Ekki er alltaf allt sem sýnist

skyr.is-með-vanillu

  Fólk er ringlað og hefur varann á sér þessa dagana.  Það er hvekkt eftir stöðugar afhjúpanir á því að götusalt hafi árum saman verið notað af helstu matvælafyrirtækjum landsins í matvæli til mannafóðurs.  Og það með blessun Matvælaeftirlitsins,  sem að telur í dag að blessunin hafi verið óheppileg fyrst að upp um hana komst.

  Þetta gerist á sama tíma og virðulegur læknir hefur verið að planta stórhættulegu iðnaðarsílikoni í brjóst á hundruð kvenna.  Jafnvel vændiskvenna.

  Svo er eitrað tannkrem selt í íslenskum matvöruverslunum.  Þar eru enn ein vörusvikin.

  Þá má ekki gleyma baneitruðum útlendum áburði sem borinn hefur verið á íslensk tún.  Eitrið berst síðan með grasi í búfénað og skilar sér loks í formi lærisneiða ofan í íslenska maga.

  Nú var fullyrt við mig,  af fyrrverandi starfsmanni í mjólkuriðnaði,  að sumar vörur sem seldar eru undir nafninu Skyr.is innihaldi ekkert skyr.  Það fylgdi sögunni að þetta væri í góðu lagi.  Þetta megi.  Skyr.is sé nefnilega vörumerki og netsíða sem haldi utan um tilteknar vörulínur en ekki lýsing á vörunni. 

 Ég skoðaði innihaldslýsingu á skyr.is-vörunni sem myndin er af.

 INNIHALD:
Undanrenna, bragðefni, vanillukorn, sætuefni (aspartam, acesulfam-k), lifandi gerlar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er mál til komið að íslendingar taki sig á og ráði því hvað sé selt í verslunum landsins, það mun taka tíma, en er hægt með því að kaupa bara ferskan mat, gera allt frá grunni, veit að það er erfitt að byrja á því en kemst upp í vana.

Það er sama hvar við berum niður mötuninn er óhugguleg og við asnarnir látum glepjast

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2012 kl. 08:00

2 identicon

Blessuð það er fullt af svona baneitruðu stöffi í umferð... eftirlit á íslandi virðist vera framkvæmt af afglöpum og vitleysingum... rétt eins og allt stjórnkerfið eins og það leggur sig.
En verst af öllum eru við, við sem látum þetta viðgangast, við sem kjósum sömu fiflin ár eftir ár...

P.S. Ríkiskirkjan.. er Iðnaðarkirkja.. :Þ)

DoctorE (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 09:32

3 identicon

Er skyr ekki undanrenna og gerlar?  Ekki stendur á osti að hann innheldur ost?

Það stendur á innihaldslýsingunni hvað er í vörunni en ekki hvað hún er. 

Stefán (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 14:37

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gaman að sjá þig DoctorE

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2012 kl. 19:19

5 Smámynd: Jens Guð

  Guðrún Emilía,  Íslendingar eru ömurlegir neytendur hvað það varðar að þeir láta allt yfir sig ganga.  Gott dæmi:  Olíufélagið sem fyrst hækkar bensínverðið hverju sinni þarf ekkert að óttast.  Viðskiptavinir þess færa sig ekki annað. 

Jens Guð, 19.1.2012 kl. 20:34

6 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  það er svo mikið til í þessu hjá þér.

Jens Guð, 19.1.2012 kl. 20:35

7 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  á þeim osti sem á mínum vegi verður stendur jafnan á umbúðum að varan innihaldi ostahleypi.  Á umbúðum annarra skyrvara en skyr.is er gefið upp að varan innihaldi skyrhleypi og skyrgerla. 

  Eins og fram kemur í bloggfærslunni þá hef ég það eftir fyrrverandi starfsmanni í mjólkurbransanum að skyr.is sé vörumerki og vörur undir því merki séu ekki allar skyrvörur.  Innihaldslýsingin virðist staðfesta það. 

  Það er spurning á hvað gráu svæði þetta er.  Lengi vel bauð ágætur matsölustaður hér í bæ upp á ljómandi góða kjötsúpu.  Í súpunni var samt aldrei neitt kjöt.  En hún var matmikil að öðru leyti.  Eitt sinn gerði ég athygasemd við þetta.  Maðurinn sem afgreiddi mig var sammála því að það væri ekki alveg nákvæmt að kalla þetta kjötsúpu þar sem kjötið var fjarri góðu gamni.  Hinsvegar sagðist hann ekki hafa neitt annað nafn yfir súpuna sem upplýsti betur um hvernig súpu væri að ræða. 

Jens Guð, 19.1.2012 kl. 20:45

8 Smámynd: Jens Guð

  Guðrún Emilía (#4),  það er alltaf gaman að fá DoctorE í heimsókn.

Jens Guð, 19.1.2012 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband