Hneyksli! Ósanngirni og ósvífni!

 

  Ég hef fylgst náið með málaferlum vegna þakviðgerðar á raðhúslengjunni Prestbakka 11 - 21.  Það er margbúið að dæma í því máli fyrir héraðsdómi og Hæstarétti.  Þar hafa skipst á sýknun og sekt.  Málið er á gráu svæði,  eins og mismunandi niðurstaða dómstóla hefur ítrekað leitt í ljós í þessu ferli.  Þar vega salt sanngirni annars vegar og kalt mat lagabókstafs hinsvegar.

  Förum yfir dæmið og setjum okkur í spor þeirra sem þarna eiga hlut að máli:

  -  Herbert Guðmundsson og Svala,  þáverandi eiginkona hans,  kaupa raðhús í Prestbakka.  

  -  Í þessu hverfi var löng hefð fyrir því að hver raðhúseigandi hugsaði um viðhald sinnar húseignar út af fyrir sig,  öfugt við það sem víða annars staðar tíðkast með raðhús.

  -  Hebbi og Svala urðu fljótlega vör við að þakviðgerða var þörf.  Þau létu gera við þak á sinni húseign.  Jafnframt undruðust þau að sumir aðrir í raðhúslengjunni létu sín húsþök drabbast niður,  vitandi að það yrði þeim mun dýrara þegar upp væri staðið.

  - Mörgum árum síðar er stofnað húsfélag í Prestbakka 11 - 21.  Húsfélagið ræðst í sameiginlega lagfæringu á niðurníddum húsþökum og tilheyrandi skemmdum vegna ónýtu þakanna.  Það var illa að þeirri framkvæmd staðið.  Kostnaðurinn varð himinn hár.

  - Hebbi og Svala töldu þessar framkvæmdir ekki koma sér við.  Þakið á þeirra íbúð var þegar komið í gott lag.  Með tímabæru viðhaldi var sá kostnaður ekki mikill.

  -  Húsfélagið fór að innheimta hjá öllum mánaðarlega 50 þúsund króna viðhaldskostnað á íbúð vegna þakviðgerða. Sú upphæð óx fljótlega upp í mánaðarlegan 500 þúsund krónu reikning.  Það var svo illa að öllu staðið að kostnaðurinn varð þetta hár.  Vissulega eru til fjölskyldur sem hafa efni á að borga hálfa milljón mánaðarlega í hússjóð.  Svona upphæð, mánaðarleg útgjöld í hússjóð,  er "venjulegu" fólki ofviða.  Eða hvað finnst þér?

  -  Hebbi og Svala höfnuðu því að vera þvinguð til að borga hálfa milljón mánaðarlega í hússjóð vegna þakvirðgerða á íbúðum annarra.  Þakið á þeirra íbúð var í góðu lagi og þau höfðu ekki efni á að bæta hálfri milljón mánaðarlega ofan á kostnað við sinn heimilisrekstur.  Þar fyrir utan ofbauð þeim hversu illa var staðið að viðgerðum hinna húseigenda.  Sá kostnaður var mörgum sinnum hærri en þurfti að vera ef vel hefði verið að verki staðið.

  -  Húsfélagið fór í mál við Hebba og Svölu.  Þau borguðu ekki þessa hálfu milljón mánaðarlega í hússjóð.  Húsfélagið var dyggilega stutt af Húseigendafélaginu,  þar sem í forsvari var sá sem samdi lög og reglur um fjöleignahús.  Lögin voru sniðin að blokkaríbúðum en ekki raðhúsum.  Rök Húseigendafélagsins voru þau að raðhús væru blokkaríbúðir ef raðhúsið væri reist upp lóðrétt.  Þess eru reyndar fá eða engin dæmi að raðhús sé reist upp lóðrétt.

  -  Málið fór fyrir dómstóla aftur og aftur og aftur og aftur.  Dómstólar skiptust á að sýkna og sekta.

  -  Síðasta dæmið:  Hæstiréttur dæmir Hebba til að borga um 8 milljónir vegna viðgerða nágrannanna (með dráttarvöxtum + málskostnaði).  Í millitíðinni ofreyndi dæmið á fjölskyldu Hebba og Svölu.  Þau skildu og fjölskyldan splundraðist. 

  - Niðurstaða Hæstaréttar þýðir að Hebbi er gjaldþrota.  

  - Setjum okkur í þessi spor:  Hver væru viðbrögð þín við því að borga mánaðarlega hálfa milljón króna í hússjóð vegna viðgerða nágranna sem létu þök á sínum húsum drabbast niður með tilheyrandi kostnaði?  Hver væru viðbrögð þín við því að vera dæmd/ur til að borga 8 milljónir vegna svona dæmis?  

  - Góðir og sanngjarnir nágrannar eru happdrættisvinningur.  Ósanngjarnir og ósvífnir nágrannar eru eitthvað allt annað.

  - Tekið skal fram að ekki var full samstaða meðal nágranna Hebba og Svölu í þessu máli.  Meirihlutinn réði hinsvegar úrslitum. 

  - Vegna umræðu á fésbók og víðar:  Já,  ég hef lesið dóminn.  Ég hef fylgst með þessu máli frá fyrsta degi á öllum stigum þess.  Ég hef kynnt mér rökin.  Niðurstaða Hæstaréttar er þannig að ósanngirni og ósvífni hafa orðið niðurstaðan.  Þegar fullreynt þótti að ekki náðist fram að fá Hebba og Svölu dæmd til að borga viðgerðir á húsum nágranna sinna var stefnunni snúið yfir í annan farveg:  Að þau Hebbi og Svala hefðu ekki greitt í hússjóð.  Tæknilega voru þau því felld á því að vera í vanskilum við hússjóðinn.  

  - Og,  já,  Hebbi og Svala eru vinir mínir.  Ég hef engu að síður reynt að setja mig í spor nágranna þeirra.  Mér ofbýður ósanngirnin og ósvífnin.  Þetta er vond og fráleit ósanngjörn niðurstaða.     


mbl.is „Ég er orðinn öreigi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég keypti íbúð fyrir 10 árum og á meðal íbúða sem ég skoðaði var endaíbúð í raðhúsalengju. Húsið þurfti greinilega á málningu að halda svo ég spurði eigandann hvort ekki væri farið að spá í viðhald og þá kom í ljós að íbúar milliíbúðanna voru ekki tilbúnir til að borga fyrir endaveggina sem þeir hefðu engan aðgang að. Auðvitað datt mér ekki til hugar að búa mér til þau vandræði að flytja þangað.

Íbúðin var flott og verðið líka, en hver vill búa með svona fólki!

Kristbjörg Björnsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 00:07

2 Smámynd: Jens Guð

  Kristbjörg,  nágrannar skipta miklu máli.  Ekki síst í raðhúslengju. 

Jens Guð, 2.3.2012 kl. 00:19

3 identicon

"Húsfélagið fór að innheimta hjá öllum mánaðarlega 50 þúsund króna viðhaldskostnað á íbúð vegna þakviðgerða. Sú upphæð óx fljótlega upp í mánaðarlegan 500 þúsund krónu reikning."

Þú ert að grínast, ekki satt?

Hálf milljón mánaðarlega? 

Láttu ekki svona barnalega.

Jóhann (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 00:27

4 identicon

Getur einhver sagt mér .... ég nenni ekki að leita og lesa mig til ... hvað þessi þakviðgerð húsfélagsins kostaði í heildina?

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 00:53

5 Smámynd: Jens Guð

  Jóhann,  nei,  þetta var svona.  Fyrst komu innheimtuseðlar upp á 50 þúsund kall.  Ég hefði hrokkið illilega upp við þá upphæð.  Þegar ruglið og klúðrið við áframhaldið vatt upp á sig fór gíróseðillinn upp í 500 þúsund kall.  Ég fylgdist með þessum framkvæmdum frá degi til dags.  Svala sendi mér ljósmyndir af klúðrinu og dellunni.  Það var með ólíkindum hvað illa var að þessu öllu staðið.  Verktakinn ekki á staðnum (heldur í sumarbústað),  stráklingar sem ekkert kunnu í eintómu klúðri og tvíverknaði.  Og annað eftir því.  Hver hefðu þín viðbrögð verið við að vera rukkaður um mánaðarleg aukaútgjöld,  hússjóð upp á hálfa milljón,  horfandi á allt í rugli?  

Jens Guð, 2.3.2012 kl. 01:00

6 Smámynd: Jens Guð

  Bergur,  mig minnir (og nenni ekki að fletta því upp) að við séum að tala um 20 - 30 milljónir.  Grunnupphæðin er þó ekki stóri pakkinn heldur dráttarvextir og málskostnaðurinn.  Hebbi er dæmdur til að borga vel á áttundu milljón króna.  Hann á ekki til þann pening.  Hver væru þín viðbrögð við að vera í dag rukkaður um 8 milljónir?

Jens Guð, 2.3.2012 kl. 01:06

7 Smámynd: Jens Guð

  Hver væru þín viðbrögð við að fá mánaðarlegan reikning upp á 50 þúsund kall og næstu mánuði upp á hálfa milljón?  Talandi um sanngirni og það sem okkur þykir eðlileg útgjöld vegna húsnæðiskostnaðar. 

Jens Guð, 2.3.2012 kl. 01:08

8 identicon

Ég keypti íbúð í blokk í Bökkunum og hef svolitla reynslu af því hvað það er erfitt að fá einhvern til að hugsa um sameignina. Ef einhver gefur sig og tekur þetta að sér eru allir hinir svo þakklátir að þeir gera ekki athugasemd fyrr en að næsta gíróseðli kemur. Þá verður allt vitlaust.

Þetta eru erfið og hundleiðinleg, en nauðsynleg mál sem þarf að taka á. Ég myndi gjarnan vilja fá að vita hver sá um þakið og hver sér um innheimtuna.

Kristbjörg Björnsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 01:32

9 identicon

Ég þekki Hebba af góðu einu, kynntist honum ágætlega fyrir vestan fyrir um 30 árum, og samkvæmt þeim málavöxtum sem hér eru tíundaðir (ég hef ekki kynnt mér málið annars staðar) þá er þetta eins ósanngjarnt og hægt er að hafa það. Það er eins gott að huga vel að þessum málum áður en fjárfest er - en Hebbi á alla mína samúð.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 03:35

10 identicon

Tek aftur þetta með samúðina ... var að horfa á viðtalið við Hebba og vil í staðinn samgleðjast honum með að málið skuli nú vera dautt. Sammála viðhorfi hans, nú lítur hann ekki á þetta mál aftur heldur horfir fram á veginn, hamingjusamur og frjáls.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 04:02

11 identicon

Þetta gengur nú þvert á það sem dómkvaddir matsmenn sögðu, en þeir segja að framkvæmdir Hebba hafi verið húmbúkk.

Jón Fannar (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 04:15

12 Smámynd: halkatla

Öllu réttsýnu fólki blöskrar þessi sorglega niðurstaða, sem og málið allt!

halkatla, 2.3.2012 kl. 08:08

13 identicon

Tapaði öllu en græddi ímyndaðan vin

Grrr (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 08:25

14 identicon

Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég kýs að greiða aukalega handlegg lunga og lifur fyrir það að vera hlynntur séreignarstefnu og búa í einbýlishúsi. Nágrannaáhættan á þessu landi er einfaldlega of mikil. Hér búa mjög margir dónar frekjur og fífl, Herbert má vera glaður ef hann losnar við að búa nálægt þessum lýð.

Baldur (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 08:27

15 identicon

Spurning hvort Hebbi ætti ekki heldur að fara í mál við nágrannana fyrir þær sakir að láta hús sýn drabbast niður og ríra verðgildi húseignar hans

Robert Fisher (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 08:50

16 identicon

Augljóslega hefur Hebbi takið ranga hjátrú.. Buddah er ekki ánægður.. og því fór sem fór.

Smá kaldhæðni hér.. Ég er sjálfur að borga hundruð þúsunda í hússjóð á mánuði.. á síðustu 3 árum og svo þessu ári þarf ég að borga ~6 milljónir í húsaviðgerðir.
Ég bið til Batmans að ég geti staðið undið þessu, sé samt ekki fram á annað en þrot .. og engan 2000 kall þó ég fari yfir byrjunarreit

DoctorE (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 09:00

17 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Ég hef heyrt um þetta mál, en þekki það ekki mjög vel. Ég hef komist að því að þetta mál hefur ekki verið afgreitt á réttlátan hátt. Svo fyrirsögnin á þessum pistli er hárrétt. Svona fer siðað samfélag ekki með borgarana. Það verður svo sannarlega að laga til í þessum okur-hússjóðum, sem ekki taka tillit til fjárhagsstöðu almennings, og réttlætis.

Megi fólk átta sig á hvaða óréttlæti er þarna í gangi! Þarna er réttarkerfið að svíkja enn eina ferðina.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.3.2012 kl. 09:57

18 identicon

Ef allt er glatað og konan líka, þá er bjarta framtíðin erlendis,(hvar sem er).

Ég hef aldrei skilið fólk sem býr á Íslandi, ekki einu sinni mín börn.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 11:58

19 identicon

Ég sannfærist meira og meira um það að íslendingar séu faktískt aular og aumingjar.. við öll; Td ef við værum ekki aumingjar, þá væri 4flokkurinn löngu farin, bannaður.. í steininum

DoctorE (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 12:33

20 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Eftirfarandi er tilvitnun í frétt mbl.is;

"Hæstiréttur sagði að Herbert og konan ættu að greiða umrædd gjöld þar sem ákvarðanir um þau hefðu verið teknar á löglegan hátt á fundum húsfélagsins, en þó ekki þann hluta þeirra er laut að kostnaði við viðgerðir á þökum annarra eigenda fjöleignarhússins."

Fyrst að Herbert er ekki gert að greiða kostnað við viðgerðir á þökum annarra, hvaða kostnaður er þetta þá sem honum er gert greiða? Var gert við þakið hjá honum í þessu sameiginlega átaki?

Já, ég er of latur til að leita uppi dóminn og lesa hann.

Ólafur Eiríksson, 2.3.2012 kl. 12:53

21 Smámynd: Teitur Haraldsson

Það hlýtur að vera einhver önnur skyring á þessu.

Er engin sem þekkir til séð frá nágrönnum hans?

Teitur Haraldsson, 2.3.2012 kl. 12:54

22 identicon

Jens!  Í dómnum kemur afar skýrt fram að Herbert þurfti EKKI að taka þátt í þakviðgerðinni.  Það sem honum var gert að greiða var hlutdeild í öðrum viðgerðum á húsinu.  Ákvörðun um að ráðast í þær viðgerðir var tekin á löglegum húsfundi og því var öllum eigendum hússins skylt að greiða að sínum hluta.  Því neitaði Herbert og þurfti húsfélagið því að sækja greiðslurnar með dómi.

Mergurinn málsins er sá að Herbert var sýknaður af greiðslum fyrir þak en dæmdur [réttilega] til að greiða viðgerðir á veggjum og þakkanti sem ekki hafði verið gert við í viðgerðum Herberts.

Þarna hafði réttlátt mál framgöngu en Herbert kaus að gera sig að píslarvotti á fölskum forsendum.

Tobbi (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 12:55

23 identicon

Á hvaða launum eru Íslandingar? Samkvæmt viðunandi staðli um hússjóð erlendis, þá samsvarar t.d. 300.000 í hússjóð að viðkomandi hafi um 2.000.000 til 2.300.000 á mánuði EFTIR skatt og þá tala ég um iðnaðarmann (launþega), burtséð frá tekjum konunar!

Nú hef ég bara minn samanburð um hússjóð og tekjur þar sem ég bjó áður.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 13:01

24 identicon

Vandamálið þarna er það hvernig raðhús og parhús eru flokkuð í byggingareglugerðinni og hef ég bent á það við endurskoðun á henni nú nýverið. þau eru þannig flokkuð með fjölbýlishúsum sem er alrangt tek dæmi sem ég þekki3 aðilar fá úthlutð hvert sinni lóðinni þau voru teiknuð af sitthvorum arkitektinum öll með mismunandi þakformi mismunandi yfirborðsfrágangi á útveggjum ásamt mörgu öðru. Síðan fengu eigendur lóðanna öll sér sitt hvora Húsasmíðameistaranna til að byggja fyrir sig og allt gekk svona la la.En svo þegar kemur að viðhaldinu eiga allir að borga jafnt hvort sem að miðjuhúsið sem hefu bara 2 útveggi eða endahúsið sem hefur 3útveggi og allir vita að enda raðhús selst á hærra verði ásamt mörgu öðru sem er órélátt í svona dæmum en svona semja lögfræðingar löginn til eð skapa sér vinnu

Einar K Hauksson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 14:59

25 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Já ,Jens það er sárara en tárum taki fyrir Herbert og fjölskyldu hvernig málinu lyktaði. Þetta er algjörlega fáránleg útkoma úr þessum dómsmálum. Það er eitt að dæma eftir lögum sem samin eru af löggjafavaldinu og þeirra aðstoðarmönnum og annað að dæma eftir "lögum" um fjöleignarhús sem samin eru af tæknimönnum frekar en lögfræðingum. Ef lög eru röng að mati flestra á að breyta þeim og það er mjög margt í " fjöleignarhúsalögum " sem frekarar eru leiðbeiningar til að fara eftir en lög. Dómstólar eiga að dæma af sanngirni frekar en að eltast við bókstaf einhvers sem ekki eru lög í skilningi þess orðs. Allt sanngjarnt fólk stendur með Herberti og fjölskyldu í þessu máli.

Sigurður Ingólfsson, 2.3.2012 kl. 15:39

26 identicon

Ég hef heyrt að bingófélagsskapurinn Hells Angels sé að leita sér að félagshúsnæði, er ekki eitt hús á lausu í lengjunni ?

Tongo (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 22:23

27 Smámynd: Jens Guð

  Kristbjörg,  einn húseigandinn vann á verkfræðistofu.  Sú stofa var fengin til að sjá um verkið,  ráða byggingastjóra og eitthvað slíkt.  Verkfræðistofan rukkaði 2,2 millur fyrir sína aðkomu.

  Ég veit ekki hver sá um að láta bankann prenta gíróseðla.  

  Ég hef búið í nokkrum fjölbýlishúsum í áranna rás.  Það hafa aldrei verið vandræði með eitt né neitt.  Í raðhúslengu færðist formennska í húsfélagi árlega frá einni íbúð til þeirrar næstu.  Þetta var regla sem virkaði vel.  Þannig fengu allir húseigendur að kynnast starfi formanns.

  Í blokk fór sá sem með formennsku er átti stærstu húseignina.  Það þótti öllum sanngjarnt því að hann þurfti að borga hlutfallslega mest í sameiginlegum viðhaldskostnaði.

  Í annarri blokk fylgdi formennskunni hlunnindi.  Ég man ekki hver þau voru.  Mig minnir að viðkomandi hafi aðeins þurft að borga hálft mánaðargjald á við aðra.  Það voru einhver önnur hlunnindi líka.  Mig rámar í að besta bílastæðið á planinu hafi verið eyrnamerkt formennskunni.  Það var eitthvað svoleiðis.

Jens Guð, 3.3.2012 kl. 01:46

28 Smámynd: Jens Guð

  Bergur (#9),  Hebbi er úrvals náungi.  Það er ekki hans stíll að standa í deilum.  Hann er maður friðar og sátta. 

Jens Guð, 3.3.2012 kl. 02:00

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill Jens Guð. Þetta mál virðist vera klassískt fyrir mál þegar dómari velur að fylgja lagabókstafnum í stað þess að fylgja réttlætishugsun eins og hún er almennt hugsuð. Hæstiréttur er samt síðasta vígi lýðræðis á Íslandi og þegar þeir eru horfnir inn í "róbótveröldinna", má alveg leggja það embætti niður. Í stað Hæstaréttar og reeyndar alls réttarfarskerfis, þarf bara að setja upp tölvu sem er mötuð með Stjórnarskrá, öllum lögum og reglum í landinu og svo eru málin afgreidd á broti úr sekúntu í stað margra ára af tómi þrasi.

Enn viðbrögð Herberts eru einstök. Endalaus jákvæðni og hann byrjar nýtt líf. Lífið snýst ekki bara um þakviðgerðir og réttlæti dómstóla.

Óskar Arnórsson, 3.3.2012 kl. 09:10

30 Smámynd: Jens Guð

  Bergur (#10),  þó að Hebbi hafi hæfileika til að líta á björtu hliðarnar þá er þetta vond niðurstaða út af fyrir sig.  Til að mynda vegna þess að þarna er ósanngirni á ferð,  gríðarlegum fjármunum hefur verið sóað í málarekstur og allskonar aðra vitleysu...

Jens Guð, 3.3.2012 kl. 22:17

31 Smámynd: Jens Guð

  Jón Fannar,  málið snýst ekki um það hvernig tiltókst með þakviðgerðina hjá Hebba og Svölu. 

Jens Guð, 3.3.2012 kl. 22:20

32 identicon

Jens! Um hvað snýst málið?  Herbert þurfti EKKI að borga þakviðgerðina tvisvar.  Hann var SÝKNAÐUR af þeirri kröfu.  Hann var dæmdur til að greiða sína hlutdeild í öðrum viðgerðum á húsinu; viðgerðum sem ákveðnar voru á löglegum fundi og rukkaðar á löglegan hátt.  Dómstóllinn kom eins langt til móts við hann og hægt var.  Hins vegar neitaði hann ekki bara að greiða í þakviðgerðinni heldur líka í hinum viðgerðunum sem engin sanngirni hefði verið í að hann slyppi við.  Að sönnu var hann rukkaður um hlutdeild í þakviðgerðinni en dómstóllinn HAFNAÐI þeirri kröfu og lækkaði reikningsupphæðina sem honum var gert að greiða um 1.8 milljónir króna.

Tobbi (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 01:02

33 Smámynd: Jens Guð

  Pirrhringur,  ég er þér sammála.

Jens Guð, 4.3.2012 kl. 01:10

34 Smámynd: Jens Guð

  Grrr,  það er önnur saga. 

Jens Guð, 4.3.2012 kl. 01:10

35 Smámynd: Jens Guð

  Baldur,  ég hef margoft búið í fjöleignahúsnæði:  Blokkíbúð og raðhúsi.  Svona afgreiðslu þekki ég ekki.  Ég ætla að svona dæmi séu afar sjaldgæf.  Ég hef einungis góða reynslu af því að eiga íbúð í fjöleignardæmi.  En vissulega er einbýli góð trygging gegn sambýlingum í fjöleignarhúsi. 

Jens Guð, 4.3.2012 kl. 01:14

36 Smámynd: Jens Guð

  Robert,  það væri alveg raunhæft dæmi og líklegt til annarrar niðurstöðu.  Hebbi hefur hinsvegar aldrei sótt að nágrönnum sínum.  Það er ekki hans stíll. 

Jens Guð, 4.3.2012 kl. 02:02

37 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  ég fatta alveg þinn punkt.  Í þessu máli kýs ég að halda trúmálum utan við.  Það skiptir ekki máli hvort að Svala aðhyllist Budda eða Hebbi kristni.  Eða að ég sé í Ásatrúarfélaginu.  Þetta dæmi er til hliðar við svoleiðis.   

Jens Guð, 4.3.2012 kl. 02:08

38 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  ég kvitta undir þín orð.

Jens Guð, 4.3.2012 kl. 02:10

39 Smámynd: Jens Guð

  V. Jóhannsson,  þrátt fyrir allt erum við lukkunnar pamfílar að búa á Íslandi.  Í samanburði við 90 og eitthvað prósent af heimsbyggðinni erum við á toppnum þegar allt er borið saman. 

Jens Guð, 4.3.2012 kl. 02:12

40 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#19),  ég ætla að láta reyna á Breiðfylkinguna.  Undanfarin ár hef ég verið í Frjálslynda flokknum.  Fyrst og fremst vegna afstöðu til fiskveiðistjórnunar,  kvótakerfis og þess alls.  Ég ætla að láta reyna á Breiðfylkinguna.  Sigurjón Þórðarson er búinn að standa sig vel,  bæði sem þingmaður og sveitastjórnarmaður í Skagafirði.  Hann er heiðarlegur,  hreinskiptinn og vinsæll meðal allra sem þekkja hann persónulega.  Það var engin tilviljun að hann einn allra frambjóðenda Frjálslynda flokksins náði kjöri síðast inn í sveitastjórn.  Að vísu náðum við einnig fulltrúa í samfloti við aðra á Ísafirði.  Gerum ekki lítið úr því.  En í Skagafirði nýtur Sigurjón persónufylgis langt umfram FF. 

Jens Guð, 4.3.2012 kl. 02:25

41 Smámynd: Jens Guð

 umfram fylgis FF átti það að vera.

Jens Guð, 4.3.2012 kl. 02:25

42 Smámynd: Jens Guð

  Ólafur, stefnendur léku þann snjalla leik að kúpla málinu frá þakviðgerð og færa málsókn yfir á ógreidda gíróseðla vegna hússjóðs.  Málið var þannig óverjandi.  Hebbi og Svala strækuðu á gíróseðla frá hússjóði (upp á allt að 500 þúsund kalli mánaðarlega).  Það var borðliggjandi að þau höfðu ekki staðið skil á þessum gíróseðlum. 

Jens Guð, 4.3.2012 kl. 02:35

43 Smámynd: Jens Guð

  Teitur,  það er í engin önnur skýring en sú sem kemur fram í dómskjölum.

Jens Guð, 4.3.2012 kl. 02:36

44 Smámynd: Jens Guð

  Tobbi,  dæmið er þannig:  Fyrst voru Hebbi og Svala rukkuð um þakviðgerðir nágranna sinna.  Þau höfnuðu því dæmi en buðust til að taka þátt í öðrum viðgerðum.  Þau fengu gíróseðla upp á 50 þúsund kall sem síðar fóru í hálfa milljón.  Hvernig yrði þér við að fá mánaðarlega rukkun upp á 500 þúsund kall í hússjóð?  Öll framvinda fór úr skorðum.  Uppistaða af útgjaldaliðum var út úr korti fyrir venjulega fjölskyldu.  Þetta vatt upp á sig sem algjört rugl.  Niðurstaðan er að Hebbi og Svala sitja uppi með 8 milljón króna pakka.  Það er kolgeggjað. 

Jens Guð, 5.3.2012 kl. 23:19

45 Smámynd: Jens Guð

  V. Jóhannsson,  ég kvitta undir þetta.

Jens Guð, 5.3.2012 kl. 23:21

46 Smámynd: Jens Guð

  Einar K.,  nákvæmlega.

Jens Guð, 5.3.2012 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband