Útvarp Saga - lifandi þjóðarútvarp

 

  Útvarp Saga er umdeild útvarpsstöð.  Rétt eins og rás 2 og Bylgjan.  Þetta eru þrjár vinsælustu útvarpsrásir landsins.  Margir hlusta og hafa þess vegna margvíslegar skoðanir á þeim.  X-ið er frábær útvarpsstöð en ekki mjög umdeild.  Við sem kunnum vel við tónlistarvalið á X-inu erum sátt/ir.  Aðrir hlusta á aðrar útvarpsstöðvar.  Þátturinn  Harmageddon  á X-inu er snilld.  Þar fara "strigakjaftarnir" Máni,  Frosti og Erpur á kostum og spila fjölbreytt áheyrilegt nýrokk. 

  Effemm 957 er viðbjóður og Kaninn er útvarp heimska fólksins með vondan músíksmekk.

  Flestir sem hafa horn í síðu Útvarps Sögu leggja út af símatímunum.  Opinni línu þar sem þjóðin fær að tjá sig.  Símatímarnir,  Línan er laus,  er í loftinu frá klukkan 9 á morgnana til hádegis.   Gagnrýni á þennan dagskrárlið beinist að innhringendum og skoðunum þáttastjórnenda,  Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

  Ein gagnrýnin snýst um það að sama fólkið hringi endalaust inn í þáttinn og endurtaki sömu skoðanir daglega.  Þegar betur er að gáð eru fastir (daglegir) innhringendur hlutfallslega fáir. En vissulega verða hlustendur varir við menn eins og Guðjón fyrrum leigubílstjóra (anti-landsbyggðarmann,  anti-Breiðhylting og anti-hitt og þetta),  Karl "talnatrúð" (uppnefnið er ekki beinlínis neikvætt heldur er hann talsmaður verðtryggingar og þylur upp endalausar tölur upp á krónur og aura.  Það er dálítið þreytandi.  Það væri til bóta ef hann "rúnnaði" af tölur í þúsundum),  Alvar (iðulega skemmtilegur),  Árna Björn (ESB sinna) og fleiri. 

  Uppistaðan í símatímunum er samt innhringendur sem hringja sjaldan og er með hinar ýmsu skoðanir.  Að einhverju leyti þverskurður af því sem fólk er að spjalla um í heitum pottum sundlauganna.

  Það er ekkert neikvætt við að sjórnendur  Línan er laus  hafi skoðanir á því sem hæst ber í umræðunni.  Það er bara gott.  Stundum er maður sammála þeirra skoðunum.  Stundum ekki.  Hlustendur vita hvar þau Arnþrúður og Pétur standa.  Það er kostur.

  Símatímarnir eru ekki stór hluti af fjölbreyttri dagskrá Útvarps Sögu.  Á undan símatímunum er 2ja klukkutíma morgunþáttur Markúsar frá Djúpalæk og Erlings.  Þeir fá einatt í heimsókn til sín áhugavert fólk úr ýmsum áttum með alls konar skoðanir.  Sjálfur hef ég komið þarna í viðtal og haft frá mörgu að segja.

  Í hádeginu er dagskrárliður sem heitir  Skoðun dagsins.  Þar flytja pistla Guðmundur Óli Scheving,  Eiríkur Stefánsson,  Jón Valur Jensson og Baldur Ágústsson,  fyrrum forsetaframbjóðandi.  Kannski einhverjir fleiri sem ég man ekki eftir í fljótu bragði.  Þeir hafa ólíkar skoðanir um margt.  Það er kostur.  

  Síðdegis í dagskrá Útvarps Sögu eru meðal annars dagskrárliðir á borð við  Bixið  með Höskuldi Höskuldssyni;  heilsuþáttur Torfa Geirmundssonar og Guðnýjar í Heilsubúðinni í Hafnarfirði;  þáttur Jóns Magnússonar um verðtryggingu;  sjávarútvegsþáttur Grétars Mars;  þáttur sem kallast ESB já eða nei;  þáttur Tryggva Agnarssonar - og annars til sem ég man ekki ekki hvað heitir - um lagarök og stöðu skuldara;  og bara ýmsir þættir sem ég man í augnablikinu ekki eftir.  Jú,  Magnús Magnússon (Diskótekið Dísa) spilar gömul íslensk dægurlög og spjallar við Geirmund Valtýsson,  Garðar Guðmundsson,  Lúdó og fleiri slíka. 

  Þáttur Höskuldar er oft verulega áhugaverður.  Fyrir minn smekk náði hann hæsta flugi í þáttaseríu um The Rolling Stones.  Þar var saga The Rolling Stones rakin með aðstoð Ólafs Helga,  sýslumanns. Þeir Höskuldur og Ólafur Helgi voru á góðu flugi og spiluðu m.a. sjaldgæfar upptökur með The Rolling Stones.  

  Ég er ekki búinn að telja upp nema hluta af áhugaverðri dagskrá Útvarps Sögu.  Útvarp Saga er þjóðarútvarp.  Þjóðin fær að tjá sig og þjóðin hlustar.

  Tekið skal fram að ég tengist Útvarpi Sögu ekki á neinn hátt.  Þetta er útvarpsstöð sem ég hlusta mikið á mér til fróðleiks og gamans.  Hún er ekki yfir gagnrýni hafin.  Hún speglar það sem þjóðinni liggur á hjarta og ólíkar skoðanir.  Það er kostur.  Það er gott fyrir lýðræði í víðtækustu merkingu.  

  Án Útvarps Sögu væri umræðan fátæklegri.

  Í myndbandinu fyrir ofan getur að heyra "súpergrúppuna" Dirty Mac með John Lennon (Bítlarnir) og á bassa Keith Richards  (The Rolling Stones). Hljóðrásin er örlítið "út úr zinki".  En blúsinn er flottur.

  The Rolling Stones smávegis falskir í upphafi lagsins.  En ná sér á strik þegar á líður.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki hægt að neita því að drykkjufólk með geðfatlanir sem hringir inn í símatíma sem stjórnað er að geðfötluðu drykkjufólki er góð skemmtun.

Gunnar Örn (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 00:56

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Fjölbreytni er af hinu góða. Hvort sem menn eru með eða á móti Sögu hlýtur það að vera gott ef pláss er fyrir sem flestar tegundir útvarps. Gufuna líka!

Ég heyri stundum útvarp Sögu og þar er margt prýðilegt. Það sem ég hef út á símatímann að setja er þegar stjórnandinn hefur svo mikið að segja að sá sem hringir kemst hreinlega ekki að. Til hvers þá að bjóða upp á innhringingar?

Haraldur Hansson, 29.9.2011 kl. 01:38

3 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar Örn,  þetta er ósmekkleg athugasemd.  Það má vel vera að einhverjir geðfatlaðir hringi inn á ÚS.  Þeir eiga rétt á því eins og aðrir að tjá sig í útvarpi.  En það er langt yfir strik að lýsa stjórnendum símatíma á þann hátt sem þú gerir. 

Jens Guð, 29.9.2011 kl. 01:57

4 Smámynd: Jens Guð

  Haraldur,  ég kannast ekki við að innhringendur á ÚS fái ekki að tjá sig vegna ofríkis þáttastjórnenda.  Ég hlusta daglega á símatíma ÚS og heyri ekkert annað en að innhringendur fái að koma sinni skoðun að.  Nefndu dæmi um annað.

Jens Guð, 29.9.2011 kl. 02:00

5 identicon

Ég er ekki að ná þessu, á ekki jafnt yfir alla að ganga? Held það sé ágætt að jafningjar beggja megin koparþráðsins nái saman á stöðinni. Ég viðurkenni að ég hef samviskubit yfir því að hlægja að þeim en sé enga ástæðu til að gráta heldur. Besta grínið er þessi tegund, það sem er óvart fyndið. Útvarp Saga er mun fyndnara en annað gamanefni sem boðið er uppá hérlendis.

Gunnar Örn (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 02:15

6 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar Örn,  setjum dæmið upp svona:  Bylgjan hefur símatíma.  Hann afgreiðir kannski 5 - 7 hlustendur.  Rás 2 hefur símatíma sem afgreiðir álika marga.  Útvarp Saga afgreiðir kannski, ja,  ég veit ekki.  Kannski 30 manns.  Þetta er sama liðið.  Eini munurinn er að fleiri komast að til að tjá sig á Útvarpi Sögu. 

  Þetta er sama liðið.  Kannski erum við ósammála þessu fólku um eitthvað.  Stundum erum við sammála því um eitthvað.

  Þetta er sama liðið og leysir heimsmálin daglega i heitu pottum sundlauganna.  

  Það sem gleymist í umræðunni er að Útvarp Saga er svo miklu meira en símatímarnir á milli klukkan 9 og 12 á morgnana.  Hinsvegar hafa allir gott af því að heyra hvað þjóðin hefur til málanna að leggja i símatímunum.  Við getum ekki gert þá kröfu til þverskurðar af þjóðinni að allir hafi lausnir á öllum málum.  Því fer fjarri.  En þetta er þjóðarsálin.  Þjóðarsálin er við.  Með kostum og göllum.  Ranghugmyndum og misskildum hugmyndum.  Nýjum uppgötvunum á staðreyndum máls og ferskum hugmyndum.  Allur pakkinn.  

Jens Guð, 29.9.2011 kl. 02:36

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Tek undir með Gunnari, skemmtanagildið ( ef hægt er að tala um skemmtun í því samhengi ) felst í fólki sem er í takmörkuðu jafnvægi og lokað inni í skúmaskotum fordóma og ranghugmynda.

sorrý en stundum verður bara að segja hlutina eins og þeir eru.

hilmar jónsson, 29.9.2011 kl. 09:55

8 identicon

Ég hef minnkað hlustun mína mikið á símatímanum, einmitt vegna þess hve þröngur hópur hringir stanslaust inn. Annars finnst mér þáttur sem að fær litla athygli, alveg með yfirburðar flottur. Hann heitir vísindaþátturinn.

Gunnar (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 11:53

9 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Þakka áhugaverð myndbönd.

Ég hef ekki hlustað á Sögu í ár eða svo, en þar sem umtalað er að á stöðinni sé verið að hvetja til ofbeldis á laugardaginn, reyndi ég að hlusta í morgun. Ég get viðurkennt að þolinmæðin var ekki mikil að hlusta á þessa endemis þvælu, en ég tók eftir því að innhringjendur voru alveg þeir sömu og fyrir ári síðan og þeir voru að segja alveg sömu þvæluna. Ég bara skil ekki fólk sem getur hlustað á þetta.

Sveinn R. Pálsson, 29.9.2011 kl. 12:22

10 identicon

Hilmar No 7. það er ekkert að marka þig þú hefir á síðu þinni sagt að þú hlustir sárasjaldan á Útvarp Sögu,og það þá bara í eina mínútu,sorry ert ekki marktækur á að hafa skoðun á þessari ágætu útvarpsstöð.

Númi (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 12:25

11 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Jens, þú ert flottur að tala vel um Sögu.

Útvarp Saga er með símatíma þar sem fólkið þorir að tala.

Aðalsteinn Agnarsson, 29.9.2011 kl. 13:41

12 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  sumir innhringendur geta verið broslegir.  Þeir krydda umræðuna.  Til að mynda Árni "holli hollvinur".  Hann hringir ekki oft en það er alltaf gaman að honum.

Jens Guð, 29.9.2011 kl. 13:44

13 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar,  já,  ekki má gleyma vísindaþættinum.  Né heldur þættinum um meindýr og meindýravarnir.  Þetta eru fróðlegir og áheyrilegir þættir.

Jens Guð, 29.9.2011 kl. 13:46

14 Smámynd: Jens Guð

  Sveinn,  þú hefur sennilega lent á gömlum endurfluttum þætti.

Jens Guð, 29.9.2011 kl. 13:47

15 Smámynd: Jens Guð

  Númi,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 29.9.2011 kl. 13:47

16 Smámynd: Jens Guð

  Aðalsteinn,  einhver verður að benda á ágæti Útvarps Sögu.

Jens Guð, 29.9.2011 kl. 13:48

17 identicon

Ég hlusta stundum, á leið úr og í vinnu; Svissa á milli stöðva; Þorgeir Ástvaldsson ætti að íhuga að flytja sig á sögu, hann er algerlega vonlaus þegar hann spjallar við fólk sem segist vera í sambandi við hið yfirnáttúrulega/geimverur og svona. Étur þvaðrið upp úr Magga Skarp algerlega með hári og húð.. Kannski hann hafi verið í hassinu eða eitthvað í den, ha :)

En saga er stundum stundargaman..

DoctorE (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 13:55

18 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  þetta hefur farið framhjá mér.  Hinsvegar er Þorgeir þægilegur útvarpsmaður.

Jens Guð, 29.9.2011 kl. 14:18

19 identicon

Í alvöru talað, Þorgeir virðist missa gagnrýna hugsun við það að tala um yfirnáttúru og geimverur. Kjamsara og spyr einskis þegar Maggi Skarp draugaskólastjóri og geimverufræðingur er að bulla framan í alþjóð.

Magnaður andskoti, ferlega pirrandi að auki :)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 14:23

20 identicon

Ég hlýddi á þá félaga Magnús og Erlend á Sögu í morgun og þeir voru ekki að hvetja til óláta við mótmæli á morgun, þvert á móti hvöttu þeir fólk til að mæta á Austurvöll en að það skyldi sýna stillingu og samstöðu!

ÞorsteinnS (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 15:00

21 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  það er alltaf gaman að hlusta á Magnús Skarphéðinsson,  hvort heldur sem hann talar um geimverur,  álfa,  jólasveininn,  hafmeyjar,  huldufólk eða drauga.  Ég er spældur yfir að hafa misst af þessu viðtali.  Var það í þessari viku?

Jens Guð, 29.9.2011 kl. 20:47

22 Smámynd: Jens Guð

  Þorsteinn,  ég reyni alltaf að hlusta á Magnús og Erlend.  Fínn þáttur hjá þeim.

Jens Guð, 29.9.2011 kl. 20:49

23 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Sammála þér. Útvarp Saga er fyrirmyndar útvarpsstöð, sem hleypir öllum sjónarhornum að. Ekki veitir af að hleypa lýðræðinu í loftið. Ég hlusta oft á stöðina, og Það er ósatt að þar hafi verið hvatt til óeirða á Austurvelli, og segir mest um hugarfar þeirra sem fara með slík ósannindi. Það hefur einmitt verið hvatt til að halda friðinn á Austurvelli, af starfsfólki stöðvarinnar. Rétt skal vera rétt.

Sumir hafa af einhverjum undarlegum ástæðum horn í síðu Arnþrúðar og Péturs og finnst þar af leiðandi lítið til stöðvarinnar koma (þó þeir hlusti sjaldan eða aldrei?), en þeir geta hlustað á eitthvað annað, og sleppt því að kvarta yfir góðri lýðræðislegri þjónustu Útvarps Sögu.

Útvarp Saga er ekki með skyldu-hlustunar-gjald eins RÚV, og er þó með mjög fróðlegt, fjölbreytt og gagnlegt efni um allt mögulegt, og á þakkir skildar fyrir.

Tek það fram að ég er ekki persónulega kunnug eigendunum. Þetta er bara mín skoðun á efni stöðvarinnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.9.2011 kl. 21:25

24 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  vel mælt.

Jens Guð, 29.9.2011 kl. 21:30

25 Smámynd: Gunnar Waage

Ég er mjög ánægður með Sögu og mér finnst meira að segja Karl talnakarl skemmtilegur. Sérstaklega þar sem að hann fer sínu fram í krafti sinna reiknikúnsta og gerir alla brjálaða með því, það eitt og sér er drephlægilegt. Dýrka manninn.

Talandi um geðfatlannir, rétti upp hend einhver hér sem þykist vera heill á geði í þessu árferði :). Útvarp Saga er fyrir mér miðill sem á líklega mjög stórann þátt í því að ekki er verr komið fyrir okkur en á horfði, til dæmis með Icesave og mörgu fleiru. Þau fara stundum yfir strikið en yfir heildina þá er ég mjög ánægður með stöðina.

Gunnar Waage, 30.9.2011 kl. 06:15

26 identicon

Afsakið ég kallaði þá heiðursmenn óvart Magnús og Erlend, þeir heita víst Markús og Erlingur. Mér finnst oft gaman að hlusta á Útvarp Sögu og efnistök þar oftar en ekki jafngóð, ef ekki betri en á fjölmiðlum sem velta milljónatugum og hafa á að skipa fjölda starfsfólks. Ég tek ofan fyrir þessarri flottu vinnu sem þarna er unnin.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 12:29

27 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar, ég er þér sammála með Karl og það allt. Hann er ómissandi. Það má dáðst að elju hans.  Já,  og ekki má gleyma eljusemi Útvarps Sögu í baráttunni gegn Icesave-dæminu.

Jens Guð, 30.9.2011 kl. 22:26

28 Smámynd: Jens Guð

   Þorsteinn, æ, og mér varð það líka á. Sennilega af því að þú nefndir Magnús og ég var að svara "kommenti" um Magnús Skarphéðins. Markús frá Djúpalæk heitir sá mæti maður sem afgreiðir morgunþátt Útvarps Sögu ásamt Erlings.

Jens Guð, 30.9.2011 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband