Furðulegir rangalar póstsins

ÁrsællGunnar Andersen 

  Rekstur Póstsins er i tómu veseni.  Fyrirtækið tapar allt að hálfu öðru hundraði milljónum króna á ári.  Það er óskemmtilegt til lengdar.  Það eru ekki margir kostir í stöðunni.  Þrautalendingin er sú að útibúum er lokað og gamalreyndu starfsfólki sagt upp.  Fólki sem hefur fikrast upp launastigann í áratuganna rás.  Þá fer oft eitthvað í rugl.  En unga starfsfólkið gerir sitt besta.  Ég hef ekki undan neinu að kvarta.  Þetta er allt yndælis fólk,  jákvætt og glaðlegt með ríka þjónustulund.

  Þróunin hefur tekið á sig ýmsar myndir.  Til að mynda er nánast flókið að koma pósti til DV.  Fyrst þarf að finna einhvern sporléttan sem getur lagt land undir fót.  Hann þarf að leita uppi  samviskusaman lektor í Háskóla Íslands.  Flestir treysta best Ársæli Valfells.  Það er heppilegast að ná á honum heima við seint að kvöldi og afhenda honum póstinn.  Til að ekkert fari úrskeiðis verður að merkja póstinn í bak og fyrir með nafni einhvers núverandi eða áður hátt setts embættismanns Fjármálaeftirlitsins.  Til að mynda Gunnars Andersen.  Lektorinn hringir þá í Gunnar til að fá staðfest að pósturinn eigi að skila sér til DV.  Bingó!  Ársæll skilar póstinum til DV ekki síðar en næsta dag. 

  Vandamálið við þessa aðferð er sú að Pósturinn fær ekkert póstgjald.  Það er ein af ástæðunum fyrir rekstrarhallanum.  Þanngi bítur þetta allt í skottið hvert á öðru.   

postman

Ársæll fyrir utan höfuðstöðvar DV við Tryggvagötu.  

Það fer ekki framhjá gestum og gangandi á Tryggvagötu þegar Ársæll mætir á svæðið eldsnemma að morgni.  Hann blastar á útopnu fjörlegum Bítlalögum og tekur hraustlega undir í viðlagi.  Stígur jafnvel nokkur dansspor í leiðinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Segjum svo að hér ríki ekki hörð samkeppni ... ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.3.2012 kl. 22:42

2 Smámynd: Jens Guð

  Hjördís,  það er togast á um hvert bréf.

Jens Guð, 15.3.2012 kl. 23:18

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Einkaframtakið lætur ekki að sér hæða

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.3.2012 kl. 23:39

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Wafles post service! Hringdi pósturinn bara einu sinni í Gunnar? Hringir pósturinn ekki alltaf tvisvar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.3.2012 kl. 23:44

5 Smámynd: Jens Guð

  Axel,  það er búið að loka pósthúsinu í Varmahlíð.  Það er skilgreint sem betri þjónusta að póstur sé sóttur út á Sauðárkrók.  Aðeins 20 mínútna krókur og upplagt að versla í KS á Króknum í leiðinni.

Jens Guð, 16.3.2012 kl. 00:03

6 Smámynd: Jens Guð

  Þar ráða ríkjum menn sem hafa hagnast um milljarða í einhverjum leikfléttum sem gera Finn öfundssjúkan.

Jens Guð, 16.3.2012 kl. 00:05

7 Smámynd: Jens Guð

Finn Ingólfsson, svo að þetta sé dálítið nákvæmt.

Jens Guð, 16.3.2012 kl. 00:07

8 identicon

Þýski pósturinn (Deutsche Post) er að loka eða er búin að loka öllum sínum útibúum.

Nú fáum við aðeins þjónustu í gegnum fyrirtæki sem hafa samið um að bjóða upp á póstþjónustu við Deutsche Post.

Pósturinn var á þessari leið fyrir nokkrum árum en hætti því og opnaði eigin pósthús aftur.

Ætli það sé ekki best að "pakka" póstinum í tölvuform og senda hann þannig.

Stefán (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 16:54

9 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  takk fyrir þennan fróðleik.

Jens Guð, 16.3.2012 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.