Einkennileg uppákoma leigubílstjóra

leigubílar

  Ég fékk karöflu í skóinn í morgun.  Það lagðist frekar illa í mig.  Ég taldi mig hafa hagað mér vel.  En svo tók ég gleði mína á ný þegar ég fór að fá mér matarbita á Umferðarmiðstöðinni.  Í anddyrinu mættust tveir vel fullorðnir eldri leigubílstjórar í góðum holdum.  Annar sagði:  "Ég var að frétta af því að þú hafir setið undir gamalli konu í gær á tröppum í Hlíðunum."

  Hinn:  "Helvítið hann Guðmundur.  Ég sagði honum þetta í trúnaði.  Hann er búinn að kjafta þessu út um allt."

  Leigubílstjóri #1:  "Hvað var í gangi?"

  Hinn:  "Ég var að hjálpa fótafúinni gamalli og feitri kellingu út úr bílnum.   Svo datt ég aftur fyrir mig með hana í fanginu á tröppurnar.  Ég er sjálfur svo slæmur til fótanna að ég gat mig hvergi hreyft.  Gamla konan ekki heldur.  Ég sat þess vegna með hana í fanginu á tröppunum í töluverðan tíma þangað til að gangandi vegfarandi hjálpaði okkur á fætur.  Þetta var afskaplega vandræðalegt og ekkert til að gera grín að." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 13.12.2011 kl. 12:38

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Æðislega finnst mér þetta rómantísk saga ;) veistu nokkuð hvort leigubílstjórinn fékk símanúmerið hennar, eða hvort honum hafi verið boðið heim eða eitthvað?

Láttu vita þegar þú ert búin að frétta eitthvað af þessu máli. Hef ekki meiri tíma. Þarf að koma þessu á Facebúkkina, Tvitter og fleiri staði. Það verður að láta fólk fylgjst með málum...

Óskar Arnórsson, 13.12.2011 kl. 14:54

3 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 14.12.2011 kl. 21:32

4 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  ég veit ekki hvert framhaldið varð.  Kona sem situr í fangi karls í korter hlýtur að ná að kynnast honum nokkuð vel.  Og þau hvort öðru.  Mér þykir líklegt að hún hafi kvittað fyrir sig með því að bjóða honum upp á kaffi og kleinu.  Síðar hafi hún boðið honum aftur og í það sinn upp á rjúkandi heitt súkkulaði og pönnukökur með rjóma.  Meira þori ég ekki að giska á. 

Jens Guð, 14.12.2011 kl. 21:36

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

... jæja, æfintýrin gerast enn og þetta verður væntanlega bók og bíómynd í framhaldinu...Leigibílstjórinn I, Leigubílstjórinn II og Leigubílstjórinn III .... ;)

Óskar Arnórsson, 15.12.2011 kl. 01:44

6 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  góður!

Jens Guð, 15.12.2011 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.