Beikon sem syngur

crispy_bacon

  Það er alveg merkilegt hvað Íslendingum gengur illa að læra að matreiða almennilegt beikon,  eða steikja svínaflesk eins og það er kallað.  Samt er það svo einfalt og þægilegt.  Það eina sem til þarf er sýróp.  Já,  og beikon reyndar líka.  Það hjálpar.  Sýrópinu er penslað snyrtilega á sitt hvora hlið beikonsneiðarinnar.  Ef steikja á meira en eina beikonsneið er upplagt að pensla þær allar með sýrópi.  Þá syngja þær.

  Með beikoninu er gott að hafa spæld egg.  Hrásalat passar einnig vel.  En mestu skiptir tvær rauðvínsflöskur á mann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Eða bara sleppa beikoninu og láta rauðvínið nægja

Guðmundur Júlíusson, 10.9.2011 kl. 00:52

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nú skilja menn loks blóðsprengd augu þín, Guðjón.

Ætli sé nú svo komið, að Íslendingar elski svínið meira en sauðkindina? Ef svo er, þá fer illa fyrir þessari þjóð.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.9.2011 kl. 06:10

3 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  oft er jafnvel skemmtilegra að sleppa öðru en rauðvíninu.

Jens Guð, 11.9.2011 kl. 00:34

4 Smámynd: Jens Guð

  Villi,  svín eru svo náskyld fólki að það er nánast mannætudæmi að borða þessi systkini okkar. 

Jens Guð, 11.9.2011 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.