Hvað er hægt að gefa stefnuljós í margar áttir?

  Í meðfylgjandi frétt er ökumaður sagður hafa gefið stefnuljós í allar áttir.  Hvað er hægt að gefa stefnuljós í margar áttir?  Á mínum bíl er aðeins hægt að gefa stefnuljós til hægri eða vinstri.  En það er ekkert að marka.  Ég ek á gömlum bíl.  Ég þekki ekki til nýjustu bíla. 

bíll


mbl.is Gaf stefnuljós í allar áttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú eru hægri og vinstri ekki einusinni áttir.
Annars er merkilegt hvað svona vitleysa gengur lengi og svo er þrástagast á þessu. Hver verður næsta vitleysan hjá þessum vefmiðli?

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 03:25

2 identicon

Ég er viss um að maðurinn hefur rekið sig í hazard ljósa takkann. Síðan hefur honum brugðið við að finna hann ekki og farið að einbeita sér að því að finna hann. Þess vegna hefur hann átt erfitt með að keyra vel.

Gunnar (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 08:09

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ætli hann hafi gefið stefnuljós í humátt?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.7.2011 kl. 09:24

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kannski gaf hann stefnuljós í sólarátt, annars er þetta frekar bjánalega orðað, mér datt bara hazard takkinn í hug. :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 8.7.2011 kl. 11:23

5 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  góður punktur hjá þér.

Jens Guð, 8.7.2011 kl. 11:34

6 Smámynd: Jens Guð

  Axel Jóhann,  það hlýtur að vera.  Allar áttir ná yfir humátt.

Jens Guð, 8.7.2011 kl. 11:35

7 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar,  sennilega er þetta rétt tilgáta hjá þér.

Jens Guð, 8.7.2011 kl. 11:36

8 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  fyrst stefnuljós var gefið í allar áttir þá er sólarátt ekki undanskilin.

Jens Guð, 8.7.2011 kl. 11:37

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Hægri vinstri snú snú hjá ríkistjórninni, er kannski farið að hafa áhrif á umferðarlögreglurnar?

Ekki traustvekjandi? 

En almenningur og skattborgarar þessa lands eru stefnufastir, og skilja hvað er hægri og vinstri á gömlum og nothæfum bílum og jafnvel skoðunum, jafnvel í skilningi á umferðarreglunum  

Það er umhugsunarvert, hvað allar reglur breytast ört og gilda lítið, þegar á reynir á eyjunni okkar, hjá fjölmiðlum landsins? Sólaráttin á að vera örugg, en gildir víst ekki í stefnuljósa-umferðinni

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.7.2011 kl. 22:25

10 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  það er margt til í þessu hjá þér.

Jens Guð, 9.7.2011 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband