Ekki er allt sem sýnist

leiðslur Aleiðslur Bleiðslur C

  Allar þessar leiðslur virðast vera eins og einhverskonar frumskógur.  Þær eru á sama svæði:  Á Indlandi.  Þær gegna veigamiklu hlutverki í þjónustu alnetsins (internetsins).  Ekki síst í Bandaríkjum Norður-Ameríku.  En einnig út um alla Evrópu og víðar.  Mörg af helstu þjónustufyrirtækjum heims á sviði internetsins eiga allt undir þessum vírahrúgum.  Þegar bandarískur almenningur og evrópskur hringir í internet-þjónustu númer fer símtalið til Indlands.  Þar sitja við enda þessa vírafrumskógar ljúfir og þjónustuliprir Indverjar sem leysa úr öllum vandamálum varðandi internetið.  Þeir kunna þetta.  Og sá sem hringir heldur að hann sé að tala við bandaríska eða evrópska tölvusérfræðinga þar sem allar tölvutengingar eru snyrtilega jarðlagðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 10.5.2011 kl. 21:49

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Svo var gert grín að þingmanninum frá Alaska sem sagði að internetið væri "a series of tubes" hér um árið...kannski hafði hann bara rétt fyrir sér eftir allt saman    http://www.thedailyshow.com/watch/wed-july-12-2006/headlines---internet

Róbert Björnsson, 11.5.2011 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.