Gömlu skónum breytt í nýja

  Allir kannast við það erfiða vandamál að fá leiða á gömlu skónum sínum.  Skórnir sem lengi vel voru uppáhalds skórnir eru skyndilega orðnir þreytulegir og glæsibragurinn sem geislaði af þeim er horfinn eins og dögg fyrir sólu.  Þá er til gott ráð.  Það er ódýrt og einfalt.  Það eina sem þarf að gera er að skipta um reimar á skónum.  Nýju reimarnar þurfa að vera rauðar eða appelsínugular eða í öðrum áberandi lit.  Nýju reimarnar stela allri athyglinni.  Það skiptir ekki máli hvort þetta eru svartir spariskór eða strigaskór.  Þetta eru orðnir nýir skór.  Allir dáðst að þeim. 

skór Askór B 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 27.9.2011 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.