Lag með Eivöru spilað í jarðarför myrts manns

  2. mars var 22ja ára Dani,  Anders Mark Hansen,  myrtur.  Útför hans fór fram um helgina.  Danskir fjölmiðlar greina frá því að Anders hafi verið hugfanginn af laginu  Hounds of Love  með færeysku söngkonunni Eivöru.  Hann hlustaði á lagið daginn út og inn.  Þess vegna var hann jarðaður undir flutningi á þessu lagi.  Um þetta má lesa á http://ekstrabladet.dk/112/article1723696.ece .

  Ástæða morðsins er talin vera afbrýðisemi.  Anders er sagður hafa daðrað við kærustu 33ja ára gamals manns.  Sem réttlætir vitaskuld ekki glæpinn. 

anders


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er hreint órtúlega ótrúleg þessi stúlka

og kemur sífellt á óvart.

Sólrún (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 15:28

2 Smámynd: Jens Guð

  Sólrún,  ég tek undir það.

Jens Guð, 15.3.2012 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.