Flott og ofurvinsæl norsk vísnapoppshljómsveit með frábærri söngkonu

  Í útlöndum forðast ég verslanir eins og heitan eld.  Nema plötubúðir.  Ég þefa þær uppi og fer rækilega í gegnum plötuúrvalið.  Iðulega endar það með því að plötusafn mitt fitnar um 20 - 30 plötur.  Verra er að það hefur orðið veruleg breyting á plötumarkaðnum á síðustu árum.  Plötubúðum hefur fækkað svo um munar.  Þær fáu sem eftir lifa bjóða upp á miklu fátæklegra og einhæfara úrval en áður.  Aðeins plötur allra heitustu flytjenda fá hillupláss í dag.

  Ég fann tvær plötubúðir í Ósló.  Einu íslensku plöturnar þar eru með Björk,  Sigur Rós og Jónsa.  Það kom mér á óvart að þar væru ekki plötur með Mezzoforte.  Sú hljómsveit á öflugan aðdáendahóp í Noregi. 

  Vinsælasta vísnapoppshljómsveit Noregs heitir Vamp.  Hún selur upp í 600.000 eintök af plötu.  Vinsælustu myndbönd hennar hafa verið spiluð yfir 1,3 milljón sinnum á þútúpunni.  Söngkona Vamp er færeysk.  Hún heitir Eivör.  Sólóplötur hennar fást einnig í norskum plötubúðum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.