Níðingslegt athæfi

  Í fjölmiðlum helgarinnar hefur ekkert lát verið á fréttum af tveimur mönnum sem sæta ákæru fyrir sölu á marijúana.  Meginþunginn í fréttunum snýr að þeirri staðreynd að glæpamennirnir seldu Akureyringum marijúana.  Af fréttaflutningnum verður ekki annað ráðið en að ákæruvaldinu þyki það einstaklega níðingslegt og ósvífið að selja Akureyringum marijúana; það verði metið glæpamönnunum til refsiþyngingar að hafa ekki frekar selt Dalvíkingum tóbak.
.
mrjúana

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

...stundur er maður hugsi yfir gáfnastigi lögreglunnar eins og þetta neyðasamtal í USA 911 skýrir frá....http://youtu.be/xiSBGKEEfus

Óskar Arnórsson, 1.5.2011 kl. 19:28

2 Smámynd: Ómar Ingi

Óskar alltaf hress

Ómar Ingi, 1.5.2011 kl. 22:50

3 Smámynd: Jens Guð

Óskar, þú ert með þetta!

Jens Guð, 1.5.2011 kl. 23:12

4 Smámynd: Jens Guð

Ómar Ingi, hann er snillingur!

Jens Guð, 1.5.2011 kl. 23:13

5 Smámynd: Óli minn

Það versta við að selja Akureyringum marijúana er að þeir eiga það til að gefa Siglfirðingum í pípu, eða jafnvel jónu. Þar með er framtíð þess Siglfirðings ráðinn því ekkert er eins ámátlegt og auðþekkjanlegt og skakkur Siglfirðingur. Ég þekki nokkra Siglfirðinga sem hafa lent í þessu og þeir þurftu allir að flytja til Ísafjarðar í kjölfarið. Þess vegna eru svona margir Siglfirðingar á Ísafirði. Og þess vegna er mun alvarlegra að selja Akureyringum marijúana en öðrum.

Óli minn, 2.5.2011 kl. 00:29

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Að banna maríuana og kannabis yfirleitt er með þvílíkum eindæmum að það hálfa væri nóg...www.leap.cc

Óskar Arnórsson, 2.5.2011 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband