Kristian Blak á Færeyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri um næstu helgi

  Færeyskir fjölskyldudagar eru nú haldnir um verslunarmannahelgina á Stokkseyri í þriðja skipti.  Þeir tókust rosalega vel í fyrri tvö skiptin.  Það var stanslaust fjör og mikil gleði.  Nákvæmlega ekki eitt einasta vandamál kom upp.  Engin slagsmál og ekki svo mikið sem deilur.  Að vísu kom upp í fyrra smávægilegur ágreiningur í lok knattspyrnukeppni á milli Færeyinga og Íslendinga.  Íslendingar unnu leikinn en einn færeysku leikmannanna hélt því fram að Íslendingar hafi verið rangstæðir allan leikinn.  Enginn leikmanna studdi ásökunina og þetta var ekki rætt frekar. 

  Meðal skemmtikrafta á Færeyskum fjölskyldudögum í ár er hljómborðsleikarinn Kristian Blak.  Hann er aðal driffjöðrin í færeysku tónlistarlífi undanfarin 35 ár eða svo.  Meðal annars rekur hann eina stóra plötufyrirtækið í Færeyjum,  Tutl (framborið tútl).  Það fyrirtæki hefur gefið út plötur með öllum helstu færeyskum tónlistarmönnum.  Þar á meðal Eivöru,  Tý,  Jógvan,  200,  Clickhaze, Teit,  Högna,  Orku,  Kvönn og svo framvegis.  Í fyrra gaf Tutl út plötuna  Baldur  með íslensku víkingarokkurunum Skálmöld.

  Kristian Blak hefur gert út fjölda hljómsveita.  Þar á meðal þjóðlagasveitina Spælimeninir og samnorrænu djass-rokkshljómsveitina Yggdrasil.  Um nokkurra ára skeið var Eivör í Yggdrasil og söng með hljómsveitinni á hljómleikum hérlendis.

  Kristian Blak er stuðkall og verður klárlega hrókur alls fagnaðar á Færeysku fjölskyldudögunum um helgina.  Myndbandið hérna efst segir frá hljómleikum sem Kristian Blak stendur árlega fyrir á færeysku eyjunni Mykanes. 

  Með því að smella léttilega á eftirfarandi hlekk má sjá dagskrána á Færeyskum fjölskyldudögum:

http://www.facebook.com/notes/f%C3%A6reyskir-fj%C3%B6lskyldudagar/f%C3%A6reyskir-fj%C3%B6lskyldudagar-2011-dagskr%C3%A1/222655274436351

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú er bara að vonast eftir þokkalegu veðri og maður lætur svo sjá sig á svæðinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.7.2011 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband