Höfundur geisladisksins fallinn frá

geisladiskur

  Norio Ohga var söngvari og starfsmaður japanska fyrirtækisins Sony,  eins og rithöfundurinn Ólafur Jóhann Ólafsson.  Norio ól með sér þann draum að hanna plötu,  geisladisk,  sem myndi aldrei eyðast við núning plötunálar eins og vinylplötur.  Diskurinn væri jafn nýr eftir að hafa verið spilaður 100 sinnum og þegar hann væri spilaður í fyrsta skipti.  Geislar myndu lesa af honum músík án þess að snerta diskinn.  1979 fékk hann hollenska fyrirtækið Philips í lið með sér til að hanna þetta fyrirbæri.  Svo ótrúlegt sem það hljómar mætti uppátækið gríðarlegu andstreymi.  Gömlu rótgrónu plötufyrirtækin fundu þessu uppátæki allt til foráttu. 

  Fyrstu geisladiskarnir komu á markað 1982.  Bandaríski plötuiðnaðurinn barðist á móti þessari nýjung á hæl og hnakka.  Um svipað leyti tókst honum að knésetja DAT segulbandsspólur sem voru að sumu leyti fyrirrennari geisladisksins.  Það er lásu af segulböndunum án þess að um núning við lesarann væri að ræða.

  Mig minnir að það hafi verið um 1985 sem bandaríski plötuiðnaðurinn gafst upp á baráttu gegn geisladisknum.  Ég var þá staddur í Bandaríkjunum og fylgdist með baráttunni gegn geisladisknum þar.  Fyrstu ár á eftir voru geisladiskar í Bandaríkjunum pakkaðir í umbúðir sem voru tvöfalt stærri en sjálfur geisladiskurinn.  Hugmyndafræðin var sú að stærð geisladisksins sem var aðeins fjórðungur af stærð vinylplötu myndi slátra plötunni sem heppilegri stærð í gjafaumbúðum til jólagjafa. 

  Í mörg ár voru geisladiskar í Bandaríkjunum aðeins framleiddir í þessum stóru umbúðum.

  Fyrsta geislaplata á almennum alþjóðamarkaði var "The Visitors" með Abba-viðbjóðnum.  Hinsvegar man ég að einn af fyrstu íslenskum geisladiskum var "Frelsi til sölu" með Bubba.  Ég sá um markaðssetningu þeirrar plötu.  Hún seldist í næstum 20 þúsund eintökum með öllum þeim markaðssetningarráðum sem ég kunni best á þeim tíma.

  Norio féll frá í vikunni 81 árs gamall.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Blessuð sé minning hans.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2011 kl. 10:21

2 Smámynd: Óli minn

Fyrsti diskurinnn sem var framleiddur innihélt klassíska tónlist eftir Strauss. Þetta var tilraun, ekki ætluð til sölu.

Fyrsta platan sem framleidd var til sölu var Abba-platan The Visitor.

Fyrsta platan sem kom út á CD samhliða vinyl var 52nd Street eftir Billy Joel.

Þetta segir Wikipedia a.m.k., held ég, því ég staldraði stutt við.

http://en.wikipedia.org/wiki/Compact_Disc

Óli minn, 2.5.2011 kl. 11:25

3 Smámynd: Óli minn

"The first artist to sell a million copies on CD was Dire Straits, with its 1985 album Brothers in Arms."

Líka frá Wikipediu.

Óli minn, 2.5.2011 kl. 11:27

4 Smámynd: Óli minn

"The most outstanding job in marketing for a CD was done by a man called Jens."

Líka frá Wikipediu.

Óli minn, 2.5.2011 kl. 11:32

5 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  ég tek undir það.  Það var gott að fá í hendur plötur sem hægt er að spila endalaust án þess að hún slitni.

Jens Guð, 2.5.2011 kl. 12:52

6 Smámynd: Jens Guð

Kæri Óli, takk fyrir þessa fróðleiksmola.

Jens Guð, 2.5.2011 kl. 12:52

7 identicon

Maðurinn var faðir geisladisksins en það hefur hvergi komið fram hver var móðirinn!

Þetta bendir til þess að geisladiskurinn hafi verið - líkt og Jesú - eingetinn. Og þar er skýringin á guðlegum eílífðar eiginleikum hans (geisladisksins).

kv,

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 13:43

8 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  þú ert með þetta.  Eins og alltaf.

Jens Guð, 3.5.2011 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.