6.2.2012 | 01:44
Ólystugur matur. Varúð! Ekki fyrir klígjugjarna!
Það er ekki alfarið samasemmerki á milli matar sem gleður augað annars vegar og bragðlaukana hinsvegar. Bragðgóður matur getur verið ólystugur á að líta. Hann getur jafnvel verið svo fráhrindandi í útliti að sá sem er óvanur viðkomandi mat geti ekki hugsað sér að smakka hann.
Sums staðar í Asíu þykir fátt betra en andarungar áður en þeir klekjast úr eggi. Kúnstin er að þeir séu ekki eldri en svo að nóg sé eftir af rauðunni í egginu. Rauðan er nefnilega nauðsynleg með upp á bragðið að gera. Kostur við þennan rétt er að goggur og bein ungans eru mjúk undir tönn á þessu stigi.
Í sumum löndum eru uxatyppi vinsælt snakk. Þau eru þurrkuð í nokkra daga og borðuð hrá.
Á ferðalagi í útlöndum pantaði kona nokkur sér lasagna rétt með fersku krabbakjöti. Þegar rétturinn var borinn á borð reyndist krabbakjötið svo ferskt að það var lifandi kolkrabbaungar.
Í Kína, Kóreu og kannski víðar þykja rottuungar lostæti. Þeir eru hárlausir svo auðvelt er að snæða þá í heilu lagi. Sumir skilja þó halann eftir.
Í Kóreu eru silkiormar vinsælt álegg á flatbökur.
Í Japan þykir höfðinglegt að bjóða gestum upp vespukökur með tebollanum.
Lirfusúpur njóta víða vinsælda. Þær eru próteinríkar og hentugar þegar passa á upp á línurnar.
Fyrir örfáum árum fann þáverandi leiðtogi í Norður-Kóreu, Kim Jong-Il, upp á byltingarkenndum rétti ætluðum fátæklingum heims. Vinsældir réttsins náðu á nokkrum dögum þvílíkum vinsældum að í dag stendur hann fátæklingum til boða um allan heim. Víðast er rétturinn kenndur við þýska hafnarborg, Hamborg. Megin snilldin við uppfinningu Kims Jong-Ils er að fátæklingarnir geta snætt hamborgarann án þess að eiga hnífapör.
Hins vegar er hamborgarinn ljótur og fráhrindandi í útliti og nánast óætur fyrir fólk sem hefur kynnst skárri mat.
Þessu er öfugt farið með sviðakjamma. Þeir eru augnayndi og bragðgóðir eftir því. Eini gallinn er sá að útlendingum þykir sviðakjamma svipa til hundshauss eða mannsandlits. Fyrir bragðið eru þeir feimnir við þennan veislumat. Þeir fáu útlendingar sem þora að smakka svið skilja oftast augað eftir. Samt er það besti bitinn.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 04:33 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 10
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1034
- Frá upphafi: 4111559
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 870
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Oj oj oj...en augað úr kjammanum er gott. Það er þó það eina sem ég held að bóndi minn borði ekki, ég fæ alltaf hans .
Ragnheiður , 6.2.2012 kl. 04:22
Útlenskur Þorramatur
DoctorE (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 07:49
Hahaha góður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2012 kl. 11:42
Ragnheiður, þú heppin að fá augað. Mér þykir galli á hverjum sviðakjamma að hann sé aðeins með eitt auga.
Jens Guð, 6.2.2012 kl. 16:39
DoctorE, það má til sanns vegar færa. Þetta er gamlir þjóðlegir réttir.
Jens Guð, 6.2.2012 kl. 16:40
Ásthildur Cesil, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 6.2.2012 kl. 16:41
Er alveg til í að próva alla réttina,það eina er að ég vil ekki vita áður hvað ég er að borða.Alltaf gaman að smakka
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 6.2.2012 kl. 17:02
Sigurbjörg, þegar maður ferðast erlendis er oft betra að vita ekki hvaða hráefni eru í matnum. Ef maturinn bragðast vel er bara gaman að smakka hann. Ef hráefnið er eitthvað sem veldur velgju er best að komast ekki að því hvert hráefnið var fyrr en löngu síðar.
Ég þekki fólk sem hefur borðað hundakjöt í Asíu án þess að vita hvað það var að snæða. Kjötið þótti þeim gott en það kom velgja í magann þegar upplýst var um hvaða kjöt þetta var.
Einnig kannast ég við tvenn dæmi þess að Þjóðverjar hafi snætt á Íslandi hrossakjöt af bestu lyst. Þegar þeir voru upplýstir um hráefnið ældu þeir umsvifalaust.
Jens Guð, 6.2.2012 kl. 18:32
Íslensk alþýða svalt lengst af heilu hungri. Hún neyddist til að láta allan fjandann ofan í sig ef einhver von var til um að það gæti talist næring. Einnig voru ýmsar aðferðir notaðar til að geyma mat, t.d. í skyrsýrunni, sem var í sjálfu sér ekkert fráleit frá næringarfræðilegu sjónarhorni, ef hreinlætis var gætt, sem allmikið vantaði oftast upp á. Þar komum við reyndar að vandamáli, sem er enn að hrjá landsmenn, en það er skortur á persónulegu hreinlæti. - En aftur að matnum, þá fór það stundum svo, að ýmislegt miður kræsilegt varð síðar í huga margra að nostalgískum masokisma í mataræði, sbr. skötuátið. Á jólaföstunni var víða löngum lítið um ætan mat. Sjósókn varla til umræðu á þeim árstíma og ekkert annað nýmeti í boði fyrr en jólalambi var lógað - ef það þá var til. Þarna kom einnig til arfleifð frá kaþólskunni og kjötföstu síðustu vikurnar fyrir jól. Því var étið það sem tiltækt var, sem í mörgum tilvikum, einkum á Vestfjörðum, var það sem síst þótti af sjávarfangi, þar á meðal kæst skata.
Quinteiras (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 20:11
Quinteiras, bestu þakki fyrir þennan fróðleik allan.
Jens Guð, 6.2.2012 kl. 21:12
þakkir
Jens Guð, 6.2.2012 kl. 21:13
Hvaða bull er þetta um Kim Jong Il og hamborgara? Eru til einhverjar heimildir fyrir þessu?
Jónas (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 22:18
Jónas, þessar upplýsingar birtust fyrst í n-kóresku dagblaði. Síðar hafa þær birst í fleiri n-kóreskum fjölmiðlum. Þú getur flett þessu upp á google. Það eru áreiðanlega margar fréttir af þessu þar að finna.
Jens Guð, 4.5.2012 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.