Er sendiboðinn sá seki?

  Kynlíf er með vandmeðfarnara lífi að lifa.  Ef ýtrustu varúðar er ekki gætt og vandlega farið eftir leiðbeiningum þeirra sem betur vita getur illa farið.  Fólk getur lent í synd.  Syndin er banvæn.  Á Íslandi höfum við ríkistrú og ríkispresta sem geta leiðbeint fáfróðum í þessum efnum og öðrum.  Í ríkistrúarbókinni eru ýmsar útlistanir á þessu öllu,  ásamt leiðbeiningum um það hvernig þrælar eigi að haga sér;  hvernig hirta eigi börn;  að höfuð heiðingja skuli moluð og sitthvað fleira.  Hjónaskilnaður er viðurstyggð.  Fráskilin kona sem á kynferðislegt samneyti við annan mann er hórkona.  

  Ýmsir ríkiskirkjuprestar hafa áráttu til að milda fyrirmæli þess sem sagður er vera höfundur ríkistrúarbókarinnar.  Þeir vilja nútímavæða túlkun á textanum.

  Þá koma til sögunnar svokallaðir bókstafstrúarmenn og árétta texta bókarinnar.  Það kallast eða getur kallast hatursáróður.  Gæti jafnvel varðað við lög.  Bókstafstrúarmenn eru sendiboðinn.  Illi sendiboðinn.  Þeir benda á það sem stendur í ríkistrúarbókinni. 

  Það hefur bjargað margri manneskjunni frá glötun.  Ég hef heyrt því fleygt. 

  Svo er það forstjóri ÁTVR.  Embættismaður ríkisins.  Hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að neysla rauðvíns með nafni ensku rokkhljómsveitina Motörhead (Spítthaus) leiði til óábyrgs kynlífs.  Þetta smellpassar við kenningu Snorra,  kenndan (en þó allsgáðan) við Betel,  um að rokkmúsík sé músík djöfulsins.  Á þetta bentu margir strax á sjötta áratugnum í Bandarikjum Norður-Ameríku.  Forstjóri ÁTVR hefur bannað sölu á rauðvíninu Motörhead.  

  Þeir leiðast hönd í hönd,  Snorri og forstjóri ÁTVR.  Þeir leggja sig fram um að standa vörð um að Íslendingar fari ekki út af sporinu þegar kemur að kynlífi.  Þeir eru kynlífspostular.   Kynlífsverðir.  Annar ríkisrekinn í því embætti.  Hinn hefur ekki (enn) verið rekinn - þó að sumir telji hann ekki vera þann uppfræðara barna sem kennir umburðarlyndi,  ást og kærleika heldur boðbera haturs og fordóma.  

  Reyndar held ég að fólk á Íslandi,  svona almennt,  sé ekkert að velta fyrir sér kynlífi annarra.  það er töluvert "pervískt" að hafa áhuga á kynlífi annarra.  Sá sem hugsar ekki um kynlíf annarra er í hlutleysisgír.  Sá sem er upptekinn og áhugasamur um kynlíf annarra er í "pervískum" gír.  Af hverju er hann að velta sér upp úr hugmyndum um kynlíf sem er frábrugðið hans rétttrúnaðar trúboðsstellingu?  Hvað fær hann út úr því?  Af hverju er hann upptekinn af vangaveltum um það?  Hvaða hvatir liggja þar að baki?   Ef fólk er sátt við sitt kynlíf þarf það ekki að "fantasía" um kynlíf annars fólks.    

  Músík djöfulsins.  Varast ber að setja þetta myndband í gang.  Það getur leitt til óábyrgs kynlífs,  hernaðarhyggju og amfetamínneyslu,  að mati embættismanns Áfengis- og tóbakssölu ríkisins.


mbl.is Æfir vegna skrifa um samkynhneigð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Æ æ, og ég sem er að berjast fyrir frelsi í öllu. Ég er á móti boðum og bönnum af öllum tegundum. Mér findist allt í lagi að selja vín í ÁTVR með fólki í kynlífsathöfnum, bjór með myndum af gerfitippum og Svarti Dauði ætti að sjálfsögðu að hafa mynd af Jóhönnu forsætisráherfu utan á. Með bein í kross undir og hafa fyrir túrista í flughöfninni...

Snorri hefur ekki verið allsgáður síðan hann datt í pottin fullan af Guðsorði fyrir löngu. Hann hefur aldrei jafnað sig og er á einhverju eilífðartrippi. Það bráir ekkert af honum. Það er hægt að verða fullur af fleiri veigum enn alkóhóli og sannar biblíulestur það svo sannarlega. Það er margt eitrið í umferð. Óábyrgt kynlíf er skemmtilegt þegar það á við, enn ég sjálfur er löngu háttur ábyrgðarleysinu og læt mér nægja konuna mína og hjákonunna sem er vinkona konunnar minnar... tímarnir breytast og í staðin fyrir að "fá sér rettu á eftir" tekur maður bara Ipadinn og skoðar bloggið hans Snorra til að fá það staðfest að heimurinn er skemmtilega geggjaður.

Motorhead hefur reyndar aldrei verið mín músik, finnst hún of hrá og passar ekki mínu viðkvæma taugakerfi og fístillta tilfinningaakerfi... ég ætla nú samt að kveikja á þessu bandi og sjá hvað skeður.. ;)

Óskar Arnórsson, 10.2.2012 kl. 00:31

2 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  þú ert alltaf frábær.  Ég les alltaf þitt blogg og þú ert eintaklega skemmtilegur penni,  Ég er hins vegar latur við að skilja eftir innlitskvitt.  Bestu þakkir fyrir þín "komment" og bestu þakkir fyrir þínar bloggfærslur.  Þú ert einn sá allra besti í bloggheimum.  Ég bið þig afsökunar á hvað ég er latur við að skilja eftir "komment" á bloggsíðu þinni.  Ég les þau alltaf samviskusamlega og mér finnst þau vera að öllu jöfnu frábær.  Ég er oftast sammála þér.  Enn og aftur bestu þakkir fyrir bloggfærslur þínar og "komment".  Ég kann vel að meta hvað þú ert opinskár, hreinskilinn og fjölfróður um þau margvíslegu umræðuefni sem "dúkka" upp. 

Jens Guð, 10.2.2012 kl. 00:49

3 identicon

Það er kraftur og sveifla í Djöfsa hann má eiga það

Yrði víst ekki í vandræðum með að setja saman ´

ágæta tónleika

Enda margir stuðningsmenn og aðdáendu :)

Hressilegt video...

Sólrún (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 16:25

4 Smámynd: Jens Guð

  Sólrún,  Motörhead er yndisleg hljómsveit.

Jens Guð, 11.2.2012 kl. 23:50

5 identicon

Já það er algerlega sjarmi yfir henni eg var bara að taka undir djókið hjá þer með Devil og það stöff :)

Sólrún (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband