9.12.2011 | 21:55
Jólahlaðborð á BSÍ
Ég er dálítið í því þessa dagana að kíkja á jólahlaðborð. Jafnframt smakka ég á því sem þar er í boði. Það er svo gaman. Og bragðgott. Á Umferðarmiðstöðinni í Vatnsmýri, BSÍ (Bifreiðastöð Íslands) er veitingastaður sem heitir Fljótt og gott. Staðurinn stendur undir nafni. Þar er daglega hægt að velja úr fjölda heimilislegra rétta á verðinu frá 1290 kr. til um það bil 2000 kr. Réttirnir eru afgreiddir tilbúnir úr hitaborði. Meðlæti er að finna í salatbar. Innifalið í verði er súpa og kaffi.
Þetta er alveg ljómandi góður kostur.
Þessa dagana býður Fljótt og gott daglega upp á jólahlaðborð til klukkan 16.00. Það kostar 2490 kall og er eins og sameinað jólahlaðborð Húsasmiðjunnar og Byko. Um þau jólahlaðborð má léttilega lesa með því að smella á þessa slóð: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1204452/
Á jólahlaðborði Fljótt og gott er úrval síldarrétta. Þar er einnig graflax og reyktur lax. Til samanburðar við sjávarrétti Húsasmiðjunnar er í tilfelli Húsasmiðjunnar reyktur lax, rækjur og túnfiskur. Gallinn er sá að laxinn klárast fljótt og nýr sjávarréttabakki er ekki borinn fram fyrr en túnfiskurinn og rækjurnar eru einnig búin. Það er því hending (og heppni) að ná laxbita. Á BSÍ er engin hætta á slíku. Það er alltaf til nóg af laxi.
Eins og í Húsasmiðjunni og Byko er á BSÍ boðið upp á heita pörusteik. Eins og í Húsasmiðjunni er einnig í boði byonskinka og heitar partýpylsur. Þær eru betri á BSÍ. Ég held að þær séu steiktar en ekki soðnar eins og í Húsasmiðjunni.
Allir staðirnir eru með sykraðar kartöflur. Eins og í Bykó er á BSÍ hangikjöt, soðnar kartöflur og jafningur. Það sem Fljótt og gott hefur umfram hina staðina er heitar litlar kjötbollur og reykt nautstunga. Hún er lostæti.
Eins og í Byko er á BSÍ er "ris a la mande" í eftirrétt. Að auki er á BSÍ ostaterta í eftirrétt.
Niðurstaðan er sú að örlítið dýrara jólahlaðborð Fljótt og gott í samanburði við Húsasmiðjuna og Byko er fyllilega þess virði. Samanburðurinn er samt ekki alveg sanngjarn. Húsasmiðjan og Byko nota (og niðurgreiða) jólahlaðborð sín til að lokka viðskiptavini á staðinn. Þaðan fara þeir út hlaðnir vörum sem viðskiptavinir kaupa þar í leiðinni. Sjálfur hef ég ósjaldan mætt þangað í jólahlaðborð og gengið út með skrúfjárn, ofnlykil, málningarvörur, leikföng, úlpu og sitthvað fleira. Eitthvað sem ég ætlaði ekki að kaupa þegar mætt var á staðinn. Bara eitthvað sem ég hef rekist á og gripið með mér í leiðinni. Ég hef horft upp á aðra maula jólamat með troðfullar innkaupakerrur sér við hlið.
Í dag var - að ég held - jólahlaðborð í Kænunni í Hafnarfirði á 1900 kall. Ég ætlaði að kíkja á það en gleymdi því og var allt í einu pakksaddur á BSÍ. Sæll og sáttur.
Næst ætla ég að mæta á jólahlaðborðið á Hótel Loftleiðum.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Fjármál, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Breytt 11.12.2011 kl. 01:31 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 30
- Sl. sólarhring: 42
- Sl. viku: 1054
- Frá upphafi: 4111579
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 883
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Góður, það væri gaman að fara með þér í svona vettvangsrannsókn.
Sigurður Þórðarson, 9.12.2011 kl. 22:18
Oiiibara hvernig geturðu borðað svona mat??? Þú veist ekkert hvað þú ert að setja í þinn maga.Borða aldrei á hlaðborðum né sallatsbörum.Aldrei fólk hóstar,hnerrar setur puttana í matin sem þú ert að setja svo upp í þig,oh nei.Myndirðu setja drullu í bílinn þinn og vona að hann gángi??
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 10.12.2011 kl. 21:31
Hef keypt mér mat í mjóddinni í neidd (sem er tilbúinn) lambalæri með meðlæti ´borgað 1030 krónur borðað það í 3 máltiðir, er fyrir 1 en 2 sneiðar með meðlæti nægir mér í 3 smámáltíðir en mér hefur aldrei liðið vel á eftir og mig grunar að það sé askotans sósan,veit ekki svo ég held mig við simple food sem ég kúkka heima.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 10.12.2011 kl. 21:39
Sigurbjörg, það er nú bara gott fyrir varnarkerfi líkamans að maður láti ofan í sig mat sem fólk er búið að hósta og hnerra yfir. Í dag fór ég á hlaðborð þar sem löng röð myndaðist. Næst á undan mér í röðinni var kona í meiriháttar góðum holdum. Röðin gekk hægt. Konan notaði tímann vel og stakk stöðugt upp í sig bitum af borðinu á meðan röðin mjakaðist áfram. Konan sleikti síðan og saug fingur sína á milli bita og greip síðan með rennvotum fingrunum um skeiðar, gafla, ausur og önnur áhöld sem notuð voru til að færa matinn á diska. Áhöldin voru þess vegna blaut af slefi konunnar þegar ég notaði þau. En ég kippti mér ekkert upp við það. Sum áhöldin voru þó óþægilega sleip þegar ég notaði þau.
Jens Guð, 11.12.2011 kl. 01:27
Siggi, við þurfum að kikja saman á svona jólahlaðborð.
Jens Guð, 11.12.2011 kl. 01:28
Uhhu,ekki girnilegt kæri vinur,oh nei betra að elda pakkasúpu heima.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 11.12.2011 kl. 22:01
Sigurbjörg, ég elda ekki. Það er minni fyrirhöfn að stökkva inn á gólf á veitingastöðum og kaupa tilbúinn mat, eins og hlaðborð. Þannig losnar maður einnig við að eiga lager af smjörlíki, pipar, salti, sykri o.s.frv.
Jens Guð, 11.12.2011 kl. 22:57
Mér finnst virkilega gaman að fylgjast með skrifum þín ,þú stendur þig vel sem áhugaMaður ,þú getur séð mína dóma inn á www.freisting.is en ég er lærður matreiðslumeistari
kv sverrir
sverrir Halldorsson (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.