14.1.2012 | 01:20
Veitingahússumsögn
.
- Veitingastaður: Hrói höttur, Hringbraut
- Réttur: Pönnusteiktur fiskur
- Verð: 1890 kr.
- Einkunn: **** (af 5)
.
Fátt er betra en pönnusteiktur fiskur. Einkum ef ekki er troðið utan á fiskinn raspi, deigi eða öðru slíku. Pönnusteiktur fiskur í Hróa hetti er eins og best verður á kosið. Snöggsteiktur strípaður en nógu vel til þess að hann er fagurlega brúngullinleitur á báðum hliðum, stökkur yst en mjúkur og þéttur að innan.
Þetta er þorskur. Það er gott. Hann er bragðsterkari og betri en hræætan ýsa, sem því miður er víðast boðið upp á þegar réttur heitir pönnusteiktur fiskur.
Fiskstykkin eru tvö og nokkuð stór. Bökuð kartafla var næstum því of lítil til að duga með þeim. Eflaust er bakaða kartaflan stundum örlítið stærri - ef ég þekki bakaðar kartöflur rétt.
Það vantaði smjör eða sýrðan rjóma eða eitthvað slíkt með kartöflunni. Kannski gleymdist það. Afgreiðslustúlkan brá snögg við og sótti smjör þegar á þetta var bent.
Ágætt hefði verið að hafa pipar á borðinu til að strá yfir smjörið á kartöflunni. Í staðinn mátti nota krydd sem kennt er við franskar kartöflur. Það er á borðum ásamt salti.
Þó að bakaða kartaflan væri í smærra lagi þá kom það ekki að sök. Ferska salatið var vel útilátið. Í því var m.a. paprika og agúrkur. Aldeilis prýðilegt.
Á matseðli stendur að sjávarfangssósa sé með pönnusteikta fisknum. Hún var fjarri góðu gamni. Þess í stað var ljúffeng sveppasósa.
Með pönnusteiktum fiski á alltaf að vera örþunn sítrónusneið. Bæði til að útiloka matareitrun (sem að vísu eru litlar líkur á) en öllu fremur upp á bragð að gera. Sítrónusneiðina vantaði. Ekkert stórmál. Áreiðanlega hefði verið auðsótt mál að fara fram á sítrónusneið. Ég hafði bara ekki rænu á því. Þetta var ljómandi gott eins og það var.
Án þess að hugsa út í hvort súpa dagsins væri með í pakkanum fékk ég mér súpu í skál. Það var grænmetis- og núðlusúpa með chili bragði. Dálítið asíuleg og bragðgóð súpa.
Hrói höttur er millifínn veitingastaður. Ég mun oftar fá mér pönnusteiktan fisk þar. Það er góður réttur.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Fjármál, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:26 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.4%
With The Beatles 4.0%
A Hard Days Night 3.8%
Beatles For Sale 4.0%
Help! 6.4%
Rubber Soul 8.8%
Revolver 14.7%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 14.0%
Magical Mystery Tour 2.4%
Hvíta albúmið 9.7%
Let It Be 2.1%
Abbey Road 17.5%
Yellow Submarine 2.1%
422 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 34
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1058
- Frá upphafi: 4111583
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 886
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Mmmm ... algjört lostæti. Ég er samt sökker fyrir kokteilsósu með pönnusteiktum fisk. Man ekki hvaðan ég greip það. Sjálfsagt ekki hollt en á ótrúlega vel saman. En ég nota aldrei sítrónu eins og mörgum finnst svo nauðsynlegt að kreista yfir. Mér finnst sítrónubragðið, jafnvel bara pínulítið af því, bara skemma. Svona réttur kostar um 600 kall á veitingastað í Kína.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 04:18
Ég þarf greinilega að endurskoða Hróa, ég hef bara tengt hann við pizzur. Þetta hljómar mjög vel.
Grrr (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 10:04
Sæll Jens kíktu til mín á Sundlaugaveginn (Fiskbúðin Sundlaugavegi 12) og ég skal redda þér allvöru máltíð á grillið, pönnuna ofninn eða bara til suðu, alltaf ferskur fiskur daglega. Súran hval siginn fisk harðfis og allt milli himins og jarðar......Veru ávalt velkominn.
Kveðja Högni Snær (www.kliddi.blog.is)
Högni Snær Hauksson, 14.1.2012 kl. 20:31
Bergur, takk fyrir þessar upplýsingar. Kokteilsósa er séríslenskt fyrirbæri. Ég þarf að prófa hana með steiktum fiski. Um helgina var mér boðið upp á steiktan fisk með remúlaði. Ég var tregur til. En þegar á reyndi þá passaði hún all bærilega með.
Jens Guð, 15.1.2012 kl. 23:28
Grrr, pizza er ekki matur. En steikti fiskurinn á Hróa er eðal.
Jens Guð, 15.1.2012 kl. 23:29
Högni Snær, bestu þakkir. Súr hvalur er freistandi, svo og harðfiskur. Ég elda aldrei sjálfur. En ég mun tékka á hvalnum og harðfisknum hjá þér.
Jens Guð, 15.1.2012 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.