Fagur fiskur í sjó

fiskur A

  Fiskur er einhver besti og hollasti matur sem völ er á.  Það er æskilegt að borða fisk að minnsta kosti þrisvar í viku hverri.  Helst oftar.  Fyrir daga kvótakerfisins gátu allir fengið vinnu í fiskvinnslunni.  Menn fengu líka í soðið beint frá sjómanninum.  Í þá daga vissu flestir hvernig fiskur lítur út.  Í dag þekkir fólk ekki fisk nema sem hvítar sneiðar í fiskborði verslana.  Eða umluktar raspi.  Eða í einhverri sósu.

  Það er gagn og gaman að skoða myndir af fiskum.  Rifja upp hvernig þeir líta út áður en þeir eru roðflettir,  beinhreinsaðir og skornir í sneiðar.  Þetta eru krúttlegar skepnur.  En grun hef ég um að margir haldi að fiskar séu ennþá krúttlegri en raun ber vitni. 

fiskur Bfiskur Cfiskur Dfiskur Ffiskur Gfiskur Hfiskur Ifiskur Jfiskur Kfiskur Lfiskur-minnir á einhvern

  Það er svo gaman að margir fiskar minna á þekkt mannfólk.  Maður kannast við svipinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég væri til í að borða alla þessa reiðu fiska en neðsti virkar svo dapur að ég hefði það ekki í mér að borða hann.

Grrr (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 23:12

2 Smámynd: Jens Guð

  Grrr,  fiskurinn á neðstu myndinni minnir á einhvern.  Ég veit bara ekki hvort að það Geir Haaarde eða Steingrím J. 

Jens Guð, 5.3.2012 kl. 23:25

3 identicon

Þessi neðsti er sá eini sem er búinn að fatta að þetta er endirinn.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 13:13

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann minnir mig á einhvern

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2012 kl. 16:17

5 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Kjartan Gunnarsson kannski?

Sumar fisktegundir get ég ekki borðað eftir að hafa unnið í frystihúsi. Holdið er bara svo misjafnt, sumir eru slepjulegir hráir en stinnir soðnir. Þá lykta þeir misvel. Skötuselur er afskaplega bragðgóður, minnir á humar. Ég er hins vegar ekki viss um að ég hefði lagt mér hann til munns ef ég hefði séð mynd af honum... Ekki það að þorskurinn sé svo smáfríður, bara maður er vanur honum.

Hjóla-Hrönn, 7.3.2012 kl. 22:56

6 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 11.3.2012 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband