16.3.2012 | 19:34
Einföld lausn á eiturlyfjavandanum?
Sjálfstæðisflokksmenn vilja fá að sniffa sitt kók og reykja sitt hass án afskipta lögreglu og dómstóla. Þeir vilja jafnframt geta gengið að þessum vímuefnum í hæsta gæðaflokki, vottuðum af embættismönnum ríkisins. Þeir vilja að auki fá að kaupa skammtana sína af ríkisstarfsmönnum í staðinn fyrir að þurfa mikið lengur að kaupa skammtana af sjálfstæðum sölumönnum í geira einkaframtaksins. Að sögn er vond reynsla af sjálfstæðu sölumönnunum. Það er fallvalt að treysta gæðum vímuefna þeirra og allskonar rugl í gangi.
Ýmsir aðhyllast þetta baráttumál sjalla. Aðrir finna því allt til foráttu.
Það er til ráð. Það er hægt að fá úr því skorið hvort óbreytt ástand annars vegar eða hins vegar leið sjallanna er heppilegri. Þetta er hægt án þess að taka mikla áhættu.
Aðferðin er sú að fara í Kópavogi leið sjallanna. Leyfa þar sölu á hágæða hassi og kóki í vínbúðunum í Dalvegi og Smáralind.
Eftir 3 ár (eða 4) verður komin reynsla á þessa leið. Þá er hægt að bera útkomuna saman við ástandið á Íslandi utan Kópavogs. Ef Kópavogsleiðin kemur vel út er næsta skref að víkka hana út til Garðabæjar. Þá þarf reyndar að opna þar vínbúð á nýjan leik. Garðbæingar eru svo mikið í öðrum efnum að áfengissala hefur ekki þrifist þar. Hvað þá pöbb. Það er einmitt betra þegar kemur að umræddri tilraun.
Ef reynslan verður sömuleiðis góð í Garðabæ er röðin komin að Hafnarfirði. Og þannig koll af kolli. Alveg þangað til að Vestmannaeyjar standa einar eftir með gamla fyrirkomulagið. Þá verða þær um aldur og ævi víti til varnaðar. Ef sjallarnir hafa rétt fyrir sér.
Klofinn Sjálfstæðisflokkur í Kópavogi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Löggæsla, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:53 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 1028
- Frá upphafi: 4111553
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Jens. Fíkniefnalaust alþingi eða leyfa öllu fólki að taka ábyrgð sjálft á því sem það notar. Er það ekki réttlát krafa? Það eru nú samt vonandi ekki allir Sjálfstæðismenn í undirheima-viðskiptum. Það er víst ekki gott að alhæfa.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.3.2012 kl. 20:42
http://www.emedicalmarijuanacard.com/
GB (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 21:16
Á svo að einkavæða söluna eftir að ríkið hefur séð um þetta í ca. 10 ára eða svo... ;)
En án gríns, er þetta rétt ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.3.2012 kl. 22:57
Eg er bara ekki að sjá þetta gerast í nánustu framtíð á Íslandi. Vegna þess að það er meir að segja bannað að hafa marijúhanaplöntu í stofuglugganum hjá sér. Barasta bannað með lögum. Og það er tekið hart á brotum þar að lútandi. Meðan að það er bannað að þá er eg ekki að fara að sjá slíkar stórtækar breitingar eins og sjallar eru með. Ekki að sjá það fara að gerast.
En talandi um plöntur, að þá vekur eftirtekt fréttir um ræktun hér og hvar sem löggan er að þef uppi. þetta er nokkuð algengt og virðist jafnt og þétt. Og ennfremur er oft um umtalsvert magn að ræða. Eg held það megi reikna með að í rauninni sé ræktun þá a.m.k. þúsundföld miðað við það sem löggan er að þefa uppi. Og hugsanlega marþúsundfölld. þ.a.l. virðist umtalsverður markaður fyrir þetta.
Með hliðsjón af ofanskrifuðu vekur athygli að samkvæmt skoðanakönnunum vill nánast enginn láta lögleiða kannabiss á Íslandi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2012 kl. 00:09
Ómar, síðasta fullyrðing sem þú kemur með er vægast sagt kolröng.
Jens, væri ekki nær að skoða hvernig þetta hefur gengið í Portúgal? Þar er komin yfir 10 ára reynsla.
Manni (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 00:14
Anna Sigríður, ég held að Árni Johnsen sé voða lítið í þessum undirheima bransa.
Jens Guð, 17.3.2012 kl. 00:17
GB, takk fyrir þetta. Þarna eru það ríkin í BNA sem leyfa veiku fólki að reykja.
Jens Guð, 17.3.2012 kl. 00:18
Hjördís, ég er að vísa til ályktunar SUS sem telur 13.000 hálf fertuga sjalla og þar undir.
Jens Guð, 17.3.2012 kl. 00:25
Ómar Bjarki, mér skilst að verulega mikið af innlendri ræktun fari á erlendan markað. Útlendinga vantar alltaf hass.
Jens Guð, 17.3.2012 kl. 00:32
Manni, hvernig er þetta í Potrúgal? Ég þekki ekkert til þar.
Jens Guð, 17.3.2012 kl. 00:32
Sérstakt Jens, hvað þetta er þér hugleikið efni.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 17.3.2012 kl. 02:30
Garðbæingar eru einna helst í góðum efnum.
Theódór Norðkvist, 17.3.2012 kl. 05:40
Eitthvað sá ég útundan mér varðandi Portúgal um daginn. Greinin var of löng og þung fyrir mig til að halda athygli en með því að horfa yfir hana var verið að tala um að þeir lögleiddu eitthvað dóp. Held heróin. Undirtektir virtust góðar, bæði fyrir dópistana og reglusama fólkið.
Grrr (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 05:50
Þeir sem hvað ákafast mæla fyrir lögleiðingu þessa efna, hafa m.a. rökstutt það með því að efnin verði svo ódýr, þegar salan hefur verið ríkisvædd, að draga muni stórlega úr fjármögnunarþörf fíkla og glæpum sjálfkrafa fækka í kjölfarið!
Slíkar hugleiðingar eru auðvitað tóm fyrra og tálsýn ein. Verðlagning fíkniefna hefur í grófum dráttum fylgt verði áfengis. Áfengi hefur verið, er og verður stór póstur í tekjuöflun ríkissjóðs. Verði fíkniefnum stillt upp við hliðina á áfengi, sem mun ódýrari kosti, mun neyslan einfaldlega færast úr áfenginu yfir í þessi efni í stórum stíl. Það myndi þýða tekjutap fyrir ríkissjóð. Því yrði ríkið að skattleggja þessi efni til jafns við áfengið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.3.2012 kl. 08:45
Menn getað barið hausnum við steininn og haldið áfram í óvinnandi eiturlyfjastríði sem allir munu tapa í.. nema hugsanlega undirheimalýður, það er æöngu kominn tími til að horfast í augun við málið.. í stað þess að afhenda þennan markað í hendur Hells Angels og co.
Portúgal, eiturlyfjaneysla niður um helming
Drug warriors often contend that drug use would skyrocket if we were to legalize or decriminalize drugs in the United States. Fortunately, we have a real-world example of the actual effects of ending the violent, expensive War on Drugs and replacing it with a system of treatment for problem users and addicts.
Ten years ago, Portugal decriminalized all drugs. One decade after this unprecedented experiment, drug abuse is down by half:
Meira: http://www.reddit.com/tb/pnmqb
Málið er að hardcore bönn.. skila enn meiri vanda. Face it
DoctorE (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 09:24
Axel: Það getur vel verið að eitthverjir hafi rökstutt þetta út frá verði.
Ég man reyndar ekki eftir því.
Vonandi rökstyðja flestir þetta án gróða hvað varðar peninga til og frá. Mannslíf og undirheimastarfsemi er erfitt að verðleggja.
Grrr (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 09:28
ÁTVR lokaði í Garðabæ fljótlega eftir að ég fluttist þaðan eftir c.a.25 ára búsetu!!
Sigurður I B Guðmundsson, 17.3.2012 kl. 11:46
,,Ómar, síðasta fullyrðing sem þú kemur með er vægast sagt kolröng."
Nei.
,,Einungis 12,3% þjóðarinnar eru hlynnt lögleiðingu kannabisefna. 87,7% eru andvíg.."
Þó vekur athygli að það er áberandi aldursskipting og einnig kynjaskipting: ,,18,7% karla en aðeins 6,8% kvenna hlynnt lögleiðingu kannabisefna. Hugmyndin nýtur einnig mest fylgis meðal yngsta aldurshópsins en 26,1% fólks á aldrinum 18-29 ára segist hlynnt lögleiðingu en aðeins 5,8% fólks yfir fimmtugu."
http://eyjan.is/2011/11/23/877-islendinga-andvigir-hugmyndum-um-logleidingu-kannabisefna/
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2012 kl. 13:05
Ég er nú svolítið skotin í þessari hugmynd að leyfa þetta bara en ekki þá með einhverjum takmörkunum því þá verður alltaf svarti markaðurinn sem sér um þann hluta sem er ekki leyfður. Annað hvort á þá að leyfa þetta allt saman, eða ekkert af því.
Gunnar Waage, 17.3.2012 kl. 13:22
Trúlega hefði það verið besta vörnin til að koma í veg fyrir að mótorhjóla gengi sæktu hingað að vera búin að leyfa þessi fíkni efni.
Auðvitað gætu þeir eftir sem áður gert út á það að koma með uppáhaldsfrænkur sínar frá austur evrópu hingað til að kynna þær fyrir kátum og skemmtilegum mönnum hér á Fróni
En spurning hvort að það væri nóg púður í því fyrir englakroppana...
Sólrún (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 13:40
Sviss hafa gert þetta með góðum árangri, Portúgalar hafa gert þetta með góðum árangri og Hollendingar hafa gert þetta með góðum árangri. Þið bara viljið ekki viðurkenna það af því að það myndi þýða að þið þyrftuð að viðurkenna að þið hefðuð stutt ástand sem hefur kostað fleira fólk líf sitt og æru en öll ólöglegu efnin til samans. Ég get rétt ímyndað mér að það sé erfitt fyrir samvisku manns að átta sig á því að urmull af ungu fólki hefði ekki þurft að deyja úr ofneyslu þessara efna ef þið væruð ekki svona ógeðslega þver.
Þetta verður allt saman gert löglegt þegar fólk í kringum 45 ára aldurinn í dag verður orðið það gamalt að það er annað hvort dáið eða hætt að geta kosið.
Þar fyrir utan er ekki til nein einföld lausn á eiturlyfjavandanum, þó að einfeldningar vilji meina að það sé nóg að "segja bara nei".
Ómar Bjarki skrifar: "Nei."
Víst.
Þó að við gefum okkur að það sé eitthvað að marka þessa skoðanakönnun að þá er 12,3% ekki "nánast enginn", þvert á móti, 12,3% af 317.000 er nálægt 40.000 manns ef hugarreikningur minn er ekki að bregðast mér. Það er síðan áhugavert að það sé svona mikið af fólki á Íslandi sem aðhyllist það að meirihluti eigi að fá að kúga minnihlutinn.
Maynard (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 14:33
Guðrún María, hvað er sérstakt við það?
Jens Guð, 17.3.2012 kl. 14:47
Eiturlyf ætti ekki að tala um með léttúð, og það ætti hvorki að leifa eitt eða neitt í sambandi við eiturlyf. Það á að þingja refsiramman til muna. Til eru verksmiðjutogarar sem koma ekki að landi nema í mesta lagi einu sinni á ári, þar væri hægt að láta þá vinna fyrir sömu launum og á Litla Hrauni, fyrir ódæðisverkunum. Það er engin refsing að vera á hótelinu á stokkseyrarbakka og búa til bílnúmer. Ef refsingin er nógu mikil þá hugsa menn sig vel um áður en þeir fara út í svona brask.
Eyjólfur G Svavarsson, 17.3.2012 kl. 15:03
Maynard, nánast og nánast. Tók svona til orða.
Hinsvegar eftirtektarvert kynslóðamunurinn (og ennfremur kynjamunruinn.)
Að samkv. kynslóðamununinum þá verða líklega altaf fleiri og fleiri fylgjandi l0geiðingu. Sést bara í BNA. Á 30-40 hefur orðið ótrúleg fjölgun í fylgjandahópinum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2012 kl. 15:28
Það hefur reynst vel í Singapore að skjóta þá sem eru með dóp á sér.Það er bara staðreynd.
Þar eru menn leiddir fyrir dómara og réttur settur og ef sannast að menn hafi haft á sér eitthvað umfram leyfileg mörk sem eru skilst mér mjög lág.
Þá er bara farið út undir vegg.Það eru lög hjá þeim
Sólrún (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 15:35
Er þeir ekki hengdir ? Er það ekki opinera aðferðin við aftöku í Singapúr. Er samt um ef um innflutning er að ræða, að eg tel. Yfirmaður Singapúrslu Aftökustofnunarinnar sagði að hann hafði tekið af lífi um 1000 manns frá því er hann hóf störf 1960. Hann hafði yfir þessi orð fyrir aftökur: ,,Ég mun senda þig á betri stað en þennan. Guð blessi þig."
Almennt séð með kannabis, þá er að líklega vonlaus og tilgangslaus barátta. Mikilu skynsamlegra að leyfa þetta með einhverjum hætti. Bara svipað og með áfengisbannið á sínum tíma. Alveg vita vonlaust.
Hér má sjá marijúhana akra í Rif fjöllunum í Marokkó. Er samt bannað í Marokkó að eg tel. Virðist samt horft framhjá þessu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2012 kl. 16:43
Hér má sjá marijúhana akra í Rif Fjöllunum í Marokkó.
http://youtu.be/NdrWlABlS40
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2012 kl. 16:44
Næs þessi aftökustjóri hjá þeim þarna í Singapore þeirra útgáfa af hinum íslenska og elskaða Geit Jóni :)
Það er kannski ekkert mikið í sjálfu sér 1000 manns síðan 1969 miðað við að þetta var mesta dóp og glæpa bæli heims áður en þessi lög tóku gildi og þarna búa miljónir.
Eg hef á tilfinningunni eftir að hafa séð þessar tölur að menn muni hafa verið tiltölilega fljótir að átta sig...
En mér skilst að þarna þekkist varla glæpir eða dóp eins og nú er og ef þú missir veskið þitt úti á götu troðfullt af dollurum keppist menn um að ná því til að hlaupa á eftir þér með það og skila því.
Sólrún (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 17:28
Jaá, veit ekki nákvæmlega hann hafði í huga eða hve mörg ár. En Singapúr hefur stundum verið listað sem land ofarlega á lista yfir fjölda aftaka. Er eitthvað óljóst vegna þess hve leyndarhyggjan er mikil. Kemst yfirleitt ekki í kastljós nema þegar útlendingar eru teknir. Á tímailinu um 1990-2000 var singapúr metið með næstflestar aftökur miðað við höfðatölu og hærra en Sádía sem þykir ekki til fyrirmyndar í mannréttindamálum. Singapúr er ekki sniðug land.
Hinsvegar er oft tekið strangt á eiturlyfum í Suðaustur-Asíulöndum. Ekki allir frá Vesturheimi sem vara sig á því.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2012 kl. 18:16
Þakka þér fyrir þetta Ómar Bjarki það er alltaf skemmtilegt að fræðast um málin eða það finnst mér að minstakosti.
Eg get alveg trúað því að Singapúr sé ekki niðugt land fyrir okkur þennan villilýð úr lausagöngufjósinu Íslandi.
Og ekki hægt að segja að það fari um mann nein huggulegheit að hugsa um þessar aftökur
En kannski venst það eins og annað eg veit það ekki
Það eir sienleg aðferð að ætla að láta það duga að afla sér fróðleiks hér úr ríkissjónvarpinu og því er alltaf gaman að lenda á spjalli um hin ýmsustu mál
Sólrún (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 19:39
Já. þess ber þó að geta að upplýsingar um aftökur og resingar almennt í Singapúr eru dáldið misvísandi. Eg segi fyrir mig, að eg var dáldið hissa á að aftökur væru flei hlutfallslega þar en í Sádíu. (Allavega á sumum tímabilum). Maður svona hefur tilhneygingu til að líta á Singapúr sem frelsisland. Mannréttindasamtök hafa gert athugasemdir við framferði stjórnvalda þar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2012 kl. 19:45
Það er nú þetta með tölfræðina á flestum sviðum að það er ekki sama hver segir frá eg held að við þekkjum það nú alveg her á landi líka.
Enda kannski ekki málið með nákvæma höfða tölu í þessu samhengi.
Það sem mér finns vera markvert við umræðuna hér á síðunni hans JG er það að það hafa komið fram ýmsar upplýsingar og aðrir fletir en vanalega eru uppi í
spekúlasjónum um þessi fíkniefnamál.
Til dæmis um reynslu af því að banna ekki efnin.
hvernig allt er látið grafa sig niðður í sömu hjólförunum og þar sem þeim gömlu aðferðum er beitt versnar ástandið og hert viðurlög hækka bara verðið ef þau gera þá eitthvað
Alveg tímabært að fara að skoða eitthvað annað held eg...
Sólrún (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 22:31
Theódór, þeir líta ekki við öðru en góðum efnum.
Jens Guð, 17.3.2012 kl. 22:46
Grrr, það er um að gera að skoða reynslu annarra þjóða af mismunandi leiðum. Dóp er vandamál og verður alltaf vandamál. Engin leið er algóð. Þetta er spurning um skásta kost, skástu leið.
Jens Guð, 17.3.2012 kl. 23:47
Þeir sem eru í góðum efnum hafa efni á góðum efnum! Hvað tilraunina varðar, þá er nú hægt að skjótast í ríkið í Kópavogi, þó maður búi ekki þar. Ætli þetta myndi leiða til að öðrum áfengisverslunum á höfuðborgarsvæðinu yrði lokað í hagræðingarskyni?
Theódór Norðkvist, 18.3.2012 kl. 07:02
Kannabis t.d. hefur verið notað í um 5000 ár, jafnvel lengur.
Þrátt fyrir hörð viðurlög s.s. dauðarefsingar þá sækist fólk í þessi vímuefni. Mannfrekt og rándýrt eftirlit hefur hingað til ekki skilað árangri að því að virðist því neyslan hefur aukist. Glæpahópar, hryðjuverkamenn og undirheimastarfsemi fjármagna sig með sölu á þessum efnum og bókstaflega vaða í peningum vegna þessa. Það þarf greinilega að taka á þessum vanda með nýjum tökum og nýjum viðhorfum, gömlu vinnubrögðin hafa ekki reynst eins vel og menn ætluðu í fyrstu.
"Lögleiðing" mundi taka, ef svo skal segja, fjármagnið úr undirheimunum og færa það upp á yfirborðið. Glæpahópar mundu missa stóra tekjuöflun, sem hefur hingað til verið algjörlega skattlaus. Óheyrilega dýr kostnaðurinn við eftirlit og dómskerfi væri hægt að nota í annars konar forvarnir í þessu máli.
Það er ágætt að hafa það í huga að nú þegar eru leyfileg vímuefni, annað þeirra (nikótín) stórhættulegt miðað við hvað þarf lítið magn til að drepa mann og hitt (alcohol) hefur valdið meira böli en nokkuð annað vímuefni í mannkynssögunni.
Jóhannes (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 13:01
Axel Jóhann, góður punktur.
Jens Guð, 18.3.2012 kl. 20:49
DoctorE, fyrst að þetta virkar í Portúgal þá er líklegt að það virki einnig í Kópavogi.
Jens Guð, 18.3.2012 kl. 20:52
Grrr, það er margt til í þessu.
Jens Guð, 19.3.2012 kl. 22:21
Sigurður I.B., það var eitthvað dularfullt hvernig salan hrapaði skyndilega í vínbúðinni í Garðabæ.
Jens Guð, 19.3.2012 kl. 22:22
Ómar Bjarki (#18), svo skiptir fólk um skoðun á þessu þegar það eldist og eignast börn. Er það ekki?
Jens Guð, 19.3.2012 kl. 22:25
Gunnar, ég tel það alveg þess virði að fikra sig áfram með að aflétta banni. Hér hefur komið fram að það virðist hafa gefið góða raun í Portúgal. Og að mér skilst í Hollandi líka. Ég er ekkert fyrir önnur vímuefni en bjór. En það skiptir svo sem engu máli varðandi þetta.
Jens Guð, 19.3.2012 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.