16.11.2011 | 04:28
Refsilaust barnaníð
Dómurinn yfir sjómönnunum sem níddust á barni í tíu daga sjóferð skilur eftir ótal spurningar. Það er ljóst að þeir fjórir barnaníðingar sem voru ákærðir eru svo brenglaðir og hættulegir að börnum stafar mikil ógn af þeim. Þeir mega alls ekki vera inni á heimili þar sem börn eru. Áreiðanlega eru þetta ekki fjölskyldumenn.
.
Lýsingar á hrottaskap þeirra á barninu eru skelfilegar. Og ekki síður afstaða pervertanna til framkomu sinnar. Þeir fullyrða meðal annars hver um annan þveran að kynferðisleg áreitni gagnvart barni sé ekki refsiverð. Reyndar hafa þeir að nokkru leyti rétt fyrir sér, sé mið tekið af dómi héraðsdóms Reykjaness. Þar er níðingunum sagt að ef þeir hagi sér vel í nokkrar vikur þá sé þetta allt í lagi. Þeir þurfi hvorki að taka út refsingu í fangelsi né greiða fórnarlambi sínu skaðabætur.
Perrarnir vísa ábyrgð frá sér yfir á föður barnsins. Hann hefði átt að grípa í taumana ef það var ekki í lagi að níðast á barninu.
.
Vissulega brást faðirinn í því hlutverki að vernda barn sitt. Hann óttaðist að missa vinnuna þar sem forsprakkarnir í barnaníðinu voru annars vegar besti vinur skipstjórans og hinsvegar náfrændi skipstjórans. Níðingsverk óþokkanna eru í engu saklausari þó faðirinn hafi ekki hindrað þau. Þvert á móti. Barnið var ennþá varnarlausara og örvæntingarfyllra fyrir bragðið.
.
Vesældómur pervertanna er þeim mun svívirðilegri sem þeir voru tveir og tveir saman að níðast á barninu í grófustu kynferðisbrotunum. Og bíta höfuðið af skömminni með því að kalla níðið "væga busun". Hverjar eru hugmyndir perranna um aðrar útfærslur á busun - fyrst þeir kalla barnaníð væga útgáfu?
.
Barnaníðingunum ber saman um að mórallinn um borð hafi verið fínn og léttur. Þar hafi þeir stöðugt verið að atast í rassinum hver á öðrum og riðlast hver á öðrum "eins og gangi og gerist á sjó". Mórallinn hafi verið góður og grófur á þennan hátt "eins og alltaf um borð í skipum".
Á fésbók og víðar hafa sjómenn mótmælt háttalagi perranna. Sjómenn almennt kannast ekki við þessa gengdarlausu ásókn í rassinn á skipsfélögum og þörf fyrir að hjakkast endalaust á þeim.
.
Hvernig ætli skipstjórinn hafi tekið á þessu? Er hann sáttur? Eru barnaníðingarnir ennþá í vinnu hjá honum?
Hvað með útgerðina?
.
Það er aðdáunarvert að drengurinn skuli hafa kært pervertana. Hann stendur með sjálfum sér, fer gegn óréttlæti og er mikið í mun um að sér sé trúað. Hann er hetja.
.
Níddust á 13 ára dreng í veiðiferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:21 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.4%
With The Beatles 4.0%
A Hard Days Night 3.8%
Beatles For Sale 4.0%
Help! 6.4%
Rubber Soul 8.8%
Revolver 14.7%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 14.0%
Magical Mystery Tour 2.4%
Hvíta albúmið 9.7%
Let It Be 2.1%
Abbey Road 17.5%
Yellow Submarine 2.1%
422 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 10
- Sl. sólarhring: 122
- Sl. viku: 1028
- Frá upphafi: 4111513
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 861
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Flestum er sama um barnið. Og sagan heldur áfram.
Birkir (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 04:56
Á þessum dalli hafa náð saman hinir mestu vanvitar og níðingar; Það er óskiljanlegt að enginn þarna hafi barið í borðið, eða í hausinn á þessum níðingum.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 09:14
Algjörlega sammála þér, Jens.
Mér finnst með ólíkindum hvað þeir sem dæmdir voru sekir að þessari svívirðilegu (og refsiverðu) hegðun gagnvart barni fengu vægan dóm.
Eins finnst mér stórfurðulegt að nöfn hinnar seku, nafn skipsins, skipstjórans og útgerðarfyrirtækisins skuli ekki hafa verið birt í fjölmiðlum,mér vitanlega.
Agla (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 09:23
Þögnin um nöfn níðinga.. það er besti vinur þeirra.. og mesti óvinur fórnarlamba: Um leið og fórnarlambi er sagt að enginn megi vita hvað var gert við það/hver það var; Þá er verið að segja fórnarlambinu að það sé sekt, að það þurfi að skammast sín.
Og níðingurinn hrósar happi og heldur áfram að níðast...
Það verður að taka þagnarmúrinn í kringum níðinga í burtu, það er eina leiðin
DoctorE (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 09:40
Hver er ástæðan fyrir því að nöfn þeirra sem dæmdir voru sekir um þessi lögbrot hafa ekki verið birt?
Agla (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 10:48
Þetta er frekar einkennileg lýsing á móralnum til sjós, en sjálfur hef ég verið sjómaður alla tíð.
Menn tala stundum á ansi ruddalegan hátt, svona í einhverjum fíflagangi og oft getur húmorinn orðið ansi svartur, en í rauninni er þetta saklaust grín.
Aldrei hef ég vitað til þess að menn séu að fikta í rassinum hver á öðrum og slá á afturenda skipsfélaganna.
Ég gæti ímyndað mér að þeir menn sem ég hef verið með til sjós og ég sjálfur, yrðum öskuillir ef einhver skipsfélagi færi að klappa manni á afturendann, ég kæri mig ekki um svoleiðis og ég þekki engan sem gerir það.
Ofbeldið gagnvart drengnum flokkast sem kynferðisofbeldi og ekkert annað, þess vegna skil ég ekki þennan væga dóm.
Sættir dómskerfið sig virkilega við það, að menn geti veifað getnaðarlim sínum framan í þrettán ára ungling?
Ef svo er, þá verður að fara fram endurskoðun á lögum varðandi kynferðisofbeldi og hreinsa til í dómskerfinu, vitanlega er ekki í lagi að gera svona við varnarlausan unglingspilt, það hljóta allir að sja og sem betur fer fordæma allir sjómenn sem ég þekki, þennan ljóta verknað.
Jón Ríkharðsson, 16.11.2011 kl. 14:07
það er óneitanlega athyglisverð þessi lýsing hjá þeim hvernig þetta gangi fyrir sig á sjó - og nb. þeim ber öllum saman um það og í framsetningu texta dómsins þá er eins og höfundur dómstexta meðtaki það líka og samþykki. þ.e.a.s. til sjós þá eru menn alltaf að klappa hvor öðrum á rassinn og riðlast hvor á öðrum. þeir taka þó fram að það hafi ekkert verið neitt kynferðislegt heldur svona léttur húmor. þetta er merkilegt. Og þá er líklega svona goggunarröð. Sá efsti í goggunarröðinni má klappa öllum og riðlast á öllum og svoleiðis gengur þetta niðureftir röðinni etc.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.11.2011 kl. 22:42
Birkir, vonandi hefur umræðan orðið nágu hávær til að halda örlítið aftur af svona barnaperrum. Og þó. Það er víst erfitt að hafa hemil á svoleiðis.
Jens Guð, 18.11.2011 kl. 21:43
DoctorE, það er kannski ekki of seint eða útilokað að einhver eigi eftir að taka í hnappadrambið á perrunum.
Jens Guð, 18.11.2011 kl. 21:45
Agla, nöfn barnaníðinganna hefur ekki verið birt. Hin nöfnin hafa komið fram.
Það er merkilegt að bera þennan refsilausa dóm yfir perrunum saman við dóm sem kona nokkur fékk á dögunum. Sú stal 6000 króna inneign á síma sinn. Hún fékk 15 mánaða dóm. Þar af verður hún að sitja af sér í fangelsi að minnsta kosti 3 mánuði.
Dómstólar skilgreina þjófnað upp á 6 þúsund kall sem mun glæpsamlegra en að fjórir pervertar níðist á bjargarlausu barni í 10 daga.
Jens Guð, 18.11.2011 kl. 21:51
DoctorE (#4), ég er sammála þér.
Jens Guð, 18.11.2011 kl. 21:53
Agla (#5), í fyrsta lagi er það til að vernda fórnarlambið - að sögn. Í öðru lagi er víst einhver þumalputtaregla - að mér skilst - að þegar um svona refsilausan dóm er að ræða í slíku máli þá gildi nafnaleynd.
Jens Guð, 18.11.2011 kl. 21:58
Jón, þessir pervertar eru sem betur fer ekki dæmigerðir sjómenn. En þarna hafa þeir örfáu í stéttinni náð saman.
Jens Guð, 18.11.2011 kl. 22:02
Ómar Bjarki, í þessu tilfelli virðist sem svo hafi verið.
Jens Guð, 18.11.2011 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.