Verstu krákur rokksögunnar

  Ritstjórn breska popptónlistarblaðsins New Musical Express hefur tekið saman lista yfir verstu krákur (cover songs) dægurlagasögunnar.  Hér fyrir neðan eru þær sem tróna efst á lista;  eru sem sagt þær verstu.  Til samanburðar höfum við upprunalega flutning á laginu  Smells Like Teen Spirit.  Hann er í höndum höfundarins,  Seattle grugg-kóngsins Kurts Cobains,  og hljómsveitar hans,  Nirvana:

  Svo er það vonda krákan með Miley Cyrus.  Hún reynir að halda sig við útsetningu Nirvana en skortir gredduna og "karakterinn" sem gerir flutninginn hjá Nirvana svo flottan:

  Næst er það lag úr smiðju skosku hljómsveitarinnar Biffy Clyro,  Many Of Horror (When We Collide).  Ég þekki lítið til þessarar hljómsveitar annað en hafa heyrt rokkaðri og sprækari lög með þeim:

 

  Og þannig hljómar misþyrmingin með Matt Cardle.  Djöfulsins viðbjóður:

  Miley Cyrus er ekki ein um að klúðra flutningi á  Smells Like Teen Spirit.  Dópista-stelpustrákarnir í Take That ata auri alllt sem þeir syngja.  Þetta er verra en hjá Miley.  Svei mér þá.  Þetta er hryllingur á borð við það þegar Í svörtum fötum kráka Ham: 

  The Smiths var flott bresk hljómsveit.  How Soon Is Now  er eitt af þeirra ágætu lögum.  Mig minnir að Morrisey hafi byrjað sína frábæru hljómleika í Laugardalshöll á þessu lagi.  Hvort sem ég man það rétt eða ekki þá man ég að flutningur hans á laginu var rokkaðri, harðari og eiginlega flottari en á plötunni með The Smiðs.

  Svo komu rússnesku Tatu stelpurnar og níddust á því:

  Það er alltaf gaman að rifja upp  Itchycoo Park  með bresku mod-sveitinni Small Faces.

   Öllu dapurlegra er að heyra M People djöflast á þessu lagi.  Ef maður vissi ekki betur mætti halda að um Spaugstofu-grín væri að ræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér varð óglatt er ég heyrði útgáfu Miley og ég ældi er ég heyrði útgáfu tatu af Smiths laginu!!Ekki gera mér þetta Jens:)

Víðir (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 23:36

2 Smámynd: Ómar Ingi

Alltaf gaman að rifja upp ruslið ; )

Ómar Ingi, 8.10.2011 kl. 01:25

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 8.10.2011 kl. 13:51

4 Smámynd: Jens Guð

  Víðir,  mér varð mest óglatt við Take That hryllinginn.

Jens Guð, 8.10.2011 kl. 23:42

5 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  það er gott að hafa samanburð.

Jens Guð, 8.10.2011 kl. 23:43

6 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  skemmtilegt þetta með krákurnar.

Jens Guð, 8.10.2011 kl. 23:44

7 identicon

Morrisey er makalaus...."Reporter: Did you hear t.A.T.u's version of How soon is now?

Morrisey: Yes, it was magnificent. Absolutely. Again, I don't know much about them.

Reporter: They're the teenage russian lesbians.

Morrisey: Well, aren't we all?

(true quote)""" tilvitnun endar.

pollus (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband