Tími húsbílsins er genginn í garð

  Samkvæmt grátkórnum stefnir hraðbyr í að þorp landsins breytist í gettó (þau eru það reyndar þegar ef mark er takandi á jarmandi vælusöngvum þar um).  Fiskvinnslufólk og sjómenn hætta að fá borguð laun fyrir sína vinnu.  Þess í stað mun þetta fólk borga með sér til að fá að vinna.  Það mun togast á um hvert starf og yfirbjóða hvert annað til að fá að vinna.  Hvaðan fólkið fær pening til að borga háar upphæðir með sér er hulin ráðgáta.  Hitt er ljóst að fólkið mun ferðast frá þorpi til þorps,  úr einu gettói í annað eftir því hvar fólkið fær að borga með sér til að fá vinnu.

  Þá er runnin upp sú stund að jarðfast húsnæði er vondur kostur.  Tími húsbílsins er genginn í garð.

húsbíll

Best er að byrja ódýrum húsbíl.

húsbíll-1A

Það getur komið sér vel að hafa smá verönd á húsbílnum,  þægilega eldunaraðstöðu og snúru til að hengja vinnugallann til þerris.

húsbíll-A1

Miklu skiptir að hafa gott þak yfir höfuðið til að verjast íslenskum vindum og regni.  Og nýta rýmið vel.  Þegar fram í sækir verður húsbíllinn stöðutákn.  Þannig er þróunin.  Hún verður ekki stöðvuð.

húsbíll-A3


mbl.is Býr til gettó á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað gerir Óli útrásarauli nú.. hvernig verður næsta afmælisveisla... bara úldin ufsi með horkögglum úr Elton John..

DoctorE (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 09:18

2 identicon

Fylgir bekkurinn með stóra húsbílnum?

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 14:47

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er fyrsta myndin af ferðafangelsi??

Sigurður I B Guðmundsson, 27.3.2012 kl. 16:24

4 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  veislan er á höfuðborgarsvæðinu.  Gettóin eru í dreifðari byggðum landsins.

Jens Guð, 27.3.2012 kl. 23:09

5 Smámynd: Jens Guð

  Bergur,  það er bekkurinn sem er til sölu.  Húsbíllinn fylgir með sem kaupauki.

Jens Guð, 27.3.2012 kl. 23:10

6 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  rimlarnir eru öryggisbúnaður.  Til varnar þeim sem ganga í svefni.

Jens Guð, 27.3.2012 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.