Galdurinn við að tala við engla

  Það er mikil kúnst að tala við engla.  Englar eru mjög viðkvæmar verur.  Það má ekki ávarpa þá höstuglega.  Þá fara þeir að gráta.  Það þarf að ávarpa þá blíðlegri og næstum hvíslandi röddu.  Ef vel er að þeim farið er hægt að virkja þá til að hjálpa sér við eitt og annað.  Þeir eru allir af vilja gerðir.  Afskaplega hjálplegir í alla staði.
  Þetta las ég um í auglýsingabæklingi fyrir námskeið í kúnstinni við að tala við engla og virkja þá til að aðstoða sig í amstri dagsins.  Eini gallinn við þetta er að námskeiðin eru í Bandaríkjunum.  Góðu fréttirnar eru að það hlýtur að koma að því að boðið verði upp á svona námskeið hérlendis.  Ekki veitir af.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi kennir þér ekki bara að tala við engla. Hún hjálpar þér líka að tala við framliðna og ekki nóg með það...hún kennir þér að ná sambandi við ófædd börn!

Það eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að fá fólk til að trúa. Á síðunni eru líka umsagnir (testimonials) þátttakenda, sem virðast alveg himinlifandi með þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.5.2011 kl. 03:27

2 identicon

Þeir sem trúa á svona... það fólk er veikt á geði; No shit.

Hey, angels everywhere
http://www.youtube.com/watch?v=fXGjemM_K84

doctore (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 09:00

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þá er ég veik á geði, því ég hef verið í góðu sambandi við vinkonu mína Gyðju eina, sem hefur hjálpað mér mikið.  Ég hef líka bæði séð og talað við framliðna. Svo þar hefurður það Doctore, og er bara ánægð með þá fjölbreytni sem þetta skapar mér í lífsflórunni.  Er samt ekki að troða þessu upp á aðra, og því síður að reyna að búa mér til peninga vegna þessa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2011 kl. 09:11

4 identicon

Ekkert til að skammast sín fyrir Ásthildur, við erum öll veik á geði að einhverju leiti...

Ég virði það að fólk sé ekki að selja svona.. rétt eins og ég virði einstaklinga sem trú á guð prívate og persónulega; Um leið og menn fara að selja þetta, setja skipulagða glæpastarfssemi í kringum ruglið.. þá hættir þetta að vera einkamál.. þá er þetta orðið að skipulagðri glæpastarfssemi.
Td ríkiskirkja íslands, það er skipulögð glæpastarfssemi sem hefur þúsundir milljhóna af íslendingum á hverju ári.
Haldið þið að biskup og flestir prestar viti ekki vel að þetta er lygi sem þeir eru að segja.. jú, 80%+ presta vita að guð biblíu er fake, vita að bókin er fake.. . Þeir sjá bara launaumslagið sitt upp á milljón eða meira á mánuði...

doctore (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 09:35

5 Smámynd: Óli minn

Englar eru skemmtileg dýr.

Óli minn, 11.5.2011 kl. 17:40

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það er ekkert mál að tala við engla. Það er hins vegar ómögulegt að fá engla til að tala við þig. Svona svipað eins og með framliðna, guð, álfa og fleira í þessum dúr.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.5.2011 kl. 19:51

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nú ekki alveg rétt Hjalti Rúnar.  Framliðnir geta haft samband, það fer fram á annan hátt en þessi venjulegu samskipti, og reynir meira á hið huglæga en engu að síður, sama gildir um álfa og fleiri náttúruvætti.  Svo fær maður ágætis ábendingar stundum ef maður er með opin hugan. Það hefur oft komið fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2011 kl. 20:33

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Guðmundur Jónsson, 11.5.2011 kl. 22:00

9 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 12.5.2011 kl. 00:55

10 identicon

Þetta námskeið er nauðsynlegt. Ég hef aldrei heyrt hóst eða stunu frá engli. Allir sem að ég hef spurt hafa aldrei náð neinu upp úr þeim

Gunnar (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 08:20

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gunnar það er af því að þið  hlustið ekki með skilningarvitunum en ekki bara með eyrunum.  Ef maður biður um leiðsögn, þarf að vera vakandi og taka eftir litlu merkjunum sem manni eru sýnd.  það þýðir lítið að spyrja ef maður tekur svo fyrir eyrun og segist ekki heyra neitt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2011 kl. 09:01

12 identicon

Nei Ásthildur, framliðnir hafa ekki samband; Það er heilinn í viðkomandi sem skapar þessa ímyndun..

Það gengur ekki að koma með þá gömlu lummu að mönnum sé ekki sýnt allt, að sumt sé á huldu, aðeins sumir sjái huldufólk og engla...
Þetta er sjúkdómur Ásthildur, flestir læra að lifa með honum.. læra að hundsa raddirnar og sýnirnar... mjög alvarleg tilvik kosta það að menn þurfa lyf...

Vissir þú að flestir dýrlingar kaþóslku kirkjunnar voru haldnir geðklofa... vissir þú að þegar betri geðlyf komu á markað, þá var mjög eftitt að finna geðsjúklinga fyrir kaþólskan dýrlingastatus.

Þetta er geðsjúkdómur Ásthildur, face it. Ekkert til að skammast sín fyrir.. nema ef þú neitar að þetta sé sjúkdómur, svona eins og alkar sem neita að horfast í augu við raunveruleikann

doctore (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 11:28

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er þín skoðun Doctore minn.  Mín er allt önnur.  Það er til meira hér á jörðinni er svart og hvítt.  En eins og ég sagði, ég er ekki að troða mínum skoðunum upp á neinn, bara að kommenta eins og ég þekki málin frá mínu sjónarmiði.  Menn ráða alveg hvort þeir ákveða að hunsa þær skoðanir eða hlusta á þær.  En þú skalt ekki tala svona til mín.  Þú getur hvorki sannað né afsannað mál mitt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2011 kl. 11:34

14 identicon

Þetta er ekki skoðun, þetta er læknisfræðileg staðreynd...
Það er hægt að búa til trúarlegar upplifanir í höfði fólks... td með "The god helmet"; Með því einu að beina segulsviði að stöðvum í heilanum.. þá gæti ég, já ég sagði ég, ég gæti haft trúarlega upplifun, séð engla, talað við þá...

Auðvitað er heimurinn ekki svarthvítur... það er samt ekkert sem við getum sagt vera guði/engla/afturgöngur... þetta er manngert dæmi, sumt byggir algerlega á geðsjukdómum, annað á púra svindli..

Extraordinary claims demand extraordinary proof

Taktu eftir Ásthildur, í gegnum söguna hafa engar sannanir komið um tilvist andaheima,guða og galdra; EKKERT, núll... James Randi hefur boðið meintu yfirnáttúrufólki milljón dollara fyrir að sanna þessa hæfileika.... hann er í vandræðum með að fá fólk, þeir sem hafa komið voru bara svindlarar og geðsjúklingar...

Gettu hver er aðalafsökunin fyrir að vilja ekki milljón dollara... Jú það er það sama og með hann Gudda... má ekki testa Gudda né drauga... bla bla bla

Its insane :)

doctore (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 12:54

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli það sé ekki vegna þess að þeir sem vita sitt, þurfa ekki að sanna neitt fyrir öðrum, eða reyna slíkt fyrir peninga.  Ég þarf ekki neitt slíkt, og er alveg sátt með sjálfa mig og aðra sem ég þekki sem bæði sjá og heyra annað en það sem hægt er að snerta á. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2011 kl. 13:12

16 identicon

Þá er það útrætt. Fyrst að ég næ ekki til englanna, þá bið ég Ásthildi um að kasta kveðju til þeirra

Gunnar (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 17:04

17 Smámynd: Óli minn

Betra er að trúa á engla en hengla. Annars segir kenningin að við séum öll englar með einn væng hvert. Til að geta flogið þurfum við að faðma hvert annað.

Legg til að Jón Steinar og Dokksi prófi þetta.

Óli minn, 12.5.2011 kl. 20:52

18 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar,  takk fyrir þessar upplýsingar.  Ég hef grun um að þetta sé sama konan og stendur fyrir námskeiðunum.  Ég á ekki lengur bæklinginn um námskeiðin en mig minnir að kennarinn sé ljóshærð kona eins og þessi.  Ég man ekki hvort í bæklingnum var vísað til þess eða hvort einhver nefndi við mig að norsk prinsessa standi fyrir hliðstæðu námskeiði,  þ.e. hvernig tala eigi við engla.

Jens Guð, 12.5.2011 kl. 21:12

19 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#2), takk fyrir hlekkinn.  Við skulum fara varlega í að útiloka tilvist engla.  Hvernig getum við annars útskýrt tilurð englaryks?

Jens Guð, 12.5.2011 kl. 21:20

20 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#3),  það er frábært að vera í góðu sambandi við velviljaða/r vætti/r.

Jens Guð, 12.5.2011 kl. 21:30

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég vil vara fólk við því að gera grín að englum, samkvæmt Nýja testamentinu eiga þeir það til að drepa fólk! Litlu krúttin.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.5.2011 kl. 21:46

22 Smámynd: Óli minn

Þú átt ekki að trúa öllu sem þú lest Hjalti minn.

Óli minn, 12.5.2011 kl. 21:50

23 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Óli minn, það er ljótt að trúa ekki biblíunni! Svo gætu englarnir drepið mann fyrir að gera það! :o

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.5.2011 kl. 21:55

24 identicon

Ég talaði stundum við bílinn minn en hann svaraði mér aldrei svo ég vissi

 ...........

svo seldi ég hann.

villi kristjáns (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 22:14

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er auðvitað hægt að tala við hvað sem er, jafnvel stokka og steina, en ég held að þeir svari manni ekki.  allavega er stundum sagt, ég get alveg eins talað við stein eins og að reyna að tala við þig..... En svo er alltaf þetta EF..........  Mikið fyndist mér lífið leiðinlegra ef það væri ekki þetta EF til staðar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2011 kl. 22:20

26 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#4),  það er margt til í þessu hjá þér.

Jens Guð, 12.5.2011 kl. 22:32

27 Smámynd: Jens Guð

  Óli minn (#5),  ójá.  Þetta eru skemmtileg fyrirbæri.

Jens Guð, 12.5.2011 kl. 22:32

28 Smámynd: Jens Guð

  Hjalti Rúnar (#6),  þó þessi fyrirbæri séu ekki síblaðrandi þá geta þau komið áhugaverðum skilaboðum á framfæri.

Jens Guð, 12.5.2011 kl. 22:34

29 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Skarplega athugað Jens. Þó svo að steinar tali ekki til manns á þann hátt sem eyrun heyra, maður þarf bara að vera vakandi og "taka eftir litlu merkjunum" sem steinarnir sýna manni.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.5.2011 kl. 23:06

30 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#7),  þetta er einmitt málið:  Að gefa hlutunum sjéns. 

Jens Guð, 12.5.2011 kl. 23:17

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Litlu merkin eru ekki til að gera grín að, það uppgötvaði ég þegar ég fór rúmlega fertug í heimavist í garðyrkjuskólanum í Hveragerði.  Þá gafst mér heilmikill tími til að spá í samferðamenn mína og fór að taka eftir litlu merkjunum sem fólk sendir frá sér, hvernig það horfir, eða horfir ekki, og allskonar lítil merki. Ég gat nánast séð hvað fólk var að hugsa.  Gat sagt fyrir um ýmislegt sem skólasystin mín voru að pæla.  Það er nefnilega ótrúlegt hvað þessi litlu merki segja manni þegar maður hefur nægan tíma til að spá í hlutina.  En sem betur fer fyrir fólk í dag eru allir svo uppteknir af sjálfu sér, peningum, eða framtíðinni að það er ekkert að spá í annað fólk á þennan hátt, eða litlu merkin. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2011 kl. 23:18

32 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  maður á að hlusta.  Hlustið og þér munið heyra.

Jens Guð, 12.5.2011 kl. 23:18

33 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 12.5.2011 kl. 23:19

34 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar,  sá sem hlustar ekki heyrir ekki.

Jens Guð, 12.5.2011 kl. 23:20

35 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#11),  nákvæmlega það sem ég vildi segja.

Jens Guð, 12.5.2011 kl. 23:46

36 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jens þannig er þetta.  Fólk er bara komið svo langt frá sínum eigin skilningarvitum að það er sorglegt að hugsa til.  Ekki eins og þegar gömlumennirnir fóru út á morgnana og pissuðu og skoðuðu skýjafar og vissu nákvæmlega hvernig veðrið yrði þann daginn.  Þeir þurftu ekki að láta sjónvarpið mata sig á veðurfréttum.   Það er sennilega þessi ofmötun á öllum hlutum sem hefur gert okkur löt í innsæinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2011 kl. 09:10

37 identicon

Sko að vera næmur að veðurfar er ekkert yfirnáttúrulegt Ásthildur; Það er ekkert skrítið að svona hæfileikar tapist...
Þegar þú hræðist, hrekkur við úr af engu, það er ekkert nema frumheilinn í þér...

Það ver ekkert merkilegt við að gamlir menn pissuðu og gátu sagt rétt um veður... margar dýrategundir eru mun næmari en við..

Trú er eins langt frá öllum skilningarvitum og hægt er að komast... eina ástæða þess að menn dæma trúarbrögð ekki geðsjúkdóma.. er það að menn eru svo heimskir að taka "Pascals wager",....

Hey krakkar, Harry Potter er til.. hann mun breyta ykkur í njálg eftir að þið eruð dauð.. ef þið trúið ekki á hann og galdra... vissara fyrir ykkur að veðja rétt.. þið hafið engu að tapa ef Harry Potter er ekki til, en öllu að tapa ef hann er til.

Bottom line Ásthildur: Allt sem þú segist sjá í andaheimum, það er til nafn yfir þetta í læknisfræði... it mental

doctore (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 10:11

38 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar þú minnist á dýr í sambandi við skynjun þá hef ég horft á hundinn minn sjá eitthvað sem hræddi hann svo að hann hljóp ílfrandi í burtu.   'Eg veit um marga hesta sem hafa stoppað á sama stað á Óshlíðinni skjálfandi og neitað að fara lengra, þurfti að beita þá hörðu til að halda áfram, þegar komið var framhjá þessum stað var allt í lagi. Einn vinnufélagi minn var á ferðinni um Óshlíð, þá tók hann eftir hrafni sem hegðaði sér undarlega, hann hoppaði á steini rétt fyrir framan bílinn og þegar félagi minn varð forvitinn og byrnaði að fylgja hrafninum eftir, krummi fór þá aðeins lengra til baka svo félaginn ákvað að elta hann og sjá hvað hann væri að gera.  Eftir svona smáleik, flaug hrafninn í burtu en um leið kom stór skriða einmitt á þeim stað sem félagi minn hafði verið.  Hann var alveg viss um að krummi var að vara hann við.  EF þessi maður hefði ekki haft skilningarvitinn í lagi, hefði hann bara haldið áfram og lent undir skriðunni.

Það er miklu frekar bæklun að afneita svona hlutum Doctore minn.  Það er svona kassahugsun.  Þeir sem þannig hugsa verða að fá "sannanir" fyrir öllu og treista vísindamönnum fram í rauðan dauðan. Hversu oft kemur í ljóð að eitthvað sem vísindin staðfesta í dag er lygi á morgun?  Ég gæti nefnd nokkur dæmi.  Í raun og veru ertu ekkert betri en trúarnöttararnir sem trúa öllu í bibíunni, því ef þú setur Jesú í staðinn fyrir vísindamenn og biblíuna í staðinn fyrir sannaðar staðreyndir, þá sérðu að þú ert eiginlega bara í sama hópi nema trúir á annað fyrirbrigði.

Manneskja er langt í frá fullkominn og er að þreyfa sig áfram með allskonar rannsóknum, og það er ennþá margt sem þeir geta ekki útskýrt, en lengst hafa þeir komist sem hafa óhefðbundna hugsun og eru ekki ofan í kössum sem ekki má hugsa útfyrir.

Bottom line Doctore allt sem þú trúir á í læknisfræðinni er bara línurit og úkomur frá manneskjum sem geta alveg haft rangt fyrir sér, þú ert sem sagt trúarnöttari.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2011 kl. 11:40

39 Smámynd: Rebekka

Mér þykir nú pínu leitt að sjá hvað þú virðist vantreysta vísindunum Ásthildur.  Það er rétt að vísindin hafa oft þurft að leiðrétta sig, en það er það sem að vísindin EIGA AÐ GERA.  Leiðrétta sig sjálf trekk í trekk þangað til að komist er að sannleikanum.

Trúarnöttarar leiðrétta sig næstum aldrei nokkurn tímann.  Það er ekki vegna þess að boðskapur þeirra er óskeikull, heldur vegna þess að þeir loka eyrunum fyrir mótrökum.

Ég hef annars ágæta sögu af því hvernig maðurinn minn hætti að trúa á drauga.  Hann hélt alltaf áður að þeir gætu mögulega verið til, sérstaklega því mágur hans taldi sig vera ágætlega skyggnan og hafði margar reynslusögur af samskiptum sínum við framliðna.

En svo fyrir nokkrum árum rakst maðurinn minn af rælni á þennan þráð: http://lounge.moviecodec.com/religion/scary-ghost-video-from-fof-paranormal-files-90424/, þar sem ónefndur vefbúi spyr einfaldra spurninga (neðst á síðunni):

- Hvað er draugur þungur?

- Úr hverju er draugur gerður? 

- Hvernig sjást draugar á myndum ef þeir geta ekki endurkastað ljósi?

Þetta nægði manninum mínum, og hann komst að þeirri niðurstöðu að mágur hans væri líklega ekki að tala við látið fólk, heldur hlyti að vera önnur skýring.  Hver sú skýring er, veit hann ekki, en "draugar" voru héðan í frá eitt ólíklegasta svarið. 

Fyrst að því er haldið fram að draugar geti haft áhrif á heim lifenda, þá þýðir það líka að draugar verði að lúta eðlislögmálum þessa heims.  Það að gefa svör eins og "Það er til meira í heiminum en bara svart eða hvítt" er það sama og að gefa engin svör, að mínu mati.

Auðvitað er fólk búið að orða þetta betur en ég, eins og t.d. Dara O'Briain hérna:  http://www.youtube.com/watch?v=RstwLzikmvA

Rebekka, 13.5.2011 kl. 13:17

40 Smámynd: Óli minn

Skyldu vera til englar sem eru líka draugar? Ég gæti vel trúað því.

Óli minn, 13.5.2011 kl. 14:02

41 Smámynd: Óli minn

Annars hef ég aldrei skilið af hverju trúleysingjanötturum

finnst svona mikilvægt að segja öðrum hverju þeir eiga að

trúa eða ekki trúa.

Í fyrsta lagi finnst mér það ekki koma þeim baun við hvort

einhver trúi á engla, drauga, steina eða brauðsneiðar og í

öðru lagi þá finnst mér predikanir þeirra enn verri og

leiðinlegri en predikanir þeirra sem eru á ríkisspenanum.

Óli minn, 13.5.2011 kl. 14:08

42 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að það er alltaf hægt að segja þetta og hitt, og reyna að finna út líkamlega eitthvað sem er yfirskilvitlegt.  Og það er ekki von til að fólk sem þarf að þreyfa á öllu geti gert sér grein fyrir því sem ekki er hægt að mæla, en að þýðir alls ekki að það sé ekki til.

Vinkona mín var komin út á hálan ís fyrir nokkru síðan, hún var farin að gera skrýtna hluti og einu sinni þegar ég gisti hjá henni var hún með afskaplega einkennilega hegðun.  Ég horfði í augun á henni og það var eins og að horfa í augun á villidýri, hún var farin að reyna við manninn minn, sem hún hefði aldrei gert sjálf.  Ég sagði honum að fara fram, en hún hélt áfram og æstist frekar, svo ég varð að takast á við þetta dýr, ég settist ofan á hana og las yfir henni.  Eftir það lá hún grafkyrr.  Ég bað manninn minn þá að bera hana upp í rúmið sitt.  Tek það fram að þessi vinkona mín er afar lávaxin og grönn, hann ætlaði ekki að ráða við að taka hana upp og bera hana upp stiga inn í rúmið sitt.  Hann var að undrast þessa þyngd á henni og morgunin eftir spurði hann hana þegar allt var komið í sinn eðlilega gang, hvort hann mætti taka hana upp og bera hana upp stigann.  Og viti menn hún var fislétt, eins og hann hélt að hún myndi vera.  Minn karl er ekki trúaður á svonalagað, en gat ekki sett þetta í neitt samhengi við þyngslinn kvöldið áður. 

Þetta er ekki það eina.  Svo alveg eins og ég viðurkenni að fullt af fólki trúir ekki á neitt sem það getur ekki þreifað á, þá ætlast ég til að það að minnstak kosti kalli mig ekki geðveika fyrir að þekkja til og vita af svona aðstæðum og því sem þarna er til staðar. 

Til þess hefur enginn rétt.  Minni á að Galíleo var myrtur fyrir að halda því fram að jörðin færi hnöttótt.  En hún snýst nú samt ekki satt?

Það verður bara hver að hafa sinn raunveruleika fyrir sig, og það er alveg leyfilegt.  Mér er slétt sama um aðra en hef bara gaman af að ræða þessi mál, því oft koma frekar ofsafengin viðbrögð frá þeim sem vilja ekki af neinu svona vita.  En það er allt í lagi, það er þeirra réttur, rétt eins og minn.

Ég hef ekki höndlað hinn eina sanna sannleika, en það hafið þið ekki heldur sem segið að ekkert sér til fyrir utan okkar raunveruleika. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2011 kl. 14:09

43 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Reyndar hef ég heyrt að þegar líkaminn deyr og sálin fer, léttist líkaminn um einhver milligrömm.  Hef ekki þessar upplýsingar á takteinum, en af hverju skyldi það vera.  Og ef sálin vegur eitthvað, hlýtur hún að vera til, og hvert fer hún þá þegar hún yfirgefur líkaman?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2011 kl. 14:12

44 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar afi minn, sem var afar skyggn og átti góðan vin sem var álfkona, var lítill var honum bannað að tala svona. Fólk heldur að þú sért geðveikur sagði fólkið hans.  Ekki minnast á svona hluti við nokkurn mann.  Að sumu leyti hefur þetta sáralítið breyst gegnum tíðina. Ef maður talar um það sem maður upplifir eða þekkir til, þá kemur strax þetta sama að maður sé geðveikur.  Að vísu er manni sagt að það sé svo sem ekkert til að skammast sín fyrir  En við erum sem sagt enn í sama farinu hvað þetta varðar. 

Ég er afar ánægð með minn fjölbreytta heim og vini sem bara ég skynja og hafa oft hjálpað mér.  Lífið verður einfaldlega litríkara og yndislegra ef maður gefur sjálfum sér dálítið svigrúm og þorir að hugsa út fyrir kassann sinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2011 kl. 14:23

45 Smámynd: Sigurður Baldursson

Rebekka veltir því fyrir sér hveð draugur sé þungur. Ég spyr á móti, hvað er rafmagn þungt?? Hvað er orka þung.?? Við sem hugsum  aðeins út fyrir hefðbundin vísindi dagsins í dag, veltum fyrir okkur spurningunni , Hvað er líf. ?? hvað er það sem gefur líkama okkar líf og orku.?? Ég umgengst dýr mikið og veit að þau sjá og heyra margt sem við skynjum ekki , vegna þess að þeirra skynfæri nema bæði hærri og lægri tíðni en við mannfólkið. Mér finnst það ekki skynsamlegt að afneita öllu því sem við ekki sjáum eða heyrum, hver segir að vísindi dagsins i dag séu að leita á rettum stöðum eða með réttum aðferðum ?? Lífið endar ekki þegar líkaminn deyr það a.m.k. mín sýn á tilveruna.   

Sigurður Baldursson, 14.5.2011 kl. 10:22

46 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fullt af fólki trúir á Guð/Allah og slíka, heilu ritin skrifuð og reglur settar, enginn hefur séð Guð, þreyfað á honum eða fundið af honum lyktina.  Ekkert áþreyfanlegt við Guð.  Samt er fullt af fólki sem telur að hann sé til, til dæmis örugglega sumir hér sem afneita öðru lífi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2011 kl. 10:51

47 Smámynd: Óli minn

Ég er algjörlega sammála Sigurði Baldurssyni, orðrétt.

Óli minn, 14.5.2011 kl. 12:27

48 Smámynd: Rebekka

Sigurður, þú veist það mæta vel að það er ekki hægt að vigta rafmagn eða orku.  Myndir þú mæla sólarljós með reglustriku?  

Ef þú heldur að hefðbundin vísindi séu ekki að spyrja spurningarinnar um hvað líf sé, hvernig ætti að skilgreina það eða hvernig það byrjaði, þá ert þú á algerum villigötum.

Eins og rithöfundurinn Douglas Adams sagði:  Nægir ekki að dást að fegurð garðsins, án þess að þurfa að trúa að hann sé fullur af álfum? 

Rebekka, 14.5.2011 kl. 17:40

49 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Auðvitað er hægt að sást að fegurð garðsins á þess að trúa að hann sé fullur af álfum, en verður ekki víðsýnin og fegurðin ennþá meiri ef maður veit af og sér fegurð blómálfanna í blómunum og álfa, dverga og allskonar verur mitt í þeim garði?

Fólk sem neitar að viðurkenna að það sé til meira líf en við þreyfum á, neitar sér um fjölbreytileika náttúrunnar og þann yndisleik sem sú vitneskja gefur að vita að þessum yndislegu kærleiksríku verum sem í kring um okkur eru dagsdaglega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2011 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband