Pistilinn skrifar postulinn Páll Óskar Wilde

  Það er aldeilis frábært hvað orð poppkóngsins Páls Óskars Wilde í gleðigöngu samkynhneigðra,  Gay Pride,  hafa hitt í mark.  Ummæli hans eru eins og postulinn Páll Óskar hafi borið þau fram ásamt kærleikserindinu.  Pistilinn skrifar postulinn Páll Óskar (það er skylda að standa upp á meðan pistillinn er lesinn.  Það lærði ég ungur í Hóladómkirkju.  Það er bannað að sitja undir beinni tilvitnun í postula):

    „Mér finnst gay-pride-hátíðin vera löngu komin út fyrir það að vera bara einhver hátíð vegna mannréttindabaráttu samkynhneigðra. Þetta er hátíð fyrir alla þá sem láta sig lágmarksmannréttindi einhverju varða. Alla þá sem eru orðnir leiðir á hatrinu og níðinu - inni á netinu, öllum ógeðslegu kommentunum sem hægt er að segja um alla minnihlutahópa.

Það er engu líkara en sá eini sem fær að vera í friði í þessum heimi sé hvítur straight karlmaður í jakkafötum, hægrisinnaður og á peninga. Og stundum er þessi karlmaður með Biblíuna í annarri hendi og byssuna í hinni. Allt annað má kalla einhverjum nöfnum. Allt annað er hægt að uppnefna: „Helvítis femínisti, helvítis kellingar, helvítis hommar, helvítis þið, bla, bla!“ Þannig að út með kvenfyrirlitninguna, út með fyrirlitningu á öðrum kynþáttum, öðru fólki sem er af annarri stöðu og stétt en þú. Við eigum öll að sitja við sama borð. Og til þess er þessi dagur. Við verðum að gera þetta einu sinni á ári. Við megum ekki sofna á verðinum.“

  Poppkóngurinn hittir naglann á höfuðið.  Hvítir karlmenn átta sig á því að orðum er ekki beint nákvæmlega að þeim sem slíkum.  Straight karlmenn átta sig á því líka.  Sömuleiðis menn í jakkafötum.  Líka þeir sem eiga peninga.  Jafnvel þeir sem eru með Biblíu í annarri hendi og byssu í hinni.  En ekki örfáir hægri öfgamenn sem heyra undir samnefnara þessarar upptalningar.  Þeim finnst að sér vegið.  Og fara hamförum í bloggi og á fésbók.  Vola hátt með fólskuhljóðum.  Friðbjörn Orri hefur varla undan að hlaða bloggfærslum grátkórsins inn á hatursvefinn amx.  Það sýnir að orð Páls eru í tíma töluð.

 


mbl.is Mikil umræða um orð Páls Óskars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jenzi, einz & þú veist nú þá er ég fölbleikur karlmaður zem að hneigizt oftazt frekar til kvenna en karla, á zkáp fullann af jakkalakkafötumm, & harðneita að koma nakinn út úr honum.  Á bilblíu, hef lezið hana & væri borgunarmaður fyrir vörubíl að þeirri helgu bók.  Viðurkenni æðra zkotvopnaleyfið, enda á byzzur líka & er dáldið hallur til hörmúngar hægri ferkar en werrara vinzdri...

Vænuzdu femínöznabeljur eru væn mörg ein væn vinkvennzli mín....

Palli er flottur...

Steingrímur Helgason, 8.8.2011 kl. 00:47

2 identicon

Er eitthver sem að getur skilið það sem að síðast ræðumaður segir?

Gunnar (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 07:38

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Það er ekki rétt hjá þér að það sé bannað að sitja undir tilvitnun í postula. Það á vissulega að standa þegar lesið er úr guðspjöllunum og tvö þeirra eru sögð rituð af postulum. Hins vegar má sitja þegar lesnir eru aðrir kaflar úr Biblíunni, þ.m.t. bréf postulanna.

Annars er það merkilegt hvað margir hafa tekið að sér að snúa orðum Páls Ó á ýmsa vegu aðra en þá sem þau segja.

Emil Örn Kristjánsson, 8.8.2011 kl. 11:35

4 identicon

Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 16:12

5 identicon

þetta er kjánaleg viðkvæmni ekki væli ég yfir því snilldarlagi feitar konur!! og margt er til í þessu hverjir settu island og fleiri fjármálakerfi á hausinn hverjir hafa komið af stað styrjöldum ??? en það þyðir ekki að ég se brjáluð útí alla þannig menn aðeins þá sem að þessu standa, vol og væl er einkenni fólks með lelega samvisku sagði rósberg g.snædal kennari einu sinni getur það verið í þessu tilfelli??

sæunn guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 16:36

6 identicon

Vandamál heimsins kristallast í gagnkynhneigðum körlum. Það eru þeir sem nauðga, þeir sem stela, þeir sem svíkja, þeir sem berja, þeir sem drepa, þeir sem stofna til styrjalda og þeir sem búa til fjármálaóreiðu. Konur geta hæglega verið án kynlífs, en þær eiga margar erfitt með að vera án barna. Málið er því að vísindin finni nothæfa aðferð til að fjölga mannkynini án kynmaka.

Serafina (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 18:52

7 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur,  ég tek undir það að Palli er flottur.  Stundum.  Ég deili reyndar sjaldnast músíksmekk með honum.

  Og,  já,  femínistar eru margir vænir.  Hvort sem heldur eru kvenkyns eða karlar.

Jens Guð, 8.8.2011 kl. 21:29

8 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar,  já,  mér hefur gengið vel að skilja Zdeiingrrímh.

Jens Guð, 8.8.2011 kl. 21:30

9 Smámynd: Jens Guð

  Emil Örn,  takk fyrir að leiðrétta þetta með stand-up-ið.  Faðir minn var meðhjálpari og ég sótt allar messur á Hólum.  Oft einn.  Mig minnir að pabbi hafi sagt mér að spretta á fætur eins og stálfjöður þegar presturinn segði:  "Pistilinn skrifar postulinn X" eða:  "Takið hinni postulegu kveðju." 

  Ég er hinsvegar farinn að ryðga í þessu nú hálfri öld síðar.  Ég tók út mitt kirkjurölt þarna á Hólum fyrir lífstíð eða lengur.

Jens Guð, 8.8.2011 kl. 21:35

10 Smámynd: Jens Guð

  Einar S.,  það er aldrei of oft minnt á þetta.

Jens Guð, 8.8.2011 kl. 21:36

11 Smámynd: Jens Guð

  Sæunn,  það er rétt hjá Rósberg G. Snædal:  Þeir gráta sárast sem samviskan kvelur. 

Jens Guð, 8.8.2011 kl. 21:39

12 Smámynd: Jens Guð

  Serafina,  mér skilst að það sé búið að finna upp aðferð til að fjölga mannkyni án kynmaka.  Gott ef það kallast ekki glasafrjóvgun frekar en diskafrjóvgun.  Einnig ku vera hægt að klóna fólk.  Hinsvegar skilst mér að hvorug þessara aðferða sé eins skemmtileg og gamla aðferðin.

Jens Guð, 8.8.2011 kl. 21:42

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Til viðbótar við innlegg nr. 12 þá er líka búið að búa til gervisáðfrumur úr stofnfrumum. Þannig að Lesbíur munu heiminn erfa, karlmenn varða óþarfir og hverfa og þá auðvitað allir hommar í leiðinni.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.8.2011 kl. 01:22

14 Smámynd: Jens Guð

  Axel Jóhann,  við skulum ekki afskrifa hommana strax.  Þeir leynast nefnilega í biðröð inni í skápnum á meðal þeirra sem væla hæst undan orðum Páls Óskars.  Alveg eins og Breivik.  Þetta er sami grautur í sömu skál. 

Jens Guð, 9.8.2011 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.