25.2.2012 | 12:00
Vandað og skilmerkilegt kort yfir rokkáhuga þjóða heimsins
Harðvítugar deilur um það hvaða þjóðir eru virkastar í rokkdeildinni og óvirkastar hafa hleypt upp ófáum fjölskylduboðum, ættarmótum, fermingarveislum, saumaklúbbum, hestamannamótum og jarðarförum. Deilurnar hafa klofið heilu og hálfu fjölskyldurnar í herðar niður, eitrað þorp, sveitafélög og einstök hverfi á höfuðborgarsvæðinu.
Til að afstýra því að óvildin, heiftin og illindin vaxi upp í almenna upplausn í þjóðfélögum heims og endi í milliríkjadeilum og heimsstyrjöld hafa bandaríska leyniþjónustan, CIA, og virkir þungarokksunnendur heimsins tekið höndum saman og unnið upp nákvæmt kort. Á kortinu sést skýrt og skilmerkilega hvaða þjóðir eru að þungarokka og hverjar ekki. Nú þarf enginn að deila lengur. Bara yfirleitt ekki um neitt.
Ég vissi þetta allt áður. Nema ekki hvað samfélagið á Svalbarða er hart í þungarokkinu. Þar gengur allt út á djöflarokkið.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Útvarp | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 13
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 1037
- Frá upphafi: 4111562
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 873
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Hefði haldið að við værum nær Bretum í metal skalanum en Finnum og Norsurum. Alla veganna er ekki spilað mikið af "metal/rokki" á stærstu útvarpstöðunum.
Hörður Halldórsson, 25.2.2012 kl. 15:25
Þarna ætti Þýzkaland að vera eldrautt ...
Eiki (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 15:39
Svalbarði kemur skrambi heitur inn ...
Helgi Ingólfsson (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 15:45
Bara það að bandaríska leyniþjónustan hafi verið með puttana í gerð kosrtsins segir mér að hér sé ekki farið rétt með staðreyndir. Þar á bæ starfar enginn með smekk fyrir tónlist, hvað þá vit á henni. Það er til dæmis rífandi rokkstemning í Angóla þar sem 9 af hverjum 10 útvarpsstöðvum spila eingöngu þungarokk, bæði í þáttunum sjálfum og á milli þátta.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 16:33
Hörður, það er vissulega rétt að þungarokkið er ekki fyrirferðarmikið í dagskrá íslenskra útvarpsstöðva. Hinsvegar eru íslenskar þungarokkshljómsveitir hlutfallslega stærra dæmi en í Bretlandi. Sólstafir hafa verið að gera það gott út um allan heim. Meðal annars náð inn á finnska vinsældalistann. Skálmöld er annað stórveldi. Rísandi bratt stórveldi. Eina plata Skálmaldar, Baldur (frábær plata), er komin i gullsölu. Hefur einnig mokselst í Færeyjum og Skálmöld á fljúgandi siglingu inn á heimsmarkaðinn. Það var gaman að sjá Skálmöld nánast stela senunni á 7500 manna rokkhátíðinni G!Festivali í Færeyjum í fyrra.
I Adapt er enn ein íslenska þungarokkshljómsveitin (harðkjarna) sem farið hefur mikinn erlendis. Því miður er sú yndislega hljómsveit hætt (í bili?). Fyrir nokkrum árum átti ég leið í plötubúð í Berlín. Þar hitti svo skemmtilega á að verið var að spila plötu með I Adapt í hátölurum plötubúðarinnar. Afgreiðslumenn í búðinni vissu ekki að ég þekkti til hljómsveitarinnar og fóru mikinn í að upplýsa mig um hvað þetta væri stórkostleg hljómsveit. Sýndu mér meðal annars þýsk tímarit sem fóru lofsamlegum orðum um I Adapt. Ég náði að herja út úr þeim þessi tímarit til að sýna strákunum í I Adapt sem urðu eðlilega undrandi.
Fyrir tveimur árum fór ég til Póllands. Þar var I Adapt í hávegum. Plata með þeim auglýst í bak og fyrir í þarlendum músíkblöðum. Þegar ég upplýsti liðsmenn I Adapt um þetta kom í ljós að um sjóræningjaútgáfu var að ræða. Síðast þegar ég vissi voru málaferli vegna þessa komin í gang.
Í þessum skrifuðu orðum eru Sólstafir og Dimma á hljómleikaferðalagi um Ísland ásamt fleiri þungarokkshljómsveitum. Ef skrollað er örlítið niður þessa bloggsíðu má lesa um það.
Jens Guð, 25.2.2012 kl. 20:29
Bretar eru ekki sérlega öflugir í þungarokkinu í dag. Samt varð þungarokkið eiginlega mótað þar á árunum 1969 - 1970 (Led Zeppelin, Black Sabbath, Deep Purple...). Í dag er sennilega Iron Maiden stærsta breska þungarokksnafnið. En þungarokkið tröllríður ekki bresku músíkflórunni þessa dagana.
Jens Guð, 25.2.2012 kl. 20:34
Eiki, nei, þrátt fyrir Rammstein þá er þýskt þungarokk ekki verulega öflugt hlutfallslega í þarlendri músíkflóru. Jú, Þjóðverjar eru uppteknir af gamla klassíska breska þungarokkinu. Þar njóta vinsælda Uriah Heep, Black Sabbath og þau öll dæmi. En það eru ekkert margar þýskar þungarokkshljómsveitir að gera það gott á heimsmarkaði.
Jens Guð, 25.2.2012 kl. 20:38
Helgi, já, Svalbarði kemur skemmtilega á óvart. Ég játa á mig vanþekkingu á þeim markaði.
Jens Guð, 25.2.2012 kl. 20:39
Bergur, ég veit ekkert um þungarokkssenuna í Angóla. En það sem ég þekki til þungarokks í öðrum löndum kemur nokkuð vel heim og saman við kortið. Það er annars broslegt í aðra röndina að CIA kortleggi þungarokkssenu heimsins. Þungarokk er ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar leyniþjónustu heimsveldis ber á góma. Þegar betur er að gáð þá liggur þó fyrir að innan CIA hefur í áratugi starfað greiningardeild í músík. Hljómsveitir og tónlistarmenn hafa verið þar innan húss verið undir smásjá.
Þegar Ísland og Bandaríkin réðust inn í Afganistan og Írak var samtímis gefinn út listi yfir lög sem sett voru á bannlista sem bandarískum útvarpsstöðvum var gert að fylgja. Brot á því að spila forboðin lög vörðuðu sviptingu útvarpsleyfis.
Jens Guð, 25.2.2012 kl. 20:54
Grænland að klúðra þessu
Grrr (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 20:31
Grrr, vandamál Grænlendinga er að þar eru mörg einangruð þorp. Það er - að ég held - ekki akstursleið á landi á milli neinna 2ja þorpa í Grænlandi. Skilyrði fyrir jaðarmúsík, eins og þungarokk, eru því ekki hin bestu. Samt sem áður hafa starfað virkilega flottar þungarokkshljómsveitir í Grænlandi. Hæst ber Sissisioq. Önnur er Inneruulat. Það má heyra sýnishorn með þessum hljómsveit ef farið er inn á www.allmusic.com og flett upp á plötunni Rock from the Cold Seas. Sú plata var mitt gæluverkefni.
Jens Guð, 26.2.2012 kl. 22:31
Mín reynsla af Þýskalandi eftir að hafa búið þar er einmitt sú að þungarokkið ráði ríkjum. Mikið spilað í útvarpi og mikið um þungarokk á mörgum þeim stöðum sem ég sótti. Meira að segja margir staðir sem auglýstu þungarokkskvöld með DJ-um. Í Þýskalandi er mikið um þungarokkshátíðir árlega og ég hef til að mynda sótt tvær þeirra nokkrum sinnum, Rock im Park og Rock am Ring. Samkvæmt Wikipedia eru þær þónokkuð fleiri sem hægt er að skella sér á.
Arnar (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 00:03
Arnar, mér er alveg kunnugt um þokkalega góða þungarokkssenu í Þýskalandi. Til að mynda njóta gamlar enskar þungarokkshljómsveitir þar mikillar hylli. Eiginlega er stærsti markaður Uriah Heep, Black Sabbath, Deep Purple og annarra slíkra einna stærstur í Þýskalandi. Hinsvegar er Þýskaland ekki stórt dæmi þegar kemur að dauðametal, speed, harðkjarna eða svarta málmi. Rammstein er stærsta þýska metalbandið. Og eiginlega það eina ef við skilgreinum Scorpions út á kant sem rokkballöðuband.
Jens Guð, 27.2.2012 kl. 00:32
Ég er sammála þér að Rammstein er stærsta þýska metalbandið og notið mikilla vinsælda fyrir utan heimalandið. Þarna er svo stór markaður að margar af þeim böndum sem eru að gera góða hluti kæra sig ekkert um aðra markaði ólíkt svo mörgum öðrum kollegum þeirra.
En ég vildi samt segja að eftir að hafa búið bæði í vestur hlutanum og svo síðar í austrinu að þá varð ég gríðarlega mikið var við þá miklu flóru sem var í gangi í þungarokkssenunni þarna ytra og virtist það svolítið sérstakt að þeir sem ég talaði við um þungarokk virtust ekkert vera neinir Rammstein aðdáendur.
Mig minnir að Wacken hátíðin í Þýskalandi sé einmitt með þeim stærstu ef ekki sú stærsta sem haldin er árlega í þungarokkinu.
Annars má finna fleiri þungarokkshátíðir í Þýskalandi á eftirfarandi slóð: http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_heavy_metal_festivals#Germany
Þetta eru nónokkuð margar hátíðir að mínu mati.
Arnar (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 00:45
P.s. samkvæmt heimasíðu þeirra hafa vinir þínir í Týr spilað þarna allavega tvisvar svinnum:)
Arnar (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 00:52
Arnar, já, Týr, Skálmöld, Sólstafir og margar fleiri góðar hafa spilað á Wacken.
Jens Guð, 29.2.2012 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.