Íslenskir fjölmiđlar og G!Festival

  Í ársbyrjun 2001 vissu Íslendingar fátt sem ekkert um fćreyska tónlist.  Og vildu ekki af henni vita.  Svo sló  Ormurin langi  međ Tý rćkilega í gegn.  Ţökk sé Guđna Má á rás 2.  Ormurin langi  varđ vinsćlasta lagiđ á Íslandi 2002.  Í kjölfar opnuđ allar gáttir og Íslendingar uppgötvuđu ađ í Fćreyjum var fjörlegt og blómlegt tónlistarlíf.  Íslendingar uppgötvuđu hverja hágćđa fćreysku poppstjörnuna á fćtur annarri:  Eivör,  Makrel,  Clackhaze,  Hanus G.,  200,  Kára Sverrison,  Yggdrasil og svo framvegis.  Talađ var um fćreysku bylgjuna.  Fćreyska barnastjarnan Brandur Enni varđ ofurstjarna á Íslandi.  Nćstu ár sá hvergi fyrir enda á vinsćldum fćreyskra tónlistarmanna á Íslandi:  Högni,  Teitur,  Lena Andersen,  Deja Vu,  Gestir,  Boys in a Band,  Orka og ég áreiđanlega ađ gleyma hellingi af nöfnum.

  2002 var fyrsta G!Festivaliđ haldiđ í Götu í Fćreyjum.  Í ár var G!Festival haldiđ í 10. sinn.  Ţađ hefur veriđ gaman ađ fylgjast međ ţróun G!Festivals,  áhuga Íslendinga á ţví og ekki síst afgreiđslu íslenskra fjölmiđla á ţessari stćrstu árlegu rokkhátíđ í Fćreyjum.

  Vel á annađ hundrađ Íslendinga sótti G!Festival í ár.  Ţar á međal voru íslenskir tónlistarmenn ţátttakendur í dagskránni og íslenskir fjölmiđlar fylgdust náiđ međ.  Ţau íslensku nöfn sem mest kvađ á í dagskránni voru Mugison og ţungarokkssveitin Skálmöld.  Ţeirra nöfn eru vel ţekkt í Fćreyjum.

  Rás 2,  X-iđ,  Morgunblađiđ,  DV og Fréttablađiđ áttu sína "tíđindamenn" á G!Festivalinu.  Morgunblađiđ trompađi međ tíđum sjónvarpspistlum frá hátíđinni.  Arnar Eggert fór ţar á kostum í virkilega vel unnum sjónvarpsţáttum á mbl.is (fólk),  svo og í blađagreinum í prentmiđlinum.

  Atli Fannar gerđi G!Festivali góđ skil í helgarblađi Fréttablađsins og laugardagsţćtti sínum á X-inu.  X-iđ var jafnframt međ leik ţar sem hlustendur unnu ferđ á G!Festivaliđ.

  Andrea Jóns tók viđtöl viđ fćreyska tónlistarmenn fyrir rás 2 og hefur veriđ ađ mjatla ţeim út í kvölddagskrá rásar 2.  Andrea er snillingur eins og flestir eiga ađ vita.

  Sjálfur afgreiddi ég G!Festivali í opnufrásögn í DV síđasta miđvikudag.  Og einnig í nokkrum fréttum á netmiđli DV.

  Ţetta er gaman.  Ekki síst vegna ţess ađ flestir fćreysku tónlistarmennirnir sem skemmtu á G!Festivali í ár hafa áđur spilađ á Íslandi:  Týr,  Hamferđ,  Guđriđ Hansen,  Högni,  Orka,  Búdam,  Benjamín,  Sic,  Spćlimeninir,  Pétur Pólsen og enn og aftur er ég áreiđanlega ađ gleyma einhverjum. 

  Um verslunarmannahelgina verđur Fćreysk fjölskylduhátíđ á Stokkseyri.  Ţađ skemmta međal annarra Kristian Blak,  Benjamín,  fiđlusnillingurinn Angelika Nielsen,  Guđriđ og Jógvan.  Ég mun blogga um ţađ ćvintýri innan tíđar.

      


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband