7.3.2012 | 23:17
Krafinn um 200 þúsund kall fyrir laskað mannorð
Fyrir fimm árum var ég staddur á Selfossi. Þar var mér bent á frétt í héraðsfréttablaði. Mér þótti fréttin áhugaverð og skrifaði eftirfarandi bloggfærslu (örlítið stytt):
"Sævar Óli Helgason var á dögunum dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að ráðast á sýslumanninn á Selfossi, Ólaf Helga Kjartansson.
Forsaga málsins er sú að Sævar Óli hafði áður í tvígang verið dæmdur fyrir annarsvegar heimilisofbeldi og hinsvegar líkamsárás úti á götu. Hann var ósáttur við dómana. Hélt því fram að um misskilning væri að ræða. Hann sé í raun friðsemdarmaður og laus við allar tilhneigingar í átt að ofbeldi. Hafði í bæði skiptin orðið fórnarlamb miskilinna aðstæðna.
Hann taldi sig þurfa að leiðrétta þennan hrapalega misskilning við Ólaf Helga. Ruddist inn í dómssal Héraðsdóms Suðurlands þar sem Ólafur Helgi var að flytja mál. Og reyndi að koma skilaboðum þessa efnis á framfæri við sýslumanninn, Ólaf Helga. Ólafur benti manninum á að þarna væri hvorki staður né stund til að fjalla um þennan misskilning. Við þau orð fauk í Sævar Óla. Hann sveif á sýslumanninn, tók hann haustaki og skellti í gólfið.
Þessar "trakteringar" urðu ekki til að sannfæra sýslumanninn um að Sævar Óli sé friðsemdarmaður sem forðist ofbeldi eins og heitan eld. Þvert á móti kærði sýslumaðurinn Sævar Óla með ofangreindum afleiðingum."
Í dag fékk ég í athugasemdakerfinu á þessari bloggsíðu eftirfarandi erindi frá Sævari Óla:
"Að gefnu tilefni, vegna nýgenginns dóms héraðsdóms í svipuðu máli, geri ég, undirritaður, þér Jens Kristján Guðmundsson, sáttartilboð vegna þessara tilhæfulausra lyga og óhróðurs sem þú hefur haft uppi um mig og mína personu á bloggsvæði þínu. Nánar tiltekið þann 27.02.2007.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjármál, Heilbrigðismál, Spaugilegt | Breytt 8.3.2012 kl. 20:03 | Facebook
Athugasemdir
ja vanlifað er þessa dagana sumir mega segja hvað sem er í nafni málfrelsis aðrir eru dæmdir,gangi þer vel snillingur haltu bara þinu striki alltaf flottastur og lettir lund margra á hverjum degi
sæunn guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 00:17
Sæunn, þetta kryddar tilveruna. Ekki síst skemmtilegt "komment" stílsnillingsins Tobba frá Sleitustöðum. Ég frussaði bjór yfir lyklaborðið þegar ég las það í hláturskasti. Alltaf fjör og alltaf gaman.
Jens Guð, 8.3.2012 kl. 00:26
Það er nokkuð í laggst Jens, að standa í illdeilum við óðalbóndann á Tjarnargötu 32.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.3.2012 kl. 11:38
Ég hef mikla samúð með þér, að lenda í höndum á mannni sem er svo viðkvæmur fyrir sinni persónu að hann þolir ekki ummæli í bloggfærslum landsmanna.
Við erum reyndar vitni að slíkum mönnum, sérstaklega þeim sem eru sterkefnaðir. Þeir saka menn hægri vinstri og ná árangri á þeim vettvangi.
Varðandi athugasemdir hér fyrir ofan um gras og bjór, þá fullyrði ég sem "sérfræðingur" í Guði! að sá aðili er ekki svo viðkvæmur og óstöðuglyndur að hann þurfi bjór eða gras til að njóta sín.
En okkar ágæti Jens Guð er nær mannlegu eðli og gæti því verið líkari okkur hinum sem fylgjumst með hans bloggi.
Hann á þakkir fyrir að halda úti góðu bloggi á léttum nótum. Það er aldrei of mikið af bjartsýnismönnum. Þeir mættu vera miklu fleiri.
En að lokum ágæti Jens Guð, þá vona ég að þú komist klakklaust undan þessari persónulega áreyti sem þú gerir hér að umtalsefni. Lifðu heill!
Sigurður Herlufsen (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 12:15
Vona að "kallinn sem reddar öllu" fari ekki í mál við þig!!
Sigurður I B Guðmundsson, 8.3.2012 kl. 14:34
Þú segir nokkuð nafni!
Ég mun alveg sofa rólegur gagnvart "kallinum"
Eftir því sem ég er að lesa núna (Samræður við Guð eftir Neale Donald Walsch) þá er hann víst mjög þægilegur og skiptir sér lítið af því sem við erum að bardúsa, enda segist hann hafa gefið okkur frjálsan vilja, svo það er undir okkur sjálfum komið hvað við gerum úr því frelsi til athafna, sem okkur hefur verið trúað fyrir.
Sigurður Herlufsen (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 14:58
Tobbi frá Sleitustöðum! Það hlýtur að vera frændi minn - hvað heitir maðurinn fullu nafni?
Annars er þetta skemmtilesning allt saman og takk fyrir að deila þessum ósköpum :)
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 17:28
Guðmundur minn! Við þekkjumst vel, enda buðum við okkur fram til Alþingis saman hér um árið þegar hugsjónaeldarnir loguðu sem skærast í hjarta okkar. Svo kenndi ég þér allt sem þú veist um þau heiðurshjónin Rúnu og Árna í Hraunkoti. Þá reyndi ég að koma Gísla, litla bróður þínum, til manns. Verða aðrir að dæma um hversu það tókst til, en etv. má eitthvað marka af þeirri staðreynd að hann hefur aldrei, aldrei, boðið mér í afmælið sitt. Manni getur nú sárnað!
Tobbi (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 17:41
Nú það er þú sjálfur! Svo þeir hafa kallað þig Tobba, Skagfirðingar.
Þér að segja fer Gísli skánandi! :)
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 18:35
Það má greinilega ekki á milli sjá hvor er viðkvæmari fyrir sinni persónu Sævar Óli eða sýslumaðurinn frændi minn Ólafur Helgi. Fruss...
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2012 kl. 20:19
Held að Sævar hafi skotið sig svolítið í fótinn og jafnvel báða fætur, Byrjar á að hella sér yfir þig fyrir að hafa um hann ákveðin ummæli og kallar Ólaf sýslmann " Sýslumannsfífl" á sama tíma. Fann reyndar fína grein um þennan Sævar. Sakvæmt greininni er hann kórdrengur hinn mesti og hefur ávallt hagað sér vel ;) http://www.dv.is/frettir/2011/3/30/eftirlystur-fyrir-ofbeldishotanir/
Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 23:37
Sigurgeir (#5), þó að ég titli mig gervigrasalækni (það er bara aulahúmor) þá er ég áhugalaus um gras. Mig rennir í grun um að þú sért að vísa til hass eða marijuana. Ég er alveg úti á graslausu túni þegar kemur að því. Ég hef á mínum næstum 6 áratuga aldri reykt svoleiðis fjórum sinnum. Eða réttara sagt prófað slíkt. Fengið mér smók. Ég veit ekki hver munur er á hassi og marijuna. Og veit ekki af hvoru fyrirbærinu ég fékk mér smók. En ég fann fyrir vímu sem átti ekki við mig. Mér þótti hún kjánaleg. Bjórinn er skemmtilegur og ég held mig bara við hann.
Jens Guð, 9.3.2012 kl. 00:27
Bergur, ég spilaði fótbolta eitthvað fram eftir unglingsárum. En er áhugalaus um boltaleiki. Algjörlega áhugalaus.
Jens Guð, 9.3.2012 kl. 00:29
Axel, það er allt að því reisn yfir því og upphefð að vera kominn í glímu við óðalsbónda í Ráðherrabústaðnum.
Jens Guð, 9.3.2012 kl. 00:31
Sigurður Herlúfsen, ég fylgist spenntur með framvindunni. Ég velti fyrir mér að kaupa auglýsingu, afsökunarbeiðni, í fréttablaði um Andrés Önd. Það er í landsdreifingu. Auglýsingataxtinn er ekkert óviðráðanlegur. En ef Sævar Óli ætlar að hanga eins og hundur á roði í að auglýsingakostnaðurinn verði að vera 200 þúsund kall þarf auglýsingin kannski að ná yfir heila opnu. Það gæti komið niður á fréttum að Jóakim frænda og Rip, Rap og Rut. Ég hef áhyggjur af þessu. Ég verð að segja það. Ég er einnig að hugsa um búnaðarblaðið Frey. Það er fréttablað í landsdreifingu. Ég er að velta fyrir mér hvort að hægt sé að afgreiða þessa kröfu um 200 þúsund króna auglýsingu sem "brúttó" en ég sleppi fyrir horn með því að ná afslætti með því að prútta.
Jens Guð, 9.3.2012 kl. 00:45
Sigurður I.B., nú standa á mér öll spjót. Ég verð að skoða möguleikann með "kallinn sem reddar öllu."
Jens Guð, 9.3.2012 kl. 00:47
Ekki gleyma fréttablaðinu besta blaði á markanum. Það er tildæmis eina blaðið sem ég er áskrifandi að í dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2012 kl. 00:56
Sigurður Herlufsen, við höfum vissulega frjálsan vilja. Síðan er spurning hversu frjálslega á að túlka hann. Þegar mönnum greinir á um landamærin kemur til kasta dómstóla. Þeir hafa ítrekað komist að annarri niðurstöðu en Sævar Óli.
Jens Guð, 9.3.2012 kl. 01:01
Guðmundur, alltaf gaman að heyra frá þér, kæri vinur. Og ennþá meira gaman að uppgötva að þú eigir ættir að rekja til Sleitistaða (eða Sleitubjarnastaða eins og mér skilst að sé uppruna heiti). Eins mikið dálæti og ég hef á þér þá hækkar það álit nú um mörg þrep. Í þessu fámenna þorpi á ég marga góða vini. Yndislegt fólk. Verkstæðið á staðnum er kyrfilega merkt af mér. Eitt sinn er ég átti leið norður sem unglingur fékk Þorvaldur Sigurðsson, góður vinur minn og foreldra minna, mig til að mála merkingu á framhlið verkstæðisins. Það var áður en ég lærði grafíska hönnun en tókst samt vel upp. Þorvaldur lagði rútubíl upp að húsinu. Ég klifraði upp á hana með málningadollur og afgreiddi merkinguna alveg bærilega. Ljósmynd af verkefninu hjálpaði mér að ná inntökuprófi í Myndlista- og handíðaskóla Íslands.
Jens Guð, 9.3.2012 kl. 01:18
Tobbi, þú hækkar í áliti hjá mér vegna frændsemi við Guðmund Brynjólfsson. Og hef ég þó haft þig hátt skrifaðan.
Jens Guð, 9.3.2012 kl. 01:23
Guðmundur (#14), nú fer ég að leggja saman 2 og 2. Þú, einn besti penni bloggheims, og ritsnillingurinn Tobbi frá Sleitistöðum. Hárfínn húmor, hnitmðuð kaldhæðni, vandað málfar (kjarnyrt íslenska)... Útkoman hlaut að vera: Þið eruð frændur!
Jens Guð, 9.3.2012 kl. 01:35
Ásthildur Cesil, menn reyna að halda andliti. Ímynd skiptir máli. Hjá sumum. Við eigum það þó sameiginlegt að vera kærulausari og láta allt flakka. Þess vegna kann ég svo vel við þig. Þú ert alltaf hrein og bein og segir þinn hug.
Jens Guð, 9.3.2012 kl. 01:49
Jói, það er skrýtið stílbot hjá Sævari Óla að skrifa embættislegan texta, uppskrúfaðan virðulegan og formlegan en brjóta upp stílinn með því að uppnefna sýslumanninn ítrekað sem sýslumannsfifl. Ég ætla að það varði jafnvel við meinyrðalög. En jafnframt ætla ég að sýslumaðurinn meti þetta sem "hjal" óábyrgðs. Og hafi jafnvel lúmskt gaman af. Skelli bara á fóninn "Honky Tonk Woman".
Jens Guð, 9.3.2012 kl. 02:01
Takk fyrir það Jens minn sömuleiðis. Það er partur af því að vera manneskja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2012 kl. 02:12
Ég bíð spenntur eftir því að sýslumaðurinn verði jafn smámunasamur og Sævar og hóti því að kæra hann Sævar fyrir eitthvað sem að er (kannski) ekki 100% rétt.
Grrr (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 08:32
Grrr, fólk er dálítið mismunandi upptekið af smáatriðunum. Flestum nægir að stikla á stóru: Að helstu punktar stemmi nokkurn veginn. Ég velti fyrir mér hvað það vegur þungt að hafa ekki aðeins ráðist með skrifum mínum að Sævari Óla heldur einnig að hans persónu. Það eins og tvöfaldar sök mína.
Jens Guð, 15.3.2012 kl. 22:25
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Sem þú hefur eflaust sett fram mér til háðungar og minnkunar án þess að hafa nokkuð kynnt þér eitt eða neitt í því máli sem þú tjáir þig um og þykist samt hafa vit á...
Vildi ég gjarnan fá að vita hvað ég hef til þess unnið hjá þér, að þú hafir fundið þessa þörf hjá þér að ljúga uppá mig og mína personu og gera svo allt til að draga mannorð mitt í svaðið... Meiddi ég þig, eða þína nánustu, einhverntíma...? Því ég man ekki til þess að hafa nokkurntíma talað við, eða átt á nokkurnhátt viðskipti við þig eða þína...
Málið er...
Að eftir að ég byrjaði að blogga hérna á blog.is, í janúar, hefur mér verið bennt á að slái maður nafn mitt inní leit hérna á blogginu, þá fær maður upp bloggfærslu þína þar sem þú nefnir mig fullu nafni og lýgur, blákalt, uppá mig, ferð rangt með staðreyndir máls og reynir greynilega að gera sem minnst úr minni personu án sýnilegs tilefnis af einhverri óútskýrðri heift... Hvað veldur annað en þín vafasama personugerð og óútskýrður illvilji þinn í minn garð...? Hvað gerði ég þér til að eiga það skilið að þú ljúgir og svertir mannorð mitt á þennan hátt...?
Það skal því hér með, þér semog öðrum, upplýsast að ég, undirritaður, hef aldrei verið dæmdur fyrir "heimilisofbeldi" einsog þú heldur fram í þessu bloggi þínu... Heldur var ég einmitt að reyna að leggja fram kæru og láta taka af mér skýrslu vegna þesskonar heimilisofbeldis þegar samstuð okkar Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumannsfífls á Selfossi, varð... Komst ég að því seinna að Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumannsfífl á Selfossi, hafði BANNAÐ undirmönnum sínum að taka af mér skýrslu vegna þessa máls... Þrátt fyrir þá nýútgefna verklagsreglugerð Ríkislögreglustjóra um undantekningalausa aðra málsmeðferð slíkra mála hjá lögreglustjóraembættum en mér var þar sýnd... Og er þar með komin ástæða og útskýring á því sem gerðist í framhaldinu...
Því það var EKKI ég sem "réðst" inní dómssal... Það var Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumannsfífl, sjálfur... Væntanlega í því augnamiði að gera málstað minn að engu en allt það "ofbeldi" sem varð þar að undan varð við það að ég greip í öxl hans svo hann hrasaði við er ég var að reyna að stöðva hlaup hans í burtu frá mér... En þú heldur því blákalt uppá mig, í bloggfærslu þinni, að ég hafi "ráðist" á Ólaf Helga, sýslumannsfífl, inní réttarsal... Því lýgur þú... Jens Kristján Guðmundsson...!
Okkar samstuði lauk fyrir utan dómssalinn... Og hefði verið öllum ljóst sem kunna og nenna að lesa dóma sem ég, undirritaður, hef fengið... En þú telur þig væntanlega ekki þurfa þess til að tjá þig um mín mál...
Og væntanlega ekki nein önnur málefni... Er það...?
Býð ég þér því sættir að fyrrabragði því ég tel þig fyrirfram ekki ríkan mann hvorki af andlegum auði né veraldlegum...
Þær eru svona...
Þú ritar mér ásættanlega afsökunnarbeðni vegna þessara lyga þinna í minn garð sem verður svo auglýst í tveimur fréttablöðum er ná landsdreifingu... Munt þú að sjálfsögðu sjá um þann kostnað, að upphæð 200.000.kr...
Og svo skaltu greiða mér 200.000.kr sem bætur fyrir þessar tilhæfulausu lygar þínar í minn garð...
Þar með losnar þú við lögfræði- og málskostnað sem mun allavega tvöfalda þessa upphæð annars, og allir sáttir...
Hafir þú, eða þinn fulltrúi, ekki samband við mig, undirritaðan, innan 14 daga frá ritun og afhendingar (á þínu bloggsvæði) þessa sáttarboðs skalt þú eiga von á að það verði haft samband við þig af mínum lögfræðingum...
Takk...!
Kv. Sævar Óli Helgason
Tjarnargata 32. 101 Reykjavík
Gsm-8487019"
Svo virðist vera sem bloggfærsla mín hafi ekki verið 100% nákvæm. En samt innan skekkjumarka. Eða því sem næst. Tobbi hefur upplýst mig um það:
"Þú hélst því fram að Sævar þessi hefði ráðist á sýsla inni í dómssalnum. Þar mun hafa munað einum metra því aðalárásin átti sér stað utan dómssalsins en þó svo nálægt að sýsli varðist falli með því að grípa í hurðarhúninn að utanverðu. Svo heldur þú því ranglega fram að delinkventinn hafi tekið sýsla haustaki þegar rétt er að sýsli taldi hann hafa tekið sig hálstaki og dómarinn taldi að hann hefði þrifið í öxlina á sýsla. Hér er vitaskuld um alvarlegar rangfærslur að ræða og verða ekki réttlættar með því að ákærði og síðar dæmdi í máli þessu fékk svofellda umsögn dómarans: Framkoma ákærða var ruddaleg og brot hans gagnvart sýslumanni tilefnislaust og gróft. Hann hefur ekki sýnt nein merki iðrunar eða eftirsjár.
En, með hjálp snjalls lögfræðings, t.d. margumrædds Pro Bono, er líklegt að látið verði við skilorðsbundinn dóm sitja enda voru rangfærslur þínar aðeins metri í öðru tilvikinu en sennilega fimmtán sentimetrar í hinu."
Þetta er hið snúnasta mál. Uppgefið heimilisfang Sævars Óla er svokallaður Ráðherrabústaður. Gistiheimili fyrir erlenda þjóðhöfðingja. Sævar Óli hefur að sönnu verið skráður sem útlendur flóttamaður í Danmörku. Ég veit samt ekki hvort að það flokkast undir erlenda þjóðhöðingja. Mér skilst að Sævar Óli hafi slegið eign sinni á Ráðherrabústaðinn. Hann hafi gert sig heimakominn þar með innbroti án lykla. Mínir fulltrúar telja óráðlegt að pósta peninga og bréf til Sævars Óla á þetta heimilisfang. Það séu litlar líkur á að það komist til skila. Eignarhald Sævars Óla á Ráðherrabústaðnum sé ekki viðurkennt. Og jafnvel leiki vafi á að hann sé réttmætur húsráðandi þar eða hafi þar fasta búsetu. Mér er illa við að vita af peningum lenda í reiðuleysi vegna misskilnings eða ánákvæmni á búsetu.