7.12.2011 | 22:42
Ævintýralegar glæsikerrur
Sem unglingur var ég með netta bíladellu. Ég átti Ford Torino GT Super Sport. Hann var ´71 módel, búinn ýmsu sem þá þótti nýstárlegt og framandi en varð síðar algengt í bílum. Til að mynda rafdrifnar rúður, stefnuljós sem blikkuðu þrjú í röð í þá átt sem beygja átti. Framljós sáust ekki fyrr en kveikt var á þeim. Þá opnaðist "grillið" eins og augnlok. Á hliðum hans var sjálflýsandi rönd. Það gerði bílinn dálítið flottan þegar skyggni var lélegt.
Á þriðju efstu myndinni hér fyrir ofan er ég lengst til vinstri. Því næst Viðar Júlí Ingólfsson á Reyðarfirði, trommari í Frostmarki og Jörlum. Margir sjá sterkan svip með honum og Andra Frey á rás 2. Þeir eru feðgar. Svo er það Stebbi bróðir, trommari í Hljómsveit Svanhildar. Lengst til hægri er Guðmundur Rúnar Ásmundsson (Bauni), eigandi Benzins. Benzinn endaði sína daga þegar Guðmundur ók honum ölvaður á góðri ferð fram af bryggja í Nauthólsvík. Bíllinn sveif glæsilega fram af bryggjunni og mölbrotnaði á grjóti í fjörunni. Guðmundur vatt sér út úr bílnum og kallaði til okkar sem horfðum á í forundran: "Allir út að ýta!" En bíllinn var í klessu og ekki hægt að ýta í neina átt. Andlát þessa bíls kom í fréttum dagblaða.
Á fjórðu myndinni er Viðar lengst til vinstri. Sigurður H. Einarsson þar fyrir framan. Stebbi fyrir aftan. Ég og Guðmundur lengst til hægri.
Tórinóinn minn vakti mikla athygli og var af sumum (kannski aðallega mér) talinn flottasti bíll landsins á þeim tíma. En það eru til fleiri flottir bílar:
Þetta er ekki lengsti skráður fólksbíll. En assgoti flottur: Með skyggðum hliðarrúðum og hurðum sem opnast upp.
Þessi er skráður í heimsmetabók Guinnes sem lengsti fólksbíllinn (vörubílar með tengivagna eru ekki taldir með). Bílastæðismál eru honum erfið. Sem og snarpari beygjur.
Þetta er einn bíll. Rauði fólksbíllinn er ljósmynd límd á þann svarta.
Hér er um að ræða tilþrifamikla túlkun á sjávarfangi og sjóstemmningu.
Hér er ennþá lengra gengið í að því tengja sjávarstemmnginu við bílinn.
Humarhúsið toppar.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Lífstíll, Samgöngur, Spaugilegt | Breytt 9.12.2011 kl. 00:36 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1028
- Frá upphafi: 4111553
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Þessi efsti er flottastur, og svo gaurarnir :):)
Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2011 kl. 10:03
Glæsilegur þessi Torino,er hann til ennþá einhversstaðar.?
Númi (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 11:26
Ég fann einn flottan "sjávarfangs"bíl í Mississippi. Hann er í eigu Catfish verksmiðju sem að ég vann talsvert í. Linkurinn á snoppuskinnu síðuna mína og myndina er hér. (Það eru 3 myndir, bara fletta áfram).
Heimir Tómasson, 8.12.2011 kl. 12:43
Nú og svo eru það náttúrulega bílar sem athafna sig á láði og legi!
http://www.youtube.com/watch?v=JwdDFKMg2eY&feature=related
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 19:29
Það eru nú margir amerísku gæðingarnir frá þessum tíma sem vildi óska að hefðu varðveist,þessi Torino væri flottur á rúntinum í dag ;o)
Casado (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 22:47
Ásdís, takk fyrir það
Jens Guð, 9.12.2011 kl. 01:31
Númi, ég veit ekki hvort að hann er ennþá til. Það kæmi mér þó ekki á óvart. Fyrir mörgum árum sá ég hann auglýstan til sölu. Ég man ekki hvort það var fyrir 15 árum eða svo. Kannski 20. Þannig að honum var alla vega lengi haldið vel við.
Jens Guð, 9.12.2011 kl. 01:36
Heimir, takk fyrir myndirnar. Þetta er assgoti töff útfærsla.
Jens Guð, 9.12.2011 kl. 02:47
Bjarni, takk fyrir myndbandið. Það er magnað. Á sjöunda áratugnum þurfti maður nokkur að fara af og til yfir þokkalega vatnsmikla og straumharða á norður í Skagafirði. Maðurinn var á Volkswagen bjöllu. Hann notaði þá aðferð að fara yfir þar sem áin var dýpst (til að rekast ekki á steina). Svo brunaði hann yfir líkt og þessi á Dodginum.
Jens Guð, 9.12.2011 kl. 02:57
Casado, ég hef grun um að bíllinn sé enn í umferð. Hann var það fyrir 15 eða 20 árum eða svo.
Jens Guð, 9.12.2011 kl. 02:58
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 10.12.2011 kl. 21:42
Og ég sem hélt mig þekkja þig elsku vinur!
Aldrei hefði ég trúað því að þú hefðir haft bíladellu - eða hefðir.
En það er kannski gagnkvæmt því ég er haldin nettri slíkti dellu - aðallega fyrir þeim eðalbílum Jagúar!
Svona erum við skrítnir!
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 00:52
Sibba, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 11.12.2011 kl. 01:34
Guðmundur minn kæri, ég held að það sé algengt að ungir menn fái bíladellu. Eða var að minnsta kosti í mínu ungdæmi. Það var rosalega gaman að stússa í Tórinóinum. Ég hækkaði hann upp að aftan og dundaði við að setja í hann allskonar aukadót. Svo var ekki verra að hann hafði aðdráttarafl á stelpur þegar maður var á rúntinum og hékk niðri á Hallærisplani, sem svo var kallað. Hann reddaði manni nokkrum kærustum. Svo gerðist ég ráðsettur fjölskyldumaður og bíladellan fjaraði út. Í dag þekki ég ekki bílategundir í sundur og ek um á litlum sendibíl. Man ekki einu sinni tegundina.
Jens Guð, 11.12.2011 kl. 01:44
Sorry aldrei kölluð Sibba en á Italiu var ég alltaf kölluð Síba sem hljómar miklu fallegra.Hata sibbu er eins og subba. ( Alltaf gaman að lesa þitt blogg.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 11.12.2011 kl. 22:06
Minn kæri vinur alltaf hef ég verið kölluð með mínu hundleiðinlega nafni Sigurbjörg.Afhverju meigum við ekki velja okkar nafn sjálf,hef aldrei elskað nafnið mitt en það er límt til æviloka.Á eina dóttur og hún skírðist þegar hún fermist 8 ára(hennar val)Við vildum að hún hefði sínar skoðanir um sitt nafn.Hún elskar sitt nafn sem á eftir að vera með henni allt lífið .
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 11.12.2011 kl. 22:13
Sigurbjörg, ég biðst velvirðingar á að hafa ruglað saman Síbu og Sibbu nafni. Frænkur mínar og fleiri mér kunnugar sem heita Sigurbjörg eru allar kallaðar Sibba. Auðvitað áttu sjálf að ráða hvað þú ert kölluð. Fátt stendur fólki nær en nafnið.
Hitt er annað mál að viðhorf til nafna annarra ræðst oft af því hvernig manni líkar við enn aðra sem bera sama nafn eða viðkomandi. Þess vegna velja sumir foreldrar börnum sínum nöfn í höfuð á einhverjum sem þeir hafa dálæti á.
Jens Guð, 11.12.2011 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.