Veitingahússumsögn: Skötuveisla

skata-a

-  Staður:  Studio 29

-  Staðsetning:  Snorrabraut 29

-  Réttur:  Skötuveisla

-  Verð:  1500 kr.

-  Einkunn:  **1/2  (af 5)

  Studio 29 er á horni Laugavegs og Snorrabrautar.  Þetta er millifínn veitingastaður.  Þar er nú boðið upp á skötuveislu alla daga fram til klukkan 9 á kvöldin.  Gestir skammta sér sjálfir af hlaðborði á diska.  Í boði er kæst beinhreinsuð skata,  saltfiskur,  rófur,  kartöflur,  hamsaflot,  hangiflot og rúgbrauð með smjöri.  Fyrir þetta eru greiddar 1500 krónur.  Það er gott verð.  Maturinn er einnig góður.  Nema skatan.  Hún er ansi bragðdauf.  Eiginlega bragðlaus.  Ég fæ mér ekki aftur skötu þarna.  Hinsvegar er alveg upplagt að fá sér saltfisk og meðlæti. 

  Fyrir þá sem hræðast kæsta skötu er ágætt að prófa hana í Studio 29.  Hún bítur ekki. 

  Hér má sjá umsögn um skötuveislu á Sjávarbarnum:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1211935/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2011 kl. 11:25

2 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

  en væri til í saltfiskinn.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 24.12.2011 kl. 12:36

3 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Sæll Jens

Djöfull ertu búinn að gadda í þig skötunni á aðventunni. Maður eiginlega öfundar þig!!

Valmundur Valmundsson, 30.12.2011 kl. 16:08

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég öfunda eiginlega sjálfan mig fyrir að hafa komist í þessar skötuveislur.

Jens Guð, 5.1.2012 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.