Lokaorð um "hönnunardeilu" okkar Bubba

dögun
.
  Í nýlegri bloggfærslu gerði ég grein fyrir vinnu minni við umslög söluhæstu platna Bubba.  Sjá http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1184171/.  Bubbi virðist skilgreina höfunda ljósmynda á umslagi sem umslagshönnuði.  Almenna reglan er sú að ljósmyndir á umslagi sé eitt en hönnun umslags annað:  Nái yfir heildarútlit plötuumslags,  uppsetningu,  leturval,  litaval,  bakhlið umslags,  textablað o.s.frv.
  Þannig er það skilgreint á kreditlista plötuumslaga.  Svo að við tökum dæmi af söluhæstu plötu Bubba,  Dögunar,  þá er ég skráður sem hönnuður umslags og Valdís Óskarsdóttir sem höfundur ljósmynda.  
  Kreditlistinn barst í mínar hendur frá Ásmundi Jónssyni og áreiðanlega skráður í samráði við Bubba.     
  Frá því að  Dögun  kom út hefur mér vitanlega aldrei áður komið fram athugasemd við það að ég sé skráður hönnuður umslagsins og Valdís höfundur ljósmynda.  Engu að síður heldur Bubbi því núna fram að Valdís sé umslagshönnuðurinn.
 
  Af minni hálfu er umræðu um þessa svokallaða "hönnunardeilu" lokið.  Ég ber sömu virðingu fyrir Bubba sem tónlistarmanns og skemmtilegrar persónu eins og áður.  Skilgreini hann áfram sem vin minn og hef bara haft gaman af þessu sprelli öllu saman. 
.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil ekkert í Bubba. Hann þarf ekki að gera annað en að lesa á umslögin til að sjá hver er skráður fyrir hönnun. Hann er varla svo lesblindur að sjá ekki nafnið þitt

Gunnar (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 07:19

2 identicon

það er ástæða fyrir því að böbbe var í hljómsveit sem hét Egó, því að hann er sjálfur eitt stórt egó. Steikti heilann sinn svo líka með dópi þannig að hann man ekki eftir meistara Jens :´(  (hann virðist bara muna núna að allt sé Steingrími og Jóhönnu að kenna)

Ari (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 16:42

3 identicon

Bubbi er náttlega löngu búinn að gleyma því hver hann var.. eins og kemur fram í þessum texta sem ég staðfærði hér um árið sem gamli Bubbi hvarf
--
Seðlar  og kort eru merki mín
Merki raunveruleikaþáttamanna
Þegar ég vaknaði um morguninn
Er þú komst til mín.
Hörund þitt eins og plast
Andlitið eins og botoxo-lín.
Við bílastæðið Hummer malar hljótt
Í nótt mun ég græða.
Mig dreymdi bankann sagði: “ Komdu fljótt “ það er svo margt sem ég ætla þér að segja.
Ef ég fer á hausinn , á hausinn í nótt Ef þeir mig finna.
Þú getur komið og mig sótt Þá vil ég á það minna.
Seðlar & kort eru merki mín
Merki raunveruleikaþáttarmanna.
mitt var mitt og mitt var ekki þitt
Meðan ég bjó á meðal bankamanna.

DoctorE (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 21:40

4 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar,  nákvæmlega.  Þetta er allt skjalfest á kreditlista plötuumslaganna.

Jens Guð, 24.8.2011 kl. 01:43

5 Smámynd: Jens Guð

  Ari,  það er mér ný reynsla á gamals aldri að frábærum söluárangri vöru sé mætt viðbrögðum ólundar og bulli um eitthvað sem hvergi kemur máli við.  Þá er ég að vísa til þess að Bubbi tiltekur plöturnar Sögur af landi og Lífið er ljúft.  Plötur sem komu ekki við sögu í frétt Fréttablaðsins og enginn hafði bendlað mér við.  Hvorki ég né neinn annar.  Viðmælandi minn í dag taldi að Bubbi hafi farið í það hlutverk að reyna að þvo af sér að hann væri markaðsvara sem hægt væri að selja með tilteknu markaðsárangri.  Ég veit ekki.  Ég átta mig ekki á upphlaupi hans.  Það stenst ekki skoðun.

Jens Guð, 24.8.2011 kl. 01:52

6 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  takk fyrir skemmtilegt ljóð.

Jens Guð, 24.8.2011 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.