Hænurnar taka yfir

tígrisdýr eltir hænu

  Það eru ekki margir áratugir síðan Íslendingar fóru að leggja sér hænur til munns.  Hænsnakjötsát þekktist ekki í skagfirskum afdölum í mínu ungdæmi.  Kominm á fullorðinsaldur barst með vindinum slúður um að á veitingastaðnum Aski við Suðurlandsbraut væri gerð tilraun með að matreiða hænur.  Það þótti okkur í Skagafirðinum ólystug frétt.  Þegar á reyndi var þetta meira en slúður.  Þetta var staðreynd.  Ekki leið á löngu þangað til fleiri íslenskir veitingastaðir þreifuðu sig áfram í tilraunum með að elda hænur.  Enda bárust fréttir af því vestan frá Ameríku að þar þættu hænur góðar undir tönn.  Ekki aðeins í Kanada heldur líka í Mexíkó.

  Vinsældir hænsnakjöts undu snöggt upp á sig.  Í dag eru reknir hérlendis veitingastaðir sem selja fátt annað en hænur.  Jú,  náttúrulega franskar kartöflur og kokteilsósu líka. 

  Þessi þróun er ekki bundin við Ísland og Íslendinga.  Þetta er þróunin í heiminum.  Í dag borða jarðarbúar rösklega 95 milljón kíló af hænsnakjöti.  Með sama áframhaldi munu þeir sporðrenna 122,5 milljónum kílóa eftir 9 ár.  Þetta hefur OECD reiknað út.  Það sér hvergi fyrir enda á þessari þróun.  Hænurnar eru að taka yfir.  Ryðja burtu svínakjöti,  beljukjöti,  rollukjöti og svo framvegis.

  Ástæðan er meðal annars sú að einungis örlítill hluti ofsatrúarfólks fúlsar við hænum.  Hinsvegar reka gyðingar,  múslímar og fleiri upp skaðræðisóp ef minnst er á svín.  Þeir,  ásamt kristnum,  æla ef hrossakjöt er á borðum.  Hindúar borða ekki beljur.  Þær eru víst heilagar.  Þannig mætti áfram telja.

  Svo öllu sé til haga haldið þá er tiltekinn hópur bandarískra kántrý-pönkara "á beinu brautinni" (straight edge) andvígir hænsnaáti.  Á móti vegur að þeir eru assgoti skemmtilegir,  eins og MDC (áheyrendur dansa eins og kátir kjúklingar): 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband