22.8.2011 | 08:39
Q4U í heimsreisu
Hljómleikar Q4U á Dillon Rokk Bar voru einn af hápunktum Menningarnætur. Ég sá að vísu ekki alla dagskrárliði Menningarnætur. Þess vegna hef ég ekki heildar samanburð. Fyrir bragðið set ég þann fyrirvara að tala um einn af hápunktum í staðinn fyrir að setja ákveðinn greini við hápunkt.
Q4U hefur aldrei verið betri. Það er sprengikraftur í hljómsveitinni. Spilagleðin geislar af hverjum tóni. Fjörleg sviðsframkoma Ellýjar undirstrikar stuðið og spræka stemmninguna.
.
Fyrir nokkrum dögum upplýsti ég hér á blogginu að brasilískt plötufyrirtæki hefði gefið út á þarlendan markað safnplötu með Q4U. Sjá: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1183818/
.
Platan, Q4U Best of, hefur fengið hlýjar móttökur hjá brasilískum útvarpsstöðvum, músíkpressunni og á diskótekum. Þó án þess að fara inn á vinsældalista. Enda reiknaði enginn með slíku. Hinsvegar hafa viðbrögðin verið það góð að plötuútgefandinn leggur nú hart að Q4U að koma í hljómleikaferð til Brasilíu. Mjög hart. Hann suðar og suðar.
.
Svo sérkennilega vill til að á sama tíma hefur Q4U fengið beiðni um að spila í Þýskalandi og New York. Í Þýskalandi á Q4U harðsnúinn hóp aðdáanda. Þar hefur Q4U selt fleiri plötur en á Íslandi. Áhugi á Q4U í New York er nýtilkominn og tengist sennilega útgáfunni á plötunni í Brasilíu.
.
Vandamálið er það að liðsmenn Q4U eru fjölskyldufólk í fastri annarri vinnu en að spila rokkmúsík. Þeir, eða réttara sagt þau, eiga börn á ýmsum aldri og barnabörn. Sumarfrí þessa árs eru að baki. Það er ekkert einfalt dæmi fyrir þessa miðaldra rokkara að stökkva frá vinnu, heimilum, börnum og barnabörnum og fara í hljómleikaferð til Þýskalands, Bandaríkjanna og Brasilíu. Fyrir utan að svoleiðis heimsreisa kallar á töluverð fjárútlát - þó að flug og gisting falli á hljómleikahaldara.
.
Hljómsveitin var stofnuð fyrir þremur áratugum sem "hobbý" hljómsveit (hliðarverkefni) og hefur alla tíð síðan verið "hobbý" hljómsveit. Q4U vakti mikla athygli í bíómyndinni og á plötunni Rokki í Reykjavík. Nokkru síðar sló Q4U rækilega í gegn með ofursmellinum Böring.
.
Eftir það hefur Q4U starfað með mislöngum hléum. Komið fram af og til á hljómleikum og í sjónvarpi án þess að vera mjög áberandi. Vinsældir Q4U í Þýskalandi blossuðu óvænt upp fyrir tveimur árum eða eitthvað svoleiðis. Og nú ennþá óvænna í Brasilíu og New York.
.
Á þessari stundu er alls óvíst hvernig Q4U afgreiðir skyndilega eftirspurn í útlöndum. Fyrir aldarfjórðungi eða þremur áratugum hefðu svona tilboð frá útlöndum ekki vafist fyrir Q4U. Það hefði verið stokkið á slík tækifæri án umhugsunar. Í dag er þetta allt annað dæmi.
.
Hvað heldur þú? Hvað er rétta skrefið í þessari stöðu?
.
.
Þegar plötutitlinum Q4U Best of er slegið upp í google koma upp fimm þúsund síður. Það sýnir að platan sé komin í öfluga dreifingu. Það er gaman að skoða þetta. Hér er dæmi: http://www.stormingthebase.com/q4u-best-of/
.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:55 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.4%
With The Beatles 4.0%
A Hard Days Night 3.8%
Beatles For Sale 4.0%
Help! 6.4%
Rubber Soul 8.8%
Revolver 14.7%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 14.0%
Magical Mystery Tour 2.4%
Hvíta albúmið 9.7%
Let It Be 2.1%
Abbey Road 17.5%
Yellow Submarine 2.1%
422 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 30
- Sl. sólarhring: 42
- Sl. viku: 1054
- Frá upphafi: 4111579
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 883
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
mér finnst að þau eigi að drífa sig, ef þau geta - þetta er drulluflott band. mér finnst að þau eigi að fá frí frá vinnu í krafti landkynningar, q4u verða kannski "bandið okkar" á erlendri grund.
kv d
doddý, 22.8.2011 kl. 20:47
Doddý, ef þau stökkva ekki á þetta núna munu þau sjá eftir því alla ævi. Það er ekki á hverjum degi sem íslenskri hljómsveit stendur til boða að fylgja eftir í Brasilíu útgáfu á plötu á þeim stóra markaði. Það er stórkostlegt ævintýri út af fyrir sig að fá plötu óvænt gefna út í Brasilíu. Það er ennþá stórkostlegra ævintýri að gefast kostur á að fylgja henni eftir með hljómleikaferð í Brasilíu.
Jens Guð, 23.8.2011 kl. 00:02
mér finnst líka einhver undiralda í þessu öllu sem kætir og bætir og er vonandi fyrirboði aukinna paunkverka í evrópu (og væri þá ekki gott að vera komin í evrópusambandið?). kv d
doddý, 23.8.2011 kl. 17:27
Doddý, vissulega er gaman ef Evrópa pönkvæðist sem aldrei fyrr. Það er líka gaman að þessum nýtilkomna áhuga Brasila og New York búa á íslensku pönki. Þegar vel er að gáð hefur pönkið aldrei haft sterkari stöðu í heiminum en í dag. Þegar ég var í New York um daginn var aðal söngleikurinn þar American Idiot með Green Day. Að vísu er Green Day aðeins of mikið popppönk fyrir minn smekk. En samt pönk. Þegar ég fór til Berlínar fyrir tveimur árum komst ég í feitt er ég uppgötvaði þar pönkrokksplötubúðakeðju sem selur einungis pönkplötur. Svo skemmtilega vildi til að er ég rakst á svoleiðis búð í fyrsta skipti var verið að spila þar plötu með íslensku hljómsveitinni frábæru I Adapt. Svo fór ég til Póllands og þar var plata með I Adapt ein sú heitasta á markaðnum. Þegar betur var að gáð var um ólöglega útgáfu að ræða. Síðast þegar ég vissi voru I Adapt-liðar komnir í málaferli við Pólverjana út af þessu.
Jens Guð, 24.8.2011 kl. 00:57
Sæll Jens .... Hverjir eru í Q4U núna fyrir utan Ellý , Árna og er þetta ekki Gunnþór á bassanum ??Hver er á trommunum og gítarnum ???
Kv Röggi Punk
Röggi (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 15:50
Ég er svo viðbjóðsleg karlremba að ég hugsa bara: Djöfull er Ellý alltaf hot.
Spilaði pínu með þeim sem unglingur, en það fer enginn í skóna hans Komma.
Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 23:38
Röggi, Gunnþór er á bassa, Ingó bróðir Árna er á gítar en ég man ekki alveg hvað tommarinn heitir. Hann er ungur nýliði í bransanum og flottur.
Jens Guð, 26.8.2011 kl. 23:44
Örn, Kommi er eðal trommari og þessi nýi er það lika. En með annan stíl.
Jens Guð, 26.8.2011 kl. 23:46
Hef eftir nokkuð ábyggilegum heimildum að hann heiti Guðjón Guðjónsson en veit því miður ekki á honum frekari deili.
Kv Röggi
Röggi (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 16:59
Röggi, takk fyrir upplýsingarnar.
Jens Guð, 27.8.2011 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.