Bestu jólalögin?

  Vinsælasta tónlistarblað heims,  hið bandaríska Rolling Stone,  leitaði á dögunum til lesenda sinna.  Erindið var að fá þá til að velja bestu jólalög allra tíma.  Viðbrögðin létu ekki á sér standa.  Lesendur brettu upp ermar í hasti og einhentu sér í verkefnið.  Niðurstaðan er áhugaverð þó ekki sé hægt að segja að hún komi verulega á óvart.  Nema kannski vegna þess að öll lögin eru ensk eða bandarísk.  Það er eins og lagahöfundar annarra landi séu algjörlega óhæfir þegar kemur að því að semja og flytja jólalög.

2. The Pogues & Kirsty McColl - 'Fairytale Of New York'

3. Queen - 'Thank God It's Christmas'


4. Mariah Carey - 'All I Want For Christmas Is You'


5. Bruce Springsteen - 'Santa Claus Is Coming to Town'


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir þetta Jens

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.12.2011 kl. 21:51

2 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 5.12.2011 kl. 22:53

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir þetta kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2011 kl. 11:20

4 Smámynd: Ómar Ingi

White XMS er ávallt best með BG

hérna er smá Norðurlandagrín úr sportinu

http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/1209782/

Ómar Ingi, 6.12.2011 kl. 23:55

5 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 7.12.2011 kl. 20:53

6 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  bestu þakkir fyrir myndbandið.  Ég hló mig máttlausan yfir norsku fótboltamönnunum.

Jens Guð, 7.12.2011 kl. 20:54

7 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

John Lennon bjargaði þessu.Hef alltaf haf svolítið ofnæmi fyrir jólalögum.Tala ekki um Islensk jólalög,ömurleg,hvað er í gángi??

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 10.12.2011 kl. 21:50

8 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg,  Lennon var virkilega góður lagahöfundur og túlkandi þegar best lét.  Inn á milli var hann fullur og dópaður og ekki alltaf upp á sitt besta.  Jólalagið hans er alveg vel að því komið að vera kosið besta jólalagið - þó að ég hafi ennþá meira gaman af jólalagi The Pouges.  Íslensk jólalög eru mörg hver ekki skemmtileg.  Það er þó ekki algilt.

Jens Guð, 11.12.2011 kl. 02:02

9 identicon

Slade, Merry Christmas, það toppar það ekkert

http://www.youtube.com/watch?v=0A8KT365wlA

Þórður Bogason (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 17:24

10 Smámynd: Jens Guð

  Þórður,  þig rámar kannski í að ég var með einskonar Slade-æði á unglingsárum.  Keypti allar þeirra plötur og skrifaði Slade nafnið stórum stöfum á skólatöskuna mína.

Jens Guð, 11.12.2011 kl. 23:14

11 Smámynd: Jens Guð

  Ég sé að spilun á Pakkaþukkli er að tikka inn á youtube. 

Jens Guð, 11.12.2011 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.