4.11.2011 | 07:17
Sígaunar og íslensk vćndiskona
Sígaunar setja svip á miđborg Óslóar. Ţeir sitja á gangstéttum allan daginn alla daga (nema sunnudaga) í öllum veđrum. Fyrir framan ţá er pappamál. Vegfarendur henda smáaurum í pappamálin um leiđ og ţeir ganga framhjá. Ég sá aldrei neinn setja annađ en verđminnsta klink í pappamálin. Ég sá heldur aldrei pappamálin nema rétt botnfull. Líklegt má telja ađ sígaunarnir tćmi úr pappamálunum reglulega í vasa sína. Nćstum tóm pappamál lađa fremur til sín smáaura en full pappamál.
Ţađ er eitthvađ dapurlegt viđ ţetta. Ég hef ekki sett mig inn í sögu sígauna. Mér skilst ađ ţeir séu meira og minna utanvelta í ţjóđfélögum; flakki um og búi viđ fátćkt, ólćsi og sígaunastúlkur byrji ađ eignast börn um 14 ára aldur. Ţađ er ađ segja sígaunastúlkurnar séu 14 ára (ekki börnin ţegar ţau fćđast).
Kjör sígauna eru eitthvađ misjöfn eftir löndum. Í einhverjum tilfellum eru ţeir réttlausir: Komast ekki inn á vinnumarkađ; hafa ekki ađgang ađ heilbrigđiskerfi, fá ekki atvinnuleysisbćtur né ellilífeyri. Kostur ţeirra er ađ betla, spila músík og stela. Í stađ ţess ađ ganga í opinbera leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er sígaunabörnum kennt ađ stela. Vasaţjófnađur er listgrein, náskyld sjónhverfingum. Algengt mun vera ađ sígaunakonur bjóđi upp á spádóma gegn greiđslu. Ég rakst ekki á neina spákonu í Ósló. Hinsvegar gekk ég fram á íslenska vćndiskonu í Ósló.
Ţannig var ađ ég staldrađi örstutt viđ hjá fullorđnum sígauna á međan ég smalađi saman handa honum nokkrum aurum. Í ţann mund sem ég hélt för minni áfram kom ţar ađ ung, falleg, ljóshćrđ og vel klćdd kona. Hún beygđi sig niđur ađ betlaranum, ávarpađi hann á ensku og gaf honum sígarettu. Konan afsakađi sig međ ţeim orđum ađ hún vćri ekki međ neinn pening á sér. Hún vćri vćndiskona frá Reykjavík og vinnutími hennar ekki hafinn. Hinsvegar lofađi hún sígaunanum ţví ađ ef hann yrđi ennţá ţarna seint um kvöldiđ ţá myndi hún svo sannarlega gefa honum pening. Ţangađ til yrđi sígarettan ađ duga. Ég varđ stoltur af landa mínum. Hefđi ég veriđ međ íslenska fánann viđ hönd er nćsta víst ađ ég hefđi flaggađ honum.
Sígaunar eru ekki ţekktir fyrir ađ ráđast međ stórskotaliđi inn í lönd, sprengja upp fólk og mannvirki, útrýma kynţáttum eđa salla niđur ungliđahreyfingar jafnađarmanna. Aftur á móti hafa sígaunar skemmt mörgum međ söng og hljóđfćraleik. Ég saknađi ţess ađ ţeir vćru ekki ađ "böska" í Ósló. Ađeins einu sinni varđ ég var viđ sígauna spila á harmónikku.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Kjaramál, Lífstíll, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 07:41 | Facebook
« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu fćrslur
- Leifur óheppni
- Anna frćnka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiđur starfsmađur
- 4 vísbendingar um ađ daman ţín sé ađ halda framhjá
- Varđ ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferđir og dagpeninga
- Vegg stoliđ
- Hvađ ţýđa hljómsveitanöfnin?
- Stađgengill eiginkonunnar
- Ađ bjarga sér
- Neyđarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauđabílnum reyndi ađ hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór ađ skođa myndina međ blogginu og ég get ekki međ nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geđröskun flokkast undir ţunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, ţetta er einhverskonar masókismi ađ velja sér ađ búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvćđir hlýtur ađ líđa frekar illa og ţe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurđur I B, ţessi er góđur! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesiđ um tónlistarmenn sem hlusta mest á ađra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ţetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúađur (hvađ svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 1028
- Frá upphafi: 4111553
Annađ
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ţeir munu vera ćttađir frá Indlandi og vilja bara lifa svona lífi. Okkur ţykir ţetta dapurlegt en ţó má sjá ýmislegt ágćtt viđ svona líf, til ađ mynda sökkva ţeir sér ekki í skuldir sem ţeir ţurfa ađ ţrćla fyrir ţađ sem eftir er ćvinnar, heldur lifa viđ nćgjusemi frá degi til dags.
Ég hlustađi stundum á sígaunana spila ţegar ţeir voru hérna. Ekki var kunnáttan neitt sérstaklega mikil hjá flestum sýndist mér, en ţó var einhver yndisleg angurvćrđ og tregi í tónunum, sem var heillandi.
Ţađ er ljósmyndasýning í Kringlunni núna, ţar sem eru myndir af sígönum. Einnig eru ţar myndir af bráđfallegu Írsku flökkufólki sem kallast Irish Travellers. Ţeir munu vera um 50.000 samtals, en fjöldinn er nokkuđ óljós.
Fjölbreitileikinn er töluverđur í Evrópu af allskyns fólki, en er ţó lítill viđađ viđ önnur svćđi eins og t.d. Asíu og Afríku.
Sveinn R. Pálsson, 4.11.2011 kl. 08:40
Sveinn, takk fyrir ţessa fróđleiksmola. Spánverji, sem dvaldi á sama gistiheimili og ég í Ósló, tjáđi mér ađ á Spáni hafi margt veriđ gert til ađ laga sígauna ađ spćnsku ţjóđfélagi. Sumum hefur víst gengiđ ágćtlega ađ koma inn úr kuldanum en hann nefndi mér líka brosleg/dapurleg dćmi um hluti sem hafa fariđ úrskeiđis vegna ólíkra viđhorfa sígauna og rótgróinna Spánverja.
Nokkuđ hátt hlutfall sígauna á Spáni í dag kann ađ lesa og skrifa (gott ef ekki drjúgur meirihluti); einnig eru margir ţar í fastri vinnu og međ fasta búsetu.
Skemmtileg tilviljun: Sonur minn sagđi mér í gćr frá heimildarmynd sem hann sá um írsku flakkarana.
Jens Guđ, 4.11.2011 kl. 11:08
Ţetta er algjörlega ţeirra val. Ég vorkenni ţeim ekkert.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2011 kl. 11:36
Gunnar Th., ţetta er vissulega ţeirra val. Svo er spurning hverjir valmöguleikar eru hjá stelpu sem byrjar ađ hrúga niđur börnum 14 ára gömul, ólćs og hefur aldrei umgengist eđa kynnst öđrum en sígaunahópnum sem hún tilheyrir. Mér skilst ađ sumsstađar sćti ţetta fólk stöđugum ofsóknum, sé hrakiđ burtu hvar sem ţađ sest ađ og standi ekki til bođa föst búseta, skólaganga, föst vinna...
Ađ einhverju leyti er vandamáliđ samfélagslegt. Hvort sem sígaunar eru 5 milljónir eđa 8 milljónir ţá fylgir ţessu vandamál sem snýr ađ öllum. Vasaţjófnađur er hvimleiđur og eiginlega allur annar ţjófnađur. Afleiđingar eru aukiđ álag á löggćslu (međ tilheyrandi kostnađi), hćrri tryggingagjöld og alls konar leiđindi.
Betra er ţegar sígaunar spila músík og fá greitt fyrir. Ţá kaupa ţeir sér samloku og kaffibolla og taka ţátt í hagkerfinu.
Jens Guđ, 4.11.2011 kl. 11:55
Sćll Jens. Góđ grein hjá ţér sem vekur fólk til umhugsunar um hlutskipti Róma fólksins. Hér er ađ finna grein sem ég tók saman fyrir nokkru um sögu ţess og uppruna.
Svanur Gísli Ţorkelsson, 4.11.2011 kl. 11:57
Fróđlegur pistill og athugasemdir,sem vekja upp spurningar. Ánćgjulegt ađ sjá ađ útrásin er ekki dauđ úr öllum ćđum sbr. íslensku vćndiskonuna ;-)
Ţó ég hafi nokk gaman af írskri tónlist og svona ađeins hnusađ af henni, ţá hef ég ekki heyrt um ţetta flökkufólk. Fjallar ţó margur textinn um flakkara. Eru ţetta ţá blöndur Íra viđ Rómafólkiđ? Er ţessi fjöruga írska tónlist kanski ađ hluta frá Sígaunum?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 4.11.2011 kl. 12:27
Gerđar hafa veriđ margar tilraunir í V-Evrópu ađ hjálpa ţessu fólki til mennta, atvinnu o.fl. en ţađ kćrir sig ekki um ađstođina. Dćmi eru um ađ einstaklingar innan sígaunafjölskyldna sem hafa breytt lífstíl sínum í átt til vestrćnnar menningar, hafi veriđ útskúfađir af fólki sínu og jafnvel drepnir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2011 kl. 12:28
Varđandi ţađ, hvort Írska flökkufólkiđ sé komiđ til vegna blöndunar viđ sígauna, ţá held ég ađ svo sé ekki. Ţeir eru mjög ólíkir útlits, auk ţess sem strangar reglur gilda um mćgđir út fyrir hópinn, sem virđist vera forsenda ţess ađ svona hópar dafni.
Varđandi ţađ, ađ sumir sígaunar hafi tekiđ upp lífsstíl vesturlandamanna, má einnig benda á, ađ margir vesturlandamenn hafi tekiđ upp ţeirra lífsstíl. Til dćmis lifđu margir íslendingar ţannig á góđćristímanum, ađ flakka nánast stöđugt um heiminn. Mađur hitti stundum fólk, sem var nýkomiđ úr einni utanlandsferđ og var á leiđinni í ţá nćstu og ţannig koll af kolli. Í einni veislu sem ég fór í áriđ 2007 voru allir gestirnir nýkomnir úr ferđalagi og voru á leiđ í ţađ nćsta. Ţađ fylgir ţví viss slökun ađ ferđast, má vera ađ fólk sé ađ sćkja í ţađ međ öllum ţessum ferđalögum, án ţess ađ gera sér grein fyrir ţví.
Einnig má segja um ykkur popparana, ađ ţiđ eruđ hálfgerđir sígaunar. Flakkiđ um og spiliđ fyrir pening. Sérstaklega á ţetta viđ um súpergrúppurnar sem ferđast um međ heilu fjölskyldurnar í fjölda ára.
Sveinn R. Pálsson, 4.11.2011 kl. 16:54
Svanur Gísli, bestu ţakkir fyrir ábendinguna.
Jens Guđ, 4.11.2011 kl. 19:15
Gunnar Th., ţađ eru margar hliđar á ţessu. Ţađ mun rétt vera ađ sígaunar geti veriđ grimmir innan hópsins. Hinsvegar munu líka vera mörg dćmi ţess ađ vel hafi til tekist međ ađ rjúfa einangrun sígauna. Sumir hafa náđ ađ koma sér vel fyrir og njóta virđingar bćđi utan og innan sígaunasamfélagsins. Best hefur ţetta gengiđ á Spáni, ađ ţví er mér skilst. Ţar situr eđa sat á spćnska ţinginu einn virtur sígauni. Gott ef hann á ekki einnig sćti á Evrópuţingi og hefur doktorsgráđu.
Sígaunahljómsveitin Gipsy Kings nýtur vinsćlda og virđingar út um allan heim.
Nasistar hafa löngum haft horn í síđu sígauna. Á síđustu öld slátruđu ţýskir nasistar fjölda sígauna. Ég held ađ ţađ hafi veriđ útrýmingaráćtlun í gangi. Nasistar eru enn í dag ađ slátra sígaunum, kveikja í hýbýlum ţeirra og svoleiđis. Ţađ er óskemmtilegt.
Jens Guđ, 4.11.2011 kl. 20:24
Bjarni, ég veit ekkert um ţessa írsku flakkara. Ég held ađ ţeir séu ekki skyldir sígaunum. Dćmigerđ írsk músík er ekki tengd sígaunamúsík. Ég veit ekki hvort írsku flakkararnir eru međ ađra útgáfu af írskri músík.
Jens Guđ, 4.11.2011 kl. 20:27
Sveinn, flökkueđliđ er ríkt í Íslendingum. Ég var einmitt ađ lesa um Auđi djúpúđgu landnámskonu í Hvammi. Hún fór eins og jó-jó á milli Noregs, Orkneyja, Fćreyja, Íslands... Hún gifti börn sín og börn hér og ţar á ţessu flakki. Einn af afkomendum hennar var Ţrándur í Götu í Fćreyjum. Ég hafđi ekki hugmynd um ţađ fyrr en Eivör benti mér á ţetta.
Allar götur síđan hafa Íslendingar veriđ á stöđugu flakki. Á tímabili voru sett höft og bönn á flakk Íslendinga. Ţađ var ómögulegt ađ hafa ţá á ţessu stöđuga flakki.
Jens Guđ, 4.11.2011 kl. 20:34
Ţađ er ótrúlegur misskilningur gagnvart sígaunum, jafnvel í löndum ţađ sem ţeir eru algengir. ţađ er búiđ ađ niđurlćgja ţá og kenna fólki ađ ţeir séu "antisócial", taki létt upp hnífin og steli öllu steini léttara. Og ţeir stela. Enn ekkert meira enn ađrir ţjóđflokkar. Ţađ sést á tölum úr fangelsum á Vesturlöndum ađ ţeir eru ekkert sérlega áberandi miđađ viđ ađra ţjóđfélagshópa.
Ţađ er eđlilegt ađ ţetta fólk sé á flakki ţví ţađ á ekkert land. Ţeir hafa ekki gert eins og Gyđingar, rifiđ síđu úr biblíunni og látiđ ţinglýsa ţví sem afsali fyrir landi sem ţeir aldrei hafa átt.
Mér líkar vel viđ "Róma" eins og ţeir eru víđa kallađir, lisrćnir, skapmiklir og oftast skemmtilegir. Mér er alveg sama ţó ţeir steli, ţeir stela aldrei til ađ safna auđi, bara til ađ gefa börnum sínum mat....
Rómafólk hefur alla vega vit á ţví ađ vilja ekki vestrćna menningu. Enda er komiđ í ljós í dag ađ um er ađ rćđa ómenningu og mistök sem gćti leitt til ţess ađ tugmilljónir manna neyđast til ađ fara ađ lifa eins og Rómar. Ţá verđur ţađ líklegast ţeirra hlutverk ađ kenna fólki sem hefur orđiđ undir í báráttunni ađ halda uppi dauđadćmdum vestrćnum lífsstíl, ađ lifa af.
Óskar Arnórsson, 4.11.2011 kl. 22:05
Óskar, takk fyrir ţetta áhugaverđa og fróđlega innlegg.
Jens Guđ, 4.11.2011 kl. 22:30
Sérfrćđingur segir hérna í Afenpostinum segir ađ viđhorf margra gagnvart romafólki - sé í rauninni bara réttlćting á eigin rasisma
http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/ndash-Romfolk-er-europeere-5352436.html
,,Wippermann pĺpeker at vi gir romfolket skylden for vĺr egen rasisme. De er kriminelle, snyltere, uansvarlige osv., og vĺre holdninger er dermed berettiget. Men rasismen ligger i oss, ikke hos dem.
- Det finnes ingen «sigřynerkriminalitet», selv om det finnes kriminelle romfolk. Og ikke alle fattige er rom, eller alle rom fattige. Fattigdom er et sosialt problem, ikke noe etnisk.
Wippermann avviser at det foregĺr massevandringer av romfolk, slik det kan se ut i media. De fleste er fastboende.
Holocaust
Holdningene til romfolket er nedarvet over ĺrhundrer, som antisemittismen. For jřdene ble det annerledes etter krigen.
- Men hadde det ikke vćrt for staten Israel, hadde vi ikke snakket om Holocaust i dag. Romfolket har ingen stat, pĺpeker han.
For jřdene er Holocaust «Shoah», tilintetgjřrelsen, for romfolket «Porrajmos», fortćrelsen. For ogsĺ de skulle utryddes av nazistene. De ble forfulgt bĺde for sin etnisitet, og fordi de var «bastarder». Gruppen har i liten grad fĺtt krigsskadeerstatning, og sĺ langt bare i Tyskland."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.11.2011 kl. 00:29
Ekki er ţađ nú alveg rétt hjá Óskari ađ ţeir steli bara fyrir börnin sín. Veit ađ ţeir eru býsna stórir í eiturlyfjabraski á Spáni. En hinu er ég sammála ađ skemmtilegir eru ţeir og listrćnir. Ađ fara á alvöru sígauna flamenco show er meiriháttar upplifun. Held ađ önnur eins ástríđa ţekkist varla í tónlist međ öllum sínum dönsum, gítarleik, áslćtti, klappi, steppi og blóđheitri tjáningu.
Leifur (IP-tala skráđ) 5.11.2011 kl. 03:45
Ómar Bjarki, ţađ er klárlega margt til í ţessu hjá Wipperman.
Jens Guđ, 5.11.2011 kl. 08:06
Leifur, ţađ er nćsta víst ađ misjafn sauđur sé í jafn fjölmennum hópi og sígaunum sem telur fjölda milljóna. Allt upp í 5 - 8 millur. Ţar fyrir utan skilst mér ađ mikill munur sé á hinu og ţessu í viđhorfum og hegđunarmunstri sígauna eftir ţví hvort ţeir teljast vera spćnskir, búlgarskir, rúmenskir eđa annađ.
Jens Guđ, 5.11.2011 kl. 08:11
Ég var á rölti á Karl Joans Gate í Oslo í sumar og var međ popp poka í hendi. Ţá veifađi einn sígauninn pappamálinu ađ mér. Ég hellti smá poppi í glasiđ og hann varđ hissa. Svo klappađi ég honum á kollinn og brosti til hans. Hann var mjög hissa og leit ofaní glasiđ sitt. Ţess má til gamans geta ađ ég var frekar drukkinn.
Siggi Lee Lewis, 5.11.2011 kl. 12:35
Leifur. Já já ţađ eru sígaunar til í öllum málaflokkum. Og sem eiturlyfjabarónar líka. Og bara á norurlöndum er stór munur á kúltur líka. Vilja íslendingar vera vera undir sama hatti og sígaunar sem ţjóđfélagshópur? Rćđur útlenskur banki einhverntíma íslending í bankastörf? Er til heiđarlegur íslendingur?
Fordómar knúiđ áfram af fólki sem međ slćma samvisku er ákveđin mannsort. Ţeir eru til í öllum löndum og algengir á Íslandi. Eiginlega hryllilega margir miđađ viđ fjöldan á landinu. Hegđunarmunstur unglinga á Vestfjörđum er t.d. allt öđruvísi enn hegđunarmunstur unglinga í Reykjavík...
Um hvađ snýst umrćđan? Hvort íslendingar séu betra fólk enn sígaunar? Alls ekki...ég er međ reynslu af báđum og myndi heldur kjósa ađ lifa í kringum sígauna enn landann yrđi ég ađ velja...
Óskar Arnórsson, 5.11.2011 kl. 13:27
Ađeins meir um íra og sígauna, hér er td. smá youtube stúfur. Greinilegt ađ eitthvađ hafa nú einhverjir fengiđ hjá einhverjum!
http://www.youtube.com/watch?v=fxTeoSlrXTg&feature=related
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 5.11.2011 kl. 16:46
ţađ má koma ţvíađ, ađ roma-fólk á 500-600 ára sögu á Norđurlöndum. Má til dćmis hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Norwegian_and_Swedish_Travellers
Ađ ţađ er margt fróđlegt ef mađur fer ađ lesa um ţetta. Ţeir koma td. til Danmerkur um 1400 - og ţá er ţeim tekiđ ágćtlega. (mađur spyr sig hvort enginn hafi ratađ til Íslands á ţeim tíma)
Ennfremur er hćgt ađ komast ađ ţví ađ annar hópur svona farandmanna er í Noregi. Og ţá innfćddur, ađ mér skilst, og eldri en Roma-Fólk. Dáldiđ merkilegt. ţarf ađ skođa betur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.11.2011 kl. 19:46
Ziggy Lee, ţetta var fallegt af ţér. Poppkorn er hollt og ţađ hefur jákvćđ áhrif á alla ađ fá klapp á kollinn.
Jens Guđ, 6.11.2011 kl. 00:28
Óskar, góđir punktar hjá ţér.
Jens Guđ, 6.11.2011 kl. 00:28
Bjarni, takk fyrir ţetta. Ég á ţetta lag međ bandaríska vísnasöngvaranum Woody Guthrie frá ţví um miđja síđustu öld. Ţar er lagiđ sagt vera skoskt.
Reyndar eru margir af ţekktustu írsku pöbbasöngvum skoskir. Til ađ mynda "Dirty Old Town" sem ţekkt er í flutningi The Dubliners og The Pouges.
Jens Guđ, 6.11.2011 kl. 00:31
Ómar Bjarki, bestu ţakkir fyrir ţennan fróđleik.
Jens Guđ, 6.11.2011 kl. 00:32
Jú ađ uppruna er textinn og trúlega lagiđ líka, skoskt (skylt er írska skeggiđ skosku hökunni)og vísar til ţess ţegar mađur nokkur af Roma kyni "fíflađi" kastalafrú eina og fékk bágt fyrir af hálfu lordsins! Annađ lag viđ texta um sama efni ţekkjum viđ Íslendingar öllu betur, ţökk sé snillingnum Jónasi Árnasyni. Ţađ er nú líklega írskt.
http://www.youtube.com/watch?v=apFNX0M8-wg&feature=related
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 6.11.2011 kl. 10:05
Bjarni, takk fyrir myndbandiđ. Ţađ er líklegt ađ ţetta lag sé írskt.
Jens Guđ, 6.11.2011 kl. 12:39
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.