka að Guð er alls staðar, jafnvel fyrir utan Melabúðina, enda kveikir hann á grænum köllum um allan heim á sama tíma og sýnir um leið ást sína á okkur mannfólkinu. Vissulega kalla sumir þetta "töfrabrögð" en fyrir okkur hin sem hugsum skynsamlega og vitum betur þá er Guð einfaldlega að bænheyra okkur þegar hann kveikir á þeim græna.

Röggi (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 04:23

5 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 28.4.2011 kl. 07:48

6 Smámynd: Ómar Ingi

http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/1162945/

Allt myndbandið , you Gonna LIKE

Ómar Ingi, 28.4.2011 kl. 21:54

7 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar Th.,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 29.4.2011 kl. 20:42

8 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 29.4.2011 kl. 20:42

9 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 29.4.2011 kl. 20:43

10 Smámynd: Jens Guð

  Röggi,  takk fyrir þetta skemmtilega innlegg.

Jens Guð, 29.4.2011 kl. 20:44

11 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  takk fyrir myndbandið.  Þetta eru snillingar.

Jens Guð, 1.5.2011 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband