Ekki henda gömlu hurðinni!

  Íslendingar eru alltaf að endurnýja hurðir.  Það má varla halda fermingarveislu í heimahúsi eða afmælisveislu öðru vísi en skipta um hurð í íbúðinni.  Sem er hið besta mál.  Verra er að iðulega er gömlu hurðinni hent á haugana.  Það er hið versta mál.  Gömlu hurðina á að nýta sem sófaborð eða stofuborð.  Það eina sem til þarf er að fjarlægja hurðarhún og setja löpp eða lappir undir gömlu hurðina.  Hér er vel heppnað dæmi:

hurð - borðhurð...

  Þessi hurð á myndinni fyrir ofan yrði glæsilegt stofuborð.  Hurðin á myndinni hér fyrir neðan er aftur á móti ekki heppileg til framhaldslífs sem stofuborð. 

hurð..

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Karl Ellertsson

Jens, það er ekki af þér skafið.

Árni Karl Ellertsson, 8.9.2011 kl. 01:03

2 Smámynd: Jens Guð

  Árni,  aldeilis ekki.  Eða þannig.

Jens Guð, 8.9.2011 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.