23.5.2011 | 23:21
Svívirðileg framkoma
Velvakandi er einhvert skemmtilegasta og áhugaverðasta lesefni í Morgublaðrinu. Þar benda lesendur á sitthvað sem betur má fara. Sumt á brýnt erindi og vekur til umhugsunar. Á dögunum birtist þar lesendabréf frá Guðnýju nokkurri. Hún las auglýsingu frá verslun á Laugarveginum. Henni varð starsýnt á texta þar sem gestum var lofað kaffiglasi og kökubita. Af bréfinu má ráða að Guðný hafi vaknað fyrir allar aldir, lagt land undir fót og hangið á hurðarhúninum þegar verslunin var opnuð um morguninn. Inn komin fann Guðný hvorki kaffiglas né kökubita - þrátt fyrir að leita vel og lengi.
Eðlilega gerði Guðný athugasemd við starfsfólkið. Það kom fát á fólkið. Það kannaðist við að kökubiti væri til staðar, einhversstaðar í bakherbergi, en hafði ekki rænu á að sækja kökubita handa henni. Guðný snéri sér umsvifalaust til eiganda verslunarinnar. Sú svaraði því til að það sé ekki venja að fólk mauli sætabrauð fyrir hádegi. Þar við sat. Ekki fylgdi sögunni hvort Guðný lagði á sig ferðalagið frá Keflavík eða Selfossi eða Borgarnesi til að fá kökubita og kaffisopa í versluninni. En full ástæða er til að taka undir með henni að þetta sé svívirðileg framkoma.
Það er fyrir neðan allar hellur að narra fólk landshorna á milli með loforði um kaffiglas og kökubita án þess að taka fram að það standi aðeins til boða eftir hádegi.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Spaugilegt, Viðskipti og fjármál | Breytt 8.5.2012 kl. 02:03 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 1028
- Frá upphafi: 4111553
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Satt segirðu Jens, þetta er ömurlegt. Ekkert er jafndapurlegt og þegar maður á von á kaffi og með því að fá svo hvorki kaffi né með því þegar maður mætir. Aldrei hagar Brimborg sér svona. Þegar þeir segja að það séu kleinur og kaffi í boði þá ERU kleinur og kaffi í boði allan liðlangan daginn, frá því opnað er og þar til það er lokað. Þetta er hægt að bóka.
Grefillinn sjálfur (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 00:49
Ég fer ekki í Brimborg.. þeir eru með ömurlegasta slagorð allra tíma, ég hreinlega þoli það ekki.. :)
doctore (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 09:00
Ég geri allt fyrir ókeypis kaffi og kleinur. Vissulega er slagorðið þannig að það venst ekki en kaffi og kleinur ásamt lykt af nýjum bílum gerir það þolanlegt rétt á meðan maður sporðrennir veigunum. Hins vegar á Guðný alla mína samúð.
Óli minn, 24.5.2011 kl. 09:29
"Öruggur staður til að vera á" hahahah....
Hrannar Baldursson, 24.5.2011 kl. 16:09
Grefillinn sjálfur, ég kannast við að hafa meira að segja fengið kakóglas í Brimborg þegar ég átti eitt sinn óvænt erindi þangað. Samt vissi starfsfólkið þar ekki af því að ég var að koma.
Jens Guð, 24.5.2011 kl. 18:20
DoctorE, slagorðið er skrýtið. Og eiginlega út í hött.
Jens Guð, 24.5.2011 kl. 18:21
Velvakandi bregst aldrei.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 18:29
Óli minn, það er yndislegt að snæða kleinur og kakó í nýjum bíl.
Jens Guð, 24.5.2011 kl. 18:33
Hrannar, staðurinn hlýtur að vera sprengjuheldur. Það er ekki hægt að skilja slagorðið öðru vísi.
Jens Guð, 24.5.2011 kl. 18:35
Hrafn, það hlýtur að koma að því að gefið verði út í þykkri bók úrval lesendabréfa í Velvakanda. Helst alveg frá því að "Húsmóðir í Vesturbæ" fór mikinn.
Jens Guð, 24.5.2011 kl. 18:37
þegar fært er til lands fer maður á Selfoss og í Bókabúðinna hjá Bjarna Harðarssyni og nær sér í góða Bók,þá fær maður kaffi og kleinu og góða lygasögu í kaupbæti.Maður verður passa sig að segja ekki Bjarna að maður sé Sjálfstæðismaður,annars fær maður ekki kleinu..
Vilhjálmur Stefánsson, 24.5.2011 kl. 21:21
Vilhjálmur, takk fyrir þessar upplýsingar. Þær koma sér vel.
Jens Guð, 24.5.2011 kl. 21:38
Í fyrra fór ég uppí Brimborg og fékk mér sæti innan um lúxuskerrurnar þar,og mér var boðin kaffisopi.Starfsmaður spurði mig hvort hann gæti aðstoðað mig og ég svaraði ,,já rétt strax,, ég vildi klára kaffið og rölta um og eftir smástund spyr sölumaðurinn hvaða bíll heilli mig mest þarna inni,,ég svaraði enginn,,og svo bætti ég við að ég væri bara hér inni til að finna öryggið fyrir mann sem þeir væru sífellt að auglýsa. ,,Þú ert í öruggum höndum hjá brimborg,,eða eitthvað álíka var aulýsing þeirra,sölumaðurinn glotti út í annað og bauð mér annan kaffibolla,og kaffið var ,,örugglega gott eða það fannst mér.
Númi (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 23:45
Þetta er farið að hljóma eins og dulbúinn auglýsing fyrir Brimborg. Jens, aðskilur þú ekki auglýsingar og efni hér á þessum bloggvef?
Óli minn, 24.5.2011 kl. 23:56
Númi,góður!
Jens Guð, 25.5.2011 kl. 00:21
Óli minn, ég tek fram og undirstrika að ég hef engin tengsl við Brimborg. Ég hef einu sinni kíkt þarna. Var að kanna hvort þarna væri einhver bíll sem hentaði mér. Svo reyndist ekki vera. Þess í stað keypti ég bíl af Ingvari Helgasyni þarna rétt hjá. Það reyndist happafley.
Jens Guð, 25.5.2011 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.