Efnilegir

  Mig langaði í malt.  Þess vegna lagði ég leið mína í Nóatún.  Þar í anddyri stóðu tveir ungir drengir.  Líklega um tíu ára eða svo.  Kannski aðeins yngri.  Annar hélt á Fréttatímanum.  Hinn hélt á Finni,  fríblaði Morgunblaðsins.  Þegar ég gekk framhjá kölluðu drengirnir til mín.  Spurðu hvort ég vildi kaupa dagblað.  Ég benti þeim á að þetta séu fríblöð og fólk borgi ekki fyrir ókeypis blöð.

  Strákarnir svöruðu eitthvað á þá leið að fólk sem komi úr sveitinni til Reykjavíkur viti ekki að þetta séu fríblöð.

  Lengra varð samtalið ekki.  Ég settist inn í bíl og dreypti á maltinu.  Á meðan varð ég vitni að því er aldraður maður stoppaði hjá drengjunum og keypti af þeim eintak af Fréttatímanum.

  Ég hugsaði með mér:  Þessir guttar eiga eftir að verða formenn VR.

oryggisvor_ur_sefur_1096396.jpg


mbl.is Háar sektir fyrir fölsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha  Nú eða banksterar....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2011 kl. 12:40

2 identicon

Nýi Formaðurinn hjá VR er menntaður   S I Ð F R Æ Ð I N G U R ,og er það alveg satt.

Númi (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 17:26

3 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  já,  þeir eiga góða framtíð sem banksterar.

Jens Guð, 8.7.2011 kl. 01:46

4 Smámynd: Jens Guð

  Númi,  gott ef siðlausi siðfræðingurinn frá Patró er ekki líka guðfræðingur.   

Jens Guð, 8.7.2011 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband