3.3.2012 | 11:08
Veitingahússumsögn
- Staður: Roadhouse, Snorrabraut 56
- Réttur: Svínarif
- Verð: 1890 kr.
- Einkunn: ***1/2 (af 5)
.
Það er pínulítið hallærislegt að íslenskur matsölustaður heiti útlensku nafni, hvort sem það er á ensku, kínversku eða finnsku. Orðið "roadhouse" er í Bandaríkjum Norður-Ameríku notað yfir lítil ódýr þjóðvegamótel. Þetta eru gistiheimili sem selja mat og bjór. Eru í aðra röndina sveitakrár. Venus í Borgarfirði er gott dæmi um svona vegamótel.
Þjóðvegamótelið við Snorrabraut býður ekki upp á gistingu. Það stendur ekki við þjóðveg. Það er inni í miðri borg. En þar er seldur matur og drykkur.
.
Uppistaðan á matseðlinum er brauðsamlokur með áleggi, þar á meðal ýmsir hamborgarar.
Góðu fréttirnar eru að það er líka boðið upp á reykt svínarif pensluð í grillsósu, svokallaðri BBQ. Minni stærðin (hálfur skammtur) kostar 1890 krónur. Hann er alveg fullgild máltíð. Stærri skammturinn kostar 3090 kr. Hann hentar verulega svöngum mathákum.
.
Reyktu svínarifin (spare ribs) eru virkilega bragðgóð. Reykta bragðið skilar sér vel. BBQ sósan er sömuleiðis bragðgóð. Sú besta sem ég hef smakkað. Iðulega er BBQ sósa óþægilega sæt. En ekki þessi. Hún er með góðu kryddbragði. Og blessunarlega er hún í hófi. Oftast þarf maður að skafa hluta af BBQ sósu burtu þegar svona réttur er á borðum. Þarna er hún í temmilegum mæli.
.
Meðlætið er franskar kartöflur og hrásalat. Kartöflurnar eru ekta kartöflur en ekki hveitistrimlar. Þær eru að saltkryddaðar með einhverju kryddi sem gerir þær betri en aðrar franskar kartöflur. Annars eru franskar kartöflur aldrei merkilegt meðlæti. Ég hefði heldur kosið bakaða kartöflu. Hún er ekki í boði.
.
Hrásalataðið er borið fram í glerkrukku með loki. Það er stæll á því. Hrásalatið er ósköp venjulegt, eins og það sem maður kaupir í matvörubúðum frá SS eða Kjarnafæði eða öðrum slíkum.
.
Rif eru þannig matur að hnífur og gaffall ná ekki með góðu móti að hreinsa kjötið af beinunum. Það þarf að taka á þeim með puttunum og naga kjötið af. Ein bréfþurrka sem fylgir hnífapörum dugir ekki til að þurrka af puttunum. Eflaust er auðsótt erindi að biðja um auka bréfaþurrku. Auka bréfaþurrka mætti þó fylgja þessum rétti óumbeðið.
.
Eitt af því sem angrar oft og tíðum á veitingastöðum er þegar í hátölurum hljómar dagskrá leiðinlegra útvarpsstöðva. Á þjóðvegamótelinu við Snorrabraut hljómuðu hinsvegar ljúf jólalög með Jóni Reiðufé (Johnny Cash). Að vísu er sérkennilegt að matast undir jólalögum um mánaðarmótin febrúar-mars. En jólalög með Jóni eru notaleg á að hlýða.
Þjóðvegamótelið við Snorrabraut er millifínn veitingastaður. Hluti af sætum er leðurbólstraður. Önnur sæti eru lausir venjulegir eldhússtólar. Það er fortíðarhyggjustíll í innréttingum. Meðal annars gamaldags kóksjálfsali og fleira gamalt. Það er þægileg stemmning þarna.
.
-----------------------------
.
Fleiri nýlegar umsagnir:
.
Sægreifinn
Shalimar
Tandoori
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Ferðalög, Samgöngur, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:12 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.4%
With The Beatles 4.0%
A Hard Days Night 3.8%
Beatles For Sale 4.0%
Help! 6.4%
Rubber Soul 8.8%
Revolver 14.7%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 14.0%
Magical Mystery Tour 2.4%
Hvíta albúmið 9.7%
Let It Be 2.1%
Abbey Road 17.5%
Yellow Submarine 2.1%
422 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 22
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 1046
- Frá upphafi: 4111571
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 878
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Hljómar vel. Lít þar ef til vill við næst þegar ég á leið um.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2012 kl. 18:48
Hefur nafn staðarins áhrif á stjörnugjöfina?? Ég get ekki betur séð en að maturinn sem þú prófaðir sé góður í alla staði,hvað er það sem tekur 1 1/2 stjörnu af??
casado (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 20:38
Ásthildur Cesil, það er alltaf gaman að heimsækja nýja veitingastaði.
Jens Guð, 3.3.2012 kl. 22:22
Casado, nei, nei. Nafn staðarins hefur ekkert að gera með stjörnugjöfina. Það er þannig að sumar veitingar eru ekki 5 stjörnu á almennum skala. Pylsa með lauk og tómatsósu er aldrei 5 stjörnu réttur. Ekki heldur fransbrauðssamloka með rækjusalati. Né heldur pizza, hamborgari og svo framvegis. Þannig fyrirbæri er hægt að bera saman innan síns flokks en þau eru ekki 5 stjörnu dæmi þar fyrir utan.
Franskar kartöflur eru ekki merkilegt meðlæti í samanburði við til að mynda bakaða kartöflu. Ekki heldur stórmarkaðs hrásalat.
Reyktu svínarifin á Roadhouse eru 5 stjörnu. Það er meðlætið sem dregur máltíðina niður um hálfa aðra stjörnu.
Jens Guð, 3.3.2012 kl. 22:43
Gaman að þessu hjá þer Jens, ég er mikill aðdáandi góðra amerískra veitingastaða og þessi á Snorrabraut er góð viðbót viið flóru veitingahúsa á Ísland, sjá blogg mitt um daginn:
http://gudjul.blog.is/blog/gudjul/entry/1224042/er
Guðmundur Júlíusson, 3.3.2012 kl. 23:40
Gama að heyra þetta, er mikill aðdáandi ameriskra matstaða og sér í lagi þá sem eru kallaðir "diners"
sjá blog mitt um daginn
http://gudjul.blog.is/blog/gudjul/entry/1224042/
Guðmundur Júlíusson, 3.3.2012 kl. 23:41
Sorry, hér er rétt bloggfang !!
http://gudjul.blog.is/blog/gudjul/entry/1224042/
Guðmundur Júlíusson, 3.3.2012 kl. 23:49
Guðmundur, takk fyrir þetta. Eitt af því skemmtilega við að fara til útlanda er að heimsækja veitingastaði með þjóðlega rétti í viðkomandi landi.
Jens Guð, 4.3.2012 kl. 00:03
Thetta er hrikaleg gagnrýni. Íslensku thýdingarnar fáránlegar, madur thýdir ekki nöfn. Hvad hefur thín persónulega skodun á nafni stadarins med gagrýnina ad gera, nafnid passar fullkomlega vid ýmynd stadarins !!! Rýnin hefur nánast ekkert med gædi hráefnanna ad gera, eda thad sem er mikilvægast, medhöndlun eda rétta eldun á hráefnum. Voru til dæmis rifin rétt eldud(of mikid eda of lítid? Voru franskarnar stökka? Var hrásalatid of thunnt?
Stærsti hluti veitingastada í Reykjavík notar íslenskt hráefni og íslenskar hefdir í eldun og geymslu matvæla, og thá má thar af leidandi kalla thá thjódlega
Ég gagnrýni gagrýnina.... (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 23:26
Ég gagnrýni gagnrýnina, svona umsögn er ekki hugsuð fyrir þroskahefta heldur venjulegt fólk með lágmarksgreind og þar yfir. Þess vegna væri út í hött að taka fram að steikin hafi EKKI verið of mikið eða of lítið elduð, illa brennd eða hrá. Slíkt þarf einungis að nefna þegar steik er misheppnuð að því leyti.
Sama á við um franskar kartöflur og hrásalat. Franskar kartöflur eiga að vera stökkar. Ef svo stórfurðulega vildi til að þær væru það ekki - heldur blautar, linar og slepjulegar - þá er ástæða til að geta þess. Annars ekki.
Þegar snætt er á veitingastað má ætla að hlutirnir séu í lagi. Þegar sagt er frá heimsókninni er virkilega heimskulegt að þylja upp að hrásalatið hafi EKKI verið of þunnt, vatnsglasið hafi EKKI verið með sprungu og lekið, kalda vatnið hafi EKKI verið heitt og EKKI skítugt, borðið hafi verið óbrotið, þjónninn hafi EKKI hellt bjór yfir gesti...
Þú skilur þetta áreiðanlega ekki. Þess vegna skaltu biðja einhverja fullorðna sjálfbjarga manneskju um að skýra þetta út fyrir þér.
Biddu viðkomandi jafnframt um að útskýra af hverju íslenskar þýðingar eru æskilegar. Og hvers vegna þær gefast iðulega vel. Hvort sem um er að ræða þýddar bækur, þýddan kvikmyndatexta eða nöfn á íslenskum veitingastöðum.
Ég á ekki að þurfa að tína til dæmi. Þetta er svo augljóst. En af því að takmörkun þín er eins og hún er þá eru hér nokkur nöfn. Nöfn sem eru algeng á veitingastöðum erlendis en eru á íslensku á Íslandi: Aktu-taktu, Humarhúsið, Núðluhúsið, Austur Steikhús, Kaffibarinn, Grillmarkaðurinn, Salatbarinn...
Jens Guð, 7.3.2012 kl. 02:14
Vá, en ókurteist svar...
Björgvin M. (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 07:52
ok, mér finnst frekar kaldhædnislegt ad thú getir ekki tekid gagnrýni á throskadan máta og mér finnst leidinlegt ad thú nefnir throskahefta og gefur í skyn ad their séu ekki med lágmarksgreind....
Ég er sjalfur matreidslumadur, hef verid lengi í bransanum og hef unnid á einum besta veitingastad í heimi og einum besta á nordurlöndunum og thar af leidandi ætti ég ad vita ad minnsta kosti eitthvad um hvad matargagnrýni ætti ad snúast. Mér fannst thín rýni bara ekki segja mér mikid um hvernig maturinn var.
Bidst afsökunar ef ég hef farid yfir strikid med thví ad segja mína skodun og ég vona ad thú hafir ekki misst svefn yfir thessu öllu saman
Ps. mér finnst pínu mikilvægt ad vita hvort ég komi til med ad fá steik sem er brennd eda hrá....
Ég gagnrýni gagrýnina.... (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 17:22
Björgvin og Ég gagnrýni gagnrýni, kjánalegu "kommenti" er eiginlega ekki hægt að svara á öðru tungutaki en því hæfir umræðunni. Það kemur því ekkert við hvort að einhver hafi unnið á góðum veitingastöðum. Þar fyrir utan er blæbrigðamunur á gagnrýni annars vegar og umsögn hinsvegar.
Ég elda ekki sjálfur heldur borða á veitingastöðum í hvert mál. Flakka á milli veitingastaða og segi frá upplifun minni á einstaka veitingastað þegar vel liggur á mér. Ég fylgist vel með frásögnum annarra af heimsóknum þeirra á veitingastaði. Oft með þeim afleiðingum að mig langar til að heimsækja viðkomandi stað eða láta hann bíða betri tíma.
Sennileg má skilgreina mig sem áhugasaman um mat og veitingastaði. Ég er umkringdur matreiðslumönnum. Fjöldi nánustu ættingja hafa rekið matsölustaði. Eiginlega flestir. Þar á meðal hafa 5 systkini mín unnið við matreiðslu og/eða rekið matsölustaði. Einnig 3 mágar mínir. Sumt af þessu fólki hefur farið í gegnum kokkaskóla og unnið til verðlauna á þessu sviði.
Það segir þó ekkert til um hæfni mína (eða vanhæfni) til að segja frá upplifun minni af heimsókn á veitingastaði. Til að slá á létta strengi þá færi ég umræðuna yfir í aðra deild. Kunningjar mínir settu upp auglýsingastofu. Þeir hönnuðu dagblaðaauglýsingu um nýju auglýsingastofuna. Einn í hópnum samdi auglýsingatextann. Annar í hópnum sagði: "Fáum X til að prófarkalesa textann svo að hann verði pottþéttur." Textahöfundurinn svaraði: "Ertu að grínast? Systir mín er íslenskufræðingur. Ég þarf engan prófarkalesara."
Auglýsingin varð aðhlátursefni í auglýsingabransanum til margra ára. Jafn illa skrifaður texti hafði ekki sést í auglýsingu. Svo uppfullur var hann af máfræði- og stafsetningavillum.
Að öllu gamni slepptu þá er fagmaðurinn (hámenntaður fræðingur) heldur ekki endilega sá hæfasti til verksins. Í poppmúsík hafa amatörarnir skorað hæst. Nægir að nefna Bítlana, Stóns og Bob Dylan. Áhugamenn með enga tónlistarmenntun að baki.
Stjórnmálafræðingar eru ekki bestu stjórnmálamenn né heldur eru bókmenntafræðingar bestu rithöfundar. Vitaskuld er allur pakkinn með einhverjum undantekningum.
Snúum okkur þá aftur að umsögn minni um veitingastaði. Ég blogga fyrst og fremst fyrir vini og vandamenn. Bloggfærslur mínar eru samtal við þá. Upphaflega var það þannig að við bræður mínir og systrasynir skiptumst á daglegum tölvupósti um músík, veitingastaði, kvikmyndir og allskonar önnur dægurmál. Vinir og kunningjar bættust í hópinn. Þegar bloggið kom til sögunnar varð það heppilegri vettvangur en "reply to all". Á blogginu er hægt að sýna ljósmyndir, setja inn myndbönd og svo framvegis.
Þó að ég geri mér grein fyrir því að fleiri lesi bloggið mitt en þröngur hópur ættingja og vina þá hef ég ekki breytt um ritstíl. Ég er fyrst og fremst að eiga samtal við ættingja og vini. Ég er ekkert að fara út í fræðilega þætti umræðuefnisins. Ef ég þekki ekki eitthvað krydd í matnum er ég ekkert að spyrja starfsfólk á veitingastað út í það. Þessar umsagnir mínar um veitingastaði eru aðeins eins og kunningjaspjall um heimsókn á viðkomandi veitingastað.
Hitt er annað mál að það tíðkast yfirleitt hvergi í umfjöllun um veitingastaði, kvikmyndir, músík og svo framvegis að þylja upp það sem er EKKI aðfinnsluvert. Ég hef lesið hundruð umsagna um veitingastaði. Hvorki ég né þú finnum þar dæmi um að tekið sé fram að steik hafi EKKI verið hrá eða EKKI verið illa brennd.
Þegar þér finnst mikilvægt að vita hvort að steik sé hrá eða illa brennd þá getur þú gengið út frá því sem vísu að EF svo væri þá er þess getið í umsögn. Annars er út í hött að taka slíkt fram.
Jens Guð, 9.3.2012 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.