Keflvíkingar eignast málverk af hershöfðingja

málverk af hershöfðingja

  Síðustu daga hefur ríkt þjóðhátíðarstemmning í Keflavík.  Um miðjan maí áskotnaðist Keflvíkingum nefnilega mynd af hershöfðingja.  Alvöru málverk af alvöru hershöfðingja.  Málverkið útvegaði bandaríska sendiráðið á Íslandi leikhúsinu á Ásbrú í Keflavík.  Maðurinn á málverkinu var til í alvörunni.  Hann var yfirhershöfðingi í bandaríska hernum.  1943 flaug hann á Fagradalsfjall og lést ásamt 13 undirmönnum sínum.

  Þetta er í fyrsta sinn sem Keflvíkingar eignast mynd af alvöru hershöfðingja.  Því er mikið um dýrðir,  íslenska fánanum er flaggað í flestum görðum, hús skreytt að utan með uppblásnum blöðrum og karlmenn ganga með hálsbindi.  Stöðugur straumur hefur verið í húsakynni Ásbrúar þar sem fólk lætur ljósmynda sig við hlið málverksins.

  Fyrir mörgum árum stóðu Keflvíkingar í þeirri trú að einn innfæddur,  Elli skrýtni,  hefði komist yfir ljósmynd af alvöru hershöfðingja.  Um nokkurra ára skeið hafði Elli tekjur af því að leyfa sveitungum sínum að skoða myndina og láta ljósmynda sig við hlið hennar.  Það ævintýri fékk snöggan endi þegar trúverðugur bandarískur hermaður sá eina slíka ljósmynd.  Hann sór og sárt við lagði í vitna viðurvist að myndin væri ekki af alvöru hershöfðingja.  Eftir það voru Keflvíkingar skömmustulegir.  En hafa nú fengið uppreista æru.  Enda er meiri reisn yfir málverkinu í Ásbrú en ljósmyndinni hans Ella skrýtna.

.

hershöfðingi A


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mér sýnist þetta vera svona málað-eftir-númerum málverk. Kannski þó ekki.

Emil Hannes Valgeirsson, 4.6.2011 kl. 00:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2011 kl. 11:54

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það leiðréttist að hann var ekki yfirhershöfðingi þó hann hafi haft tignargráðu hershöfðingja.

Hann var væntanlegur yfirmaður allra flugherja Bandaríkjamanna í seinni heimstyrjöldinni en flugslysið á Fagradalsfjalli kom í veg fyrir að hann fengi fjórðu stjörnuna af þá fimm mögulegum sem hershöfðingi.

Hann var með tignargráðuna Lieutenant General (þrjár stjörnur) þegar hann lést og það gerir hann að undirhershöfðingja.

Þetta er bara leiðrétting á tignarheitinu en ég ætla ekki að gera lítið úr manninum þar sem hann var ötull baráttumaður þess sem seinna reyndist leiðin til að sigra Þjóðverja úr lofti.

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 4.6.2011 kl. 23:04

4 identicon

Allir að hrúgast til Reykjanesbæjar!

Gunnar (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 11:30

5 Smámynd: Jens Guð

  Emil,  það er alveg til í dæminu að málverkið sé fjöldaframleitt á þann hátt.  Ég treysti mér ekki til að kveða upp úr með það.

Jens Guð, 5.6.2011 kl. 19:48

6 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 5.6.2011 kl. 19:49

7 Smámynd: Jens Guð

  Ólafur Björn,  þetta var ónákvæmt hjá mér.  Enda er ég ekki vel inni í þessum málum.  En nú er ég fróðari en áður.  Bestu þakkir fyrir fróðleikinn.

Jens Guð, 5.6.2011 kl. 20:56

8 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar,  mér er að minnsta kosti kunnungt um að brottfluttir Suðurnesjamenn hrugast til Keflavíkur þessa dagana.

Jens Guð, 5.6.2011 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband