Meðmæli meindýraeyða?

  Það var viðtal við meindýraeyði á Bylgjunni.  Hann tiltók að viðskiptavinir sínir væru svo ánægðir með árangurinn af þjónustunni að þeir panti hann aftur og aftur.  Við þessi ummæli eða meðmæli vakna spurningar um árangurinn.  Þetta hljómar í fljótu bragði ekki sem góð meðmæli.  Eða hvað?

  Rifjast þá upp fyrir mér þegar þekktur pönkari vann nokkur sumur við að "úða skordýraeitri í garða".  Þetta set ég innan gæsalappa vegna þess að hann úðaði aðeins vatni á garðana.  En hafði fínar tekjur af.  Var með marga ánægða fasta viðskiptavini.

  Ástæða er til að hvetja fólk til að ganga eftir því að meindýraeyðar sýni tilskilin leyfi og vottorð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sum meindyr er arviss vidburdur, s.s. rodamaur og birkifetar. Ad sjalfsogdu er ekki haegt... og ma ekki vera haegt ad utryma theim med einni eiturudun.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.7.2011 kl. 08:50

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef fólk heldur plöntunum sínum vel með áburðargjöf og vökvun, geta þau sjálf að mestu leyti hrint frá sér verstu meindýrunum.  Þegar úðað er með skordýraeitri eru drepinn líka dýrin sem éta lýs og aðra óáran.  Það er því að pissa í skóinn að nota eitur, nema út úr neyð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2011 kl. 12:26

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alveg rett Asthildur. Natturulegar varnir eru bestar a medan thaer virka.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.7.2011 kl. 12:49

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

... og thad er einmitt haegt ad gera margt til ad styrkja thaer varnir, eins og thu bendir a.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.7.2011 kl. 12:54

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega mér líður illa þegar ég sé fólk fá meindýraeyði í heimsókn ef það sér eina og eina lús.  Þetta er algjörlega ofnotað að mínu mati, enda eitra ég ekki minn garð. Og er komin með náttúrulegar varnir í garðskálann, svo sem eins og ránmaur á spunamaurin og aðra sem drepur lúsina.  Fékk einu sinni hvíta flugu og fékk vörn við henni, og hún hefur ekki sést síðan.  Verra með spunamaurinn og lúsina, meira þrásækin dýr.  En í ár er mikið af kóngulóm allstaðar, svo ég treysti þeim líka vel til að sinna sínu hlutverki

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2011 kl. 12:54

6 identicon

Spunamaur er meinilla við raka, því er það ekki alveg gaga að sprauta vatni

doctore (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 15:58

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kóngulær eru þarfa skepnur, sorglegt þegar fólk ræðst gegn þeim með eitri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2011 kl. 16:19

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kóngulær, járnsmiðir, hunangsflugur og jafnvel geitungar gæða sér á lús og öðru sem veldur íþrifum á plöntunum okkar.  En þau fjölga sér hægar en snýkjudýrin og eru lengur að ná upp stofninum þegar þau eru drepinn, svo garðar sem eru ofmikið úðaðir verða alltaf að halda áfram, því þeir hafa ekki nægilega náttúrulega vörn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2011 kl. 16:47

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

djö er ég rosalega sammála Gunna Th núna

Óskar Þorkelsson, 13.7.2011 kl. 17:24

10 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar Th.,  takk fyrir þessa fróðleiksmola.  Ég þekki lítið til þessara mála.  Nema að fyrir aldarfjórðungi eða eitthvað fékk ég meindýraeyði til að slátra silfurskottum heima hjá mér.  Ég hef ekki séð silfurskottur síðan.  Enda farinn að tapa sjón.  Ef silfurskotturnar hinsvegar hefðu látið á sér kræla aftur fljótlega er næsta víst að annar meindýraeyðir hefði fengið verkefnið í það skiptið.

Jens Guð, 13.7.2011 kl. 21:26

11 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur,  mikið er ég sammála þér með að ekki skuli nota skordýraeitur nema í neyðartilfelli.

Jens Guð, 13.7.2011 kl. 21:29

12 Smámynd: Jens Guð

  Doctore,  það er upplagt að skola af og til af trjánum.  Þau kunna að meta það þó spunamaurinn geri það ekki.

Jens Guð, 13.7.2011 kl. 21:31

13 Smámynd: Jens Guð

  Axel Jóhann,  maður skal alltaf fagna köngulónni.  Ekki síst innanhúss.  Ef hún þrífst þar eru pöddur á sveimi,  án þess að maður verði þeirra var.  En köngulóinn veiðir þær í net og étur. 

Jens Guð, 13.7.2011 kl. 21:34

14 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  nú bregður svo við að allir eru sammála.  Það gerist ekki oft.

Jens Guð, 13.7.2011 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.