11.7.2011 | 22:42
Útvarp Saga á fljúgandi siglingu
Tvær hlustendakannanir, framkvæmdar af sitt hvoru fyrirtækinu, hafa staðfest að Útvarp Saga er ein þriggja vinsælustu útvarpsstöðva landsins. Hinar eru rás 2 og Bylgjan. Hlustendakannanirnar voru framkvæmdar með stuttu millibili eftir að Eiður Guðnason hætti að hlusta á Útvarp Sögu. Þannig að hann er ekki skekkjumörk í þessum könnunum.
Þetta er glæsilegur árangur hjá lítilli einkastöð sem hefur hvorki ríkissjóð á bak við sig né fjölmiðlaveldi í eigu auðmanna. Hins vegar kemur þetta ekki á óvart. Hvar sem tvær manneskjur eru saman komnar þar er farið að vitna í Útvarp Sögu áður en langt um líður.
Útvarp Saga er alþýðuútvarp. Það er að segja lýðræðislegt útvarp þar sem almenningur fær að segja skoðun sína. Fyrir bragðið eru símatímar stöðvarinnar sérlega vinsælir. Þar hitnar stundum í kolunum og margvísleg sjónarmið fá að takast á.
Fastir pistlahöfundar Útvarps Sögu eru hver öðrum skemmtilegri. Að öllum ólöstuðum er Eiríkur Stefánsson þar fremstur meðal jafningja. Hann talar kjarnyrta íslensku og segir pólitískum samherjum til syndanna ekki síður en öðrum þegar honum mislíkar vinnubrögð þeirra. En Eiríkur er líka óspar á hrósið til þeirra sem eiga það skilið.
Þáttastjórnendur Útvarps Sögu eru sömuleiðis einvalalið. Þeir liggja sjaldnast á skoðun sinni. Og þær eru ekki einsleitar. Val á viðmælendum er fjölbreytt og jafnan áhugavert. Til að mynda fóru þeir Ólafur Helgi Kjartansson og Höskuldur Höskuldsson á kostum í þáttasyrpu um hljómsveitina The Rolling Stones á dögunum. Bara svo dæmi sé nefnt. Það kæmi mér ekki á óvart þó ég verði í viðtali á Útvarpi Sögu á morgun (þriðjudag) klukkan 8.
Útvarp Saga er fyrst og fremst talmálsútvarp. Engu að síður er dagskráin skreytt með einu og einu lagi inn á milli. Blessunarlega verða oft fyrir valinu lög sem ekki heyrast í öðrum útvarpsstöðvum. Þar á meðal fjörleg færeysk músík, sænsk, dönsk og þessi gamla góða íslenska með Óðni Valdimars, Ragga Bjarna, Skafta Ólafs, Þorvaldi Halldórs og þeim öllum. Þetta er til fyrirmyndar.
Meginflokkur: Útvarp | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.7.2011 kl. 07:06 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 32
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1056
- Frá upphafi: 4111581
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 885
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Fyrir utan evrópusambands ruglið á Eiríki, þá er ég sammála þér. Hann er skemmtilegur.
Gunnar (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 23:27
Eiríkur? Það er þessi sem er alltaf svo æstur?
Líklega æstur einn með sjálfum sér.
Brjánn Guðjónsson, 11.7.2011 kl. 23:57
Hún má eiga það hún Arnþrúður að hún er óhemju dugleg því þetta er ekki lítið verk að halda svona stöð gangandi.
Ég sakan að vísu fréttanna hjá þeim félögumog skil það bara ekki að þeir hafi ekki fengið meiri hlustun en raun bar vitni um. Hitt er annað að það er óraunhæft að svona lítil stöð getir rekið fréttastofu en tilraunin var virðingarverð.
Ég skil hinsvegar ekki hvað þau setja mikið púður í að gagnrýna gagnrýni á stöðina. Persónulega verð ég hvergi var við þessa gagnrýni nema þegar þau eru að fjalla um hana sjálf, Arnþrúður og Pétur. Það er kanski vegna þess að ég tilheyrir þessum stóra meirihluta þjóðarinnar sem ekki sér DV nema einstaka sinnum. Engann hef ég hinsvegar í gengnum tíðina heyrt mæra DV eins mikið og áðurnefnda Arnþrúði þó þessa dagana finni hún því allt til foráttu.
Á sama hátt og mér fannst það flott hjá Arnþrúði að auglýsa bókina hans Björns Bjarnasonar (og lesa auglýsinguna sjálf þó mér skiljist að henni séu ekki vandar kveðjurnar þar) þá finnst mér það hið besta mál að DV skuli ekki hlífa þeim er gera vel til þeirra telji þeir þörf á að gagnrína þá. Annars er Reynir ritstjóri rúinn öllu trausti eftri þessa uppákomu um árið þegar hann varð uppvís að hreinni lygi um starfsmann sinn.
Landfari, 12.7.2011 kl. 00:12
Gunnar, ég er oft ósammála Eiríki. Þegar hann var í Frjálslynda flokknum með mér skammaði hann mig í hvert sinn er við hittumst. Hann er hreinn og beinn. Menn vita alveg hvar hann stendur hverju sinni.
Jens Guð, 12.7.2011 kl. 01:02
Brjánn, honum er ekki alltaf hlátur í huga. Það fýkur dáldið í hann þegar hann er ósáttur við menn og málefni. Sigurður G. kallaði hann stundum Eirík reiða. Eiríkur kunni illa þeirri nafngift.
Jens Guð, 12.7.2011 kl. 01:03
Landfari, það er rosalega mikið mál að reka svona útvarpsstöð. Ég hef komið nálægt rekstri svona útvarpsstöðvar. Þeir sem draga vagninn eiga aldrei frí. Þeir mega aldrei sleppa hendi af neinu né líta af hlutunum í eina sek. Það þarf að halda utan um alla hluti allan sólarhringinn.
Fréttastofan kostar 13 milljónir á ári. Lítið fyrirtæki eins og Útvarp Saga getur ekki leyft sér neitt kæruleysi með þessa upphæð. Fréttastofan kom ekki vel út úr hlustendakönnunum, jók ekki hlustun né auglýsingatekjur.
Hitt er annað mál að þeir Haukur Hólm og Siggi stormur stóðu sig vel miðað við efni og aðstæður. Þeir voru að keppa við stórar öflugar fréttastofur með tugi starfsmanna og net fréttamanna þvers og kruss um landið og heiminn.
Sennilega er útvarpsfréttamarkaðurinn mettaður með RÚV og Bylgjunni. Eða að þarf einhvern allt allt öðru vísi vinkil á 3ju fréttaþjónustuna í útvarpi. Kannski væri sniðugt að hafa fréttir á hálfa tímanum í stað heila tímanum eins og RÚV og Bylgjan?
Það hafa fleiri en DV verið með neikvæða umfjöllun um Útvarp Sögu. Ég held að það sé nýtilkomið að DV fjalli um innanhúsmál Útvarps Sögu. Áður var til að mynda Eiður Guðnason búinn að hamast töluvert á Útvarpi Sögu á Moggablogginu. Konan hans Guðmundar Ólafssonar var einnig að reka horn í stöðina. Líka Teitur Atlason á sínu bloggi og fleiri.
Ég hef ekki lesið bók Björns Bjarna en mig rámar í að hann hafi um tíma skilgreint Útvarp Sögu sem Baugsmiðil. Sigurður Kári Kristjánsson sakaði í ræðustól á Alþingi Útvarp Sogu um að vera málgagn Frjálslynda flokksins. Hann sagði helming þingflokksins vera í launuðu starfi hjá stöðinni. Sem var bull, eins og fleira sem sagt er um stöðina.
Jens Guð, 12.7.2011 kl. 01:45
Það þarf nú ekki að vera neitt skrítið þó menn hafi talið útvarp sögu til Baugsmiðlann á sínum tíma. Arnþrúður fékk lánað hjá Jóhannesi í Bónus til að kaupa félagana út á sínum tíma að hennar sögn, Síðan var það ekki einleikið hvað Arnþrúður fór á annan endann ef eitthvað var fundið að þeim feðgum Baugsmálinu.
Þó ég geti tekið hatt minn ofan fyrir Arnþrúði hvar og hvenær sem er fyrir dugnað hennar, þrautsegju og ósérhlífni þá finnst mér hún allt of viðkvæm fyrir gagnrýni og taka allt sem sagt er sem persónulegri gagnríni. Hún á það til að fullyrða um hluti sem hún hefur ekki þekkingu á eins og um daginn þegar hún gerði fullorðan konu sem hringdi inn til hennar að skattsvikara því hún hafði verið að selja eitthvert dót frá sér í Kolaportinu og ekki skilað af því virðisaukaskatti. Hún þekkir ekki reglurnar um virðisaukann en er samt að fullyrða um hann í útvarp.
Hún fór hanförum einn morguninn vegna Kastljóssþáttar um læknadóp fyrir nokkru en dró svo verulega í land eftir því sem leið á daginn og viðbrögð hlustenda komu í ljós. Það fannst mér gott hjá henni enda fannst mér hún full djörf þarna um morguninn.
Útvarp saga hefur verið uppáhalds stöðin mín frá stofnun hennar og verður vonandi áfram. Ég hef ekki verið að lesa bloggið hans Eiðs enda hef ég ekki mikið álit á manninum. Heyrði það haft eftir iðnaðrmanni fyrir nokkrum árum sem fanst það skondið að horfa á fréttirnar í sjónvarpinu eitt kvöldið þar sem sýnt var frá Alþingi. Þá stóð Eiður þar í pontu og var að tala um nauðsyn þess að uppræta svarta atvinnustarfesmi. Að sjáfsögðu hið besta mál nema hvað hann hafði verið að vinna hjá þessum sama Eiði svart þennan sama dag.
Sami Eiður var í útvarpi (ekki Sögu) að tala um mikilvægi þess að tala rétta og góða íslensku, sérstaklega fólk í fjölmiðlum. Minntist á einhverja vefsíðu sem gott væri að hafa við "hendina" til að sjá í hvað föllum orð ættu að vera. Hann hefði betur fylgt eigin ráðum.
Eiður á það sammerkt með Sigmundi Davíð að eiga það Ríkissjónvarpinu að þakka að hafa komist á þing.
Mér finnst það líka fyrir neðan virðingu Guðmundar (Lubba), þótt hún sé nú ekki, hátt skrifuð, að bera konu sína fyrir einhverjum níðskrifum í leyninafni af tölvu heimilisins eða hvaðn sem þetta kom nú.
Arnþrúður hefur skilgreint útvarp Sögu í stjórnarandstöðu á hverjum tíma og þess vegna er hún "málsvari" þeirra flokka sem þar eru hverju sinni. Núna eru sjáfstæðismenn í stjórnarandstöðu og eiga málsvara á Útvarpi Sögu. Hlustendur vilja meira að segja að fá Davíð sem formann Sjálfstæðisflokksins, en samkvæmt skoðanakönnun þar á bæ naut hann ótrúlegs fylgis.
Ég gerði mér ferð til að lesa þetta helgar DV og þótti miður að sjá, ef rétt er haft eftir Arnþrúð, að INN sé að hirða eitthvert rusl sem aðrir henda. (Man ekki alveg hvernig hún orðar þetta) Svona ummæli hitta þann sem þau lætur falla en ekki þann sem þeim er beint gegn.
Gagnrýnin á stöðina í blaðinu var helst sú, fyrir utan að Guðmundur er ekki konan sín, að Arnþrúður vill fá greitt fyrir auglýsingar. Lái henni hver sem vill. Ég geri það ekki. Ég veit að henni veitir ekki af hverri þeirri krónu sem hún getur náð í.
Landfari, 12.7.2011 kl. 11:06
Landfari, ég hef skilning á því að stjórnandi 2ja klukkutíma langs daglegs símatíma í beinni útsendingu geri einstaka sinnum smávægileg mistök, dragi ranga ályktun eða hafi ekki algóða þekkingu á hverju einasta máli sem ber á góma.
Við þurfum ekki að flakka lengi um bloggheim eða fésbók til að sjá þar ótal dæmi um slíkt. Þó hafa skrifarar á þeim vettvangi svigrúm til að leita sér upplýsinga og staðfestingar á því sem um ræðir. Það hefur manneskja í beinni útsendingu ekki.
Það hefur alveg hent oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að ég hef misst inn á mitt blogg ranghugmynd um eitthvað en talið mig vera með hlutina á hreinu. Þá hafa leiðréttingar frá lesendum verið kærkomnar. Það er svo gaman við gagnvirka miðla á borð við bloggið og ennþá fremur við símatíma útvarpsstöðva.
Fjölmiðlar eiga hverju sinni að vera í stjórnarandstöðu. Það er góð regla. Veita stjórnvöldum hressilegt aðhald. Og líka stjórnarandstöðunni á alþingi.
Jens Guð, 12.7.2011 kl. 12:07
Smávægileg mistök ?
hilmar jónsson, 12.7.2011 kl. 22:21
Hilmar, já, smávægileg mistök slæðast allsstaðar með. Af og til.
Jens Guð, 12.7.2011 kl. 22:33
Ég minntist á það hér að ofan að Arnþrúður vildi fá greitt fyrir auglýsingar. Þess vegna vildi hún ekki vera með bókakynningar á stöðinni frá þeim sem ekki auglýstu þar. Af einhverju svipuðu tilefni sagði hún hérna um árið, að ég held í þætti með þessari sem er allaf á Spáni, að það þíddi ekkert að koma á Sögu með einhvern betlistaf. Þar gætu menn ekkert fengið ókeypis nema "einnn á kjaftinn". Daginn eftir voru það fleiri en einn og fleiri en tveir sem hringdu inn, hálf miður sín, því þeir höfðu heyrt að Arnþrúður hefði gefið mönnum "á kjaftinn" sem hefðu komið á Sögu.
Svipar svolítið til þess þegar Pétur Blöndal sagði einhvern tíman að til væru öryrkjar sem væru það vegna drykkju. Í eitt eða tvö ár á eftir voru margir innhringenda útvarpsins að hneykslast á Pétri fyrir að segja öryrkja drykjusjúklinga og áttu ekki orð yfir fávisku og illgirni mannsins.Hann vissi greinilega ekkert um hagi öryrkja.
Landfari, 13.7.2011 kl. 08:46
Landfari, það er auðvelt að misskilja og rangtúlka hlutina þegar fólk er þannig innstillt.
Jens Guð, 14.7.2011 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.