Nauðsynlegt að vita

flóðhestur

  Meðal allra skemmtilegustu hesta eru flóðhestar.  Þetta eru vinarlegar skepnur;  sterklegar og stæðilegar.  Oftast eru þær rólegar og lausar við æsing og fíflagang.  Stundum geispa flóðhestar.  Mörgum hættir til að tengja það við syfju og hugsa:  "Blessuð skepnan.  Núna langar hana að fara að lúlla."

  Þetta er alröng ályktun.  Þegar flóðhestur geispar þá þýðir það að farið sé að fjúka í hann.  Hann sé orðinn reiður og árásargjarn.  Þá er betra að forða sér.  Annars getur illa farið. 

flóðhestur-ræðst-á-mann


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þegar ég var í Afríku um árið vorum við vöruð við flóðhestunum, en þeir eru stórhættulegir, og geta hlaupið 30 km/klst. stuttar vegalengdir. Það sem pirrar þá mest er þegar manneskja fer á milli þeirra og vatnsbólsins.

Hrannar Baldursson, 13.9.2011 kl. 05:22

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er þetta blogg styrkt af Skeljungi???

Sigurður I B Guðmundsson, 13.9.2011 kl. 07:39

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2011 kl. 09:56

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 13.9.2011 kl. 12:24

5 identicon

Flóðhestar eru ein hættulegustu dýr sem til eru :)

DoctorE (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 12:41

6 identicon

Ég þekki bara einn flóðhest og hann er ljúfur sem lamb.

Gunnar (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 16:45

7 Smámynd: Jens Guð

  Hrannar,  takk fyrir þennan fróðleik.  Ég man ekki hvort það eru flóðhestar eða nashyrningar sem eru sérlega hættulegir þegar fólk kveikir opinn eld.  Þá sturlast dýrið og hamast eins og naut í flagi við að slökkva eldinn.  Þá er betra að verða ekki á vegi þess.

Jens Guð, 16.9.2011 kl. 22:59

8 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  nei.

Jens Guð, 16.9.2011 kl. 22:59

9 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 16.9.2011 kl. 23:00

10 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 16.9.2011 kl. 23:00

11 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  ég hef grun um það. 

Jens Guð, 16.9.2011 kl. 23:01

12 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar,  ég þekki ekki flóðhest.  Nema af myndum. 

Jens Guð, 16.9.2011 kl. 23:02

13 Smámynd: Jens Guð

  Ég veit frá fyrstu hendi að svín eru hættulegustu dýr í Víetnam. 

Jens Guð, 16.9.2011 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband