Ekki fyrir lofthrædda

ekki fyrir lofthrædda A

Hæsta tívolítæki í heimi.  Þarna snýst fólk í 117 metra hæð.  Þetta er í Vín.  Einhverra hluta vegna er jafnan fámennt í tækinu.

ekki fyrir lofthrædda B

Það er gaman að horfa yfir Dubæ úr 828 metra háum turni.

ekki fyrir lofthrædda C

Litla hnátan liggur á glergólfi á 103. hæð í Chicago.

ekki fyrir lofthrædda D

Byggingin séð utan frá.  Í fljótu bragði virðist þetta vera lyfta.  Þegar betur er að gáð sést að þetta er lítill útsýnisgluggi.  Hann speglast í rúðum hússins þannig að svo virðist sem 6 manneskjur séu í honum.  Þær eru aðeins 3.

ekki fyrir lofthrædda E

Það þykir mikið sport að taka kollhnís á Tröllatungu í Noregi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Holly crap. Þeir kunna að eyða aurunum þarna niðurfrá.

hilmar jónsson, 3.2.2012 kl. 22:53

2 identicon

The first and last look fabulous.

elisabeth (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 23:09

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Fallegar  myndir Jens, þú ættir að gefa út myndaalbúm, verandi svo duglegur að safna saman í gegnum tíðina góðum og gefandi myndum af  hinu og þessu í daglegu striti fólks í bliðu og stríðu

Guðmundur Júlíusson, 4.2.2012 kl. 00:13

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úff ekki fyrir mig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2012 kl. 11:24

5 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Wooov æðislegar mindir.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 4.2.2012 kl. 13:57

6 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  já,  heldur betur.

Jens Guð, 4.2.2012 kl. 14:27

7 Smámynd: Jens Guð

  Elisabeth,  I agree.

Jens Guð, 4.2.2012 kl. 14:28

8 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  takk fyrir uppástunguna.  Fyrst eru nokkrar aðrar bækur í röðinni.  Ég lauk við bók um færeysku söngkonuna Eivöru fyrir áramót.  Sú bók kemur út í sumar.

Jens Guð, 4.2.2012 kl. 14:30

9 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur,  ég væri ekki til í að vera í sporum þessa fólks.  En útsýnið er fagurt.

Jens Guð, 4.2.2012 kl. 14:32

10 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg,  þær eru áhrifamiklar.

Jens Guð, 4.2.2012 kl. 14:33

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Getur svo sem verið en ég myndi ekkert sjá fyrir ótal fiðrildum í maganum á mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2012 kl. 17:22

12 Smámynd: Jens Guð

  Lofthræðsla er hluti af varnarkerfi líkamans.  Hún aftrar manni frá því að vera með glannaskap að óþörfu.  Að þessu leyti er lofthræðsla góð.  Fólk getur hrasað við allar aðstæður.  Jafnvel á rennisléttu gólfi.  Þá er betra að eiga ekki á hættu hátt fall,  eins og fram af Tröllatungu í Noregi.

Jens Guð, 4.2.2012 kl. 19:16

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm enda var það sérstakur þjóðflokkur af indíjánakyni sem vann við alla skýjakljúfana í New York, það vantaði í þá lofthræðsluna eftir því sem mér var sagt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2012 kl. 22:19

14 Smámynd: Jens Guð

  Lofthræðsla verður víst til í einhverju efnasambandi í blóðinu.  Kornabörn eru ekki lofthrædd.  En þegar þau stálpast og detta við klifur verður til eitthvað efni í blóðinu sem býr til lofthræðslu.  Tiltekinn Indíánakynþáttur í Ameríku myndar ekki þetta efni og er ónæmur fyrir lofthræðslu.  Mig minnir að það sé Cherokee,  þó að ég sé ekki viss um að ég muni rétt.  Það er rakið til þess að kynþátturinn hafi búið um aldir á jafnsléttu.

Jens Guð, 4.2.2012 kl. 22:41

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En ertu viss um að þetta tryllitæki sé í Vín. Ég man ekki eftir Tívolí í sjálfri Vín aftur á móti er tívólí í þorpi ekki langt þar frá sem kallast Familypark?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2012 kl. 23:40

16 Smámynd: Jens Guð

   Ég er ekki viss umfram það að Vienna er gefin upp á slóð myndarinnar.

Jens Guð, 5.2.2012 kl. 00:23

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm þarf að spyrja dóttur mína, hef grun um að þetta sé einhversstaðar fyrir utan vín.  Læt þig vita.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2012 kl. 00:56

18 Smámynd: Jens Guð

  Takk fyrir það.

Jens Guð, 5.2.2012 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband