Kossaherbergi á flugvöllum

kossakrókur

  Eftir að Íslendingar tóku upp á því að flytja í þúsundatali til Noregs - í kjölfar bankahrunsins - hefur kossaflens farið úr böndum á norskum flugvöllum.  Íslensku nýbúarnir í Noregi skjótast einn og einn í stuttar heimsóknir til Íslands.  Makinn fylgir viðkomandi út á flugvöll.  Þegar komið er að kveðjukossi skiptir engum togum að fólkið missir sig í áköfum sleik,  káfi og dónaskap. 

  Þetta endurtekur sig þegar viðkomandi kemur frá Íslandi á ný.  Svo rammt kveður að þessu að það er orðið vandamál.  Þegar fjöldi Íslendinga er í sleik út um alla flugstöð,  aðallega við innritunarborð og útgöngudyr,  truflar það vinnu starfsfólks og stíflar eðlilegt flæði gangandi gesta. 

  Nú er verið að setja upp í flugstöðinni í Stafangri í Noregi sérstakt afdrep fyrir kossasjúka Íslendinga.  Til að lokka Íslendingana inn í kossaherbergið er það haft rómantískt:  Bleikur litur í hólf og gólf, rauð ljós sem varpa mildri birtu og rómantísk músík spiluð. 

  Vondu fréttirnar:  Það er bannað að stunda kynlíf í kossaafdrepinu (nema kannski smá munnmök á hátíðisdögum.  Kannski). 

  Því er spáð að innan skamms verði svona kossaherbergi sett upp á öðrum norskum flugvöllum sem bjóða upp á beint flug til Íslands. 

kossagangur  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Vá, þvílíkt hugmyndaflug!! En að sjálfsögðu góður eins og alltaf!

Sigurður I B Guðmundsson, 18.2.2012 kl. 10:39

2 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  þetta er ekki skáldað af mér.  Þetta er staðreynd.  Það er þessa dagana verið að setja upp þetta kossaherbergi í flugstöðinni í Stafangri.  Það er alveg satt.  Eftir nokkra daga verður þetta áreiðanlega í fréttum í íslenskum fjölmiðlum.  

Jens Guð, 18.2.2012 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband