Verstu popparar sögunnar

  Breska poppblaðið New Musical Express fékk á dögunum lesendur sína til að kjósa verstu poppara sögunnar.  Það gerðu þeir með því að gefa poppurunum einkunn.  Því hærri sem talan er þeim mun ómerkilegri þykir popparinn.  Meðalskor "sigurvegaranna" er fyrir neðan nafn þeirra.  Þetta er hinn áhugaverðasti listi.  Ritstjórn New Musical Express setti einnig saman sinn lista.  Þar hafnaði Justin Bieber í toppsætinu.

   Hverjir kæmu helst til greina á svona lista yfir íslenska poppara?

Paris Hilton

1. Paris Hilton

Skor: 8.21

Fast Food Rockers

2. Fast Food Rockers

Skor: 7.94

Rebecca Black

3. Rebecca Black

Skor: 7.93

Scooch

4. Scooch

Skor: 7.86

Cheeky Girls

5. Cheeky Girls

Skor: 7.83

Peter Andre

6. Peter Andre

Skor: 7.75

Jedward

7. Jedward

Skor: 7.74

Victoria Beckham

8. Victoria Beckham

Skor: 7.72

A1

9. A1

Skor: 7.69

N-Dubz

10. N-Dubz

Skor: 7.68

One True Voice

11. One True Voice

Skor: 7.65

Daphne And Celeste

12. Daphne And Celeste

Skor: 7.62

Another Level

13. Another Level

Skor: 7.51

Vanilla

14. Vanilla

Skor: 7.51

Westlife

15. Westlife

Skor: 7.46

Hearsay

16. Hearsay

Skor: 7.40

Steps

17. Steps

Skor: 7.39

Vengaboys

18. Vengaboys

Skor: 7.33

Ashlee Simpson

19. Ashlee Simpson

Skor: 7.31

Blue

20. Blue

Skor:  7,28


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta lítur út eins og plalistinn á kananum

Gunnar (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 12:42

2 identicon

Hvaða fólk er þetta eiginlega?

LS (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 15:36

3 Smámynd: doddý

ég segi það sama - hvaða fólk er þetta? var ekki einhver sem gekk undir nafninu vinnie manillie eða eitthvað svoleiðis. hann (eða bandið) mæmaði allt sem gefið var út.

íslenski listinn yrði styttri, því við erum færri og betri. ég þori ekki að koma með dæmi til að særa engan. kv d

ps ég verð að nefna drengina sem endurútgáfu "run to the hills" í ballöðu stíl - það var viðbjóður. 

doddý, 2.9.2011 kl. 21:01

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Hva..er Brimkló ekki á listanum ?

hilmar jónsson, 2.9.2011 kl. 21:23

5 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar,  algjörlega.  Playlisti heimska fólksins.

Jens Guð, 2.9.2011 kl. 22:14

6 Smámynd: Jens Guð

  LSþetta lið sem þarna er að skora er ekki mín deild.  Ég þekki ekki öll nöfnin.  En flest og það af vondu einu.  Ég ætla ekki að kynna hópinn heldur vísa á þau nöfn sem þið ættuð að kannast við: 

 
  - Paris Hilton er bandarísk söngkona og þekktasti hótelerfingi heims (Hilton Hotel (áður Hótel Esja) við Suðurlandsbraut).  Hún hefur verið í raunveruleikaþáttum í sjónvarpi og leikið í bíómyndum.   
 
 - Fast Food Rockers er bresk hljómsveit sem átti nokkur vinsæl lög fyrir nokkrum 8 - 9 árum.  Það er eins og mig rámi í að þetta hafi verið einskonar barnagælur.
 
  - Scooch er tilbúið breskt fyrirbæri af því tagi sem á ensku kallast "boy band" eða "girl band".  Það er að segja að umboðsskrifstofa auglýsir eftir unglingssöngvurum sem þurfa að falla að tiltekinni uppskrift hvað útlit varðar og geta stigið dansspor.  Músíkin er matreidd af umboðsskrifstofunni samkvæmt margreyndri formúlu.
 
  - Westlife er "boy band".  Gott ef Nylon stelpurnar tróðu ekki upp með þeim á hljómleikum í Bretlandi. 
 
  - Blue er - held ég - einhvers konar breskt boy band.   
 
  - Peter Andre er - að ég held - ástralskur eða Englendingur búsettur í Ástralíu.  Hann átti vinsæl lög á síðustu öld og átti nýverið endurkomu í breskum raunveruleikaþætti.  Það flæddu slúðurfréttir um samband hans og stelpu í þeim þætti.  Ég fylgdist ekki með því en ég held að þau hafi ýmist verið saman eða sundur.
 
  - Victoria Beckham var í Spice Girls og er gift frægum fótboltakalli,  David Beckham. 

Jens Guð, 2.9.2011 kl. 22:15

7 Smámynd: Jens Guð

  Doddý,  það var ömurlegt fyrirbæri sem hét Milli Vanille.  Þú átt ábyggilega við það.  Það var einhver sem framleiddi plötur undir þessu nafni og fékk síðan 2 snoppufríða blökkumenn til að þykjast syngja lög fyrirbærisins.  Þegar þessir snoppufríðu fengu músíkverðlaun (Grammy eða eitthvað svoleiðis) varð fjandinn laus.  Það vissu svo margir að þeir drengir komu hvergi nálægt upptökum á lögunum eða plötunni sem verið var að verðlauna. 

  Ég átta mig ekki á í hvað þú vísar með "Run to the Hills" ballöðukráku.  Ég man eftir að Baggalútur krákaði þetta lag og kallaði "Gleðileg jól".  Baggalúturinn hélt sig við útsetningu Iron Maiden.   

Jens Guð, 2.9.2011 kl. 22:27

8 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  nei.  Brimkló er ekki á listanum hjá NME.

Jens Guð, 2.9.2011 kl. 22:27

9 identicon

Jæja, Hilmar. ;-)

G.Ben. (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 15:09

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Ha, nei segi bara sona..

hilmar jónsson, 3.9.2011 kl. 18:44

11 Smámynd: doddý

einmitt - það var þetta millí dót. maiden lagið var í spilun einhverstaðar fyrir um 2 árum síðan. ég held bara að þar hafi íslenskir drengir verið á ferð. ég er viss um að þetta hafi ekki verið martröð heldur hræðilegur veruleiki. :)  kv d

doddý, 4.9.2011 kl. 00:27

12 identicon

ertu nokkuð að meina Hellsongs, það er að vísu stúlka sem syngur:

http://www.youtube.com/watch?v=pqAVk2c-Rac

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 17:42

13 Smámynd: Jens Guð

  Þarna er þetta komið.  Og sannarlega ekki mín bjórdós. 

Jens Guð, 6.9.2011 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband