22.9.2011 | 00:45
Spennandi plata
Núna í lok septembermánađar kemur út í Bandaríkjum Norđur-Ameríku platan Note of Hope. Ţar flytja margir af ţekktustu popptónlistarmönnum Bandaríkjanna söngva Woodys Guthtries. Ţeirra á međal eru Lou Reed, Jackson Browne, Tom Morello (Rage Against the Machine), Michael Franti (Beatnigs, Spearheads) og Ani Di Franco.
Ţađ er bassasnillingurinn og Grammy-verđlaunahafinn Rob Wasserman sem heldur utan um dćmiđ. Hann hefur m.a. spilađ međ Neil Young, Brian Wilson, Elvis Costello, Stephane Grappelli, Jerry Carcia (Grateful Dead) og Ricky Lee Jones.
Woody Guthrie er eitt af stćrstu nöfnum bandarískarar vísnatónlistar (folk). Hann er stundum kallađur fađir bandarískrar ţjóđlagatónlistar. Hann fćddist snemma á síđustu öld og dó 1967 eftir ađ hafa legiđ rúmfastur og lamađur í meira en áratug. Hann var og er mikill áhrifavaldur og fyrirmynd Bobs Dylans, U2, Bruce Springsteens, Joes Strummers (The Clash), Billys Braggs, Bubba Morthens, Megasar og margra fleiri.
Söngvar hans hafa veriđ krákađir af allt frá Johnny Cash til ţungarokkara á borđ viđ Nazareth.
Ţekktasta lag Woodys er sennilega This Land Is Your Land sem var flutt af Bruce Springsteen og fleirum viđ innsetningu Husseins Obama í embćtti forseta Bandaríkjanna. Frjálshyggjugrallarinn Mojo Nixon flytur ţađ hér í myndbandinu efst.
Woody Guthrie var Jesú-kall, verkalýđssinni, anti-rasisti, anti-fasisti og alvöru farandssöngvari. Flakkađi stöđugt um Bandaríkin, rótlaus og í stöđugri uppreisn. Honum buđust ótal tćkifćri: Ađ stjórna útvarpsţáttum, syngja inn á plötur hjá plöturisum og annađ í ţeim dúr. En hann lét hvergi ađ stjórn. Stakk óvćnt af og fór á flakk.
Hann stakk líka ítrekađ af frá konum sínum 3 og eignađist 8 börn. Sonur hans, Arlo Guthrie, varđ eitt af stóru nöfnum Woodstock kynslóđarinnar.
Skemmtilegt ađ rifja upp: Fyrir nokkrum árum bankađi Arlo óvćnt upp hjá Rúnari Júlíussyni í Keflavík. Ţeir höfđu hist í hljóđveri í Bandaríkjunum mörgum árum áđur og varđ vel til vina. Rćtur ţeirra lágu í tónlist Woodys, Bobs Dylans og fleiri. Ţađ varđ ţó ekki framhald á samskiptum ţeirra. Ţangađ til Arlo flaug hingađ í einkaţotu til ţess eins ađ heilsa upp á Rúnar. Andlitiđ datt af Rúnari. Honum ţótti međ ólíkindum ađ Arlo kynni nafn hans og myndi eftir ađ hann byggi í Kerflavík. Ţeir snćddu saman á veitingastađ og Arlo stakk upp á ţví ađ ţeir myndu gera saman plötu. Svo féll Rúnar frá áđur en lengra var haldiđ.
Ţó ađ fjöldi söngva Woodys séu vel ţekktir ţá var ađeins eitt sem náđi toppsćti bandaríska vinsćldalistans. Ţađ var Oklahoma Hills í flutningi frćnda hans, Jackie Guthrie. Sá skráđi sig fyrir laginu. Woody ţurfti ađ ná höfundarréttinum fyrir atbeina dómsstóla. Annars var Woody ekki upptekinn af höfundarrétti. En í ţessu tilfelli var honum misbođiđ. Woody vann máliđ og var ósáttur viđ frćnda sinn. Í dag er ţetta lag sennilega ţekktast í flutningi Jimi Reeves:
Flottasta bandaíska hljómsveit Bandaríjanna, Wilco, sendi fyrir nokkrum árum frá sér 2 plötur međ söngvum Woodys og var tilnefnd til Grammy-verđlauna fyrir ţćr báđar. Međ í dćminu var breski vísnapönkarinn Billy Bragg. Ţetta er dáldiđ Utangarđsmannalegur blús.
Ađrir sem kráka söngva Woodys Guthries á plötunni sem um rćđir og hafa ekki veriđ nefndir eru: Van Dyke Parks (međhöfundur margra Beach Boys laga, vann međ The Byrds, U2 og ótal öđrum stórum nöfnum); Madeleine Peyroux (ţekkt fyrir flutning á söngvum eftir Leonard Cohen, Bob Dylan og Hank Williams. Hún hefur veriđ kölluđ Billie Holyday 21. aldarinnar); djassboltinn Kurt Elling (nífaldur Grammy-verđlaunahafi. Kannski ţekktastur fyrir ađ spila međ blúsaranum Buddy Guy og Smashing Pumpkins forsprakkanum Billy Corgan); Studs Terkel (hann er dáinn en er kannski ţekktastur fyrir bókina Giants of Jazz); Nellie McKay (sló í gegn í uppfćrslu á Túskildingsóperu Kurts Weills og Bertholds Brechts í Bandaríkjunum 2006); Chris Whitley (blúsgítarleikari sem féll frá 2005); Pete Seeger (150 ára gamall vísnasöngvari); og banjóleikarinn Tony Trischla (hefur m.a. spilađ međ Paul McCartney og Steve Martin).
Vegna ţess ađ Studs og Chris eru fallnir frá má ćtla ađ um gamlar hljóđritanir međ ţeim á söngvum Woodys Guthries sé ađ rćđa. Annađ kćmi á óvart.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ljóđ, Menning og listir, Útvarp | Breytt 23.9.2011 kl. 23:31 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.