1.4.2012 | 21:38
Vond plötuumslög?
Á dögum vinylplötunnar vóg hönnun umslagsins ţungt. Umslag vinylplötunnar er 31 x 31 cm. Til samanburđar er algeng stćrđ á forsíđu bókar 15 x 21 cm. Vinylplötuumslag glennir sig allt ađ ţví yfirţyrmandi framan í ţann sem handleikur gripinn. Flott grafísk hönnun á umslagi gerir heilmikiđ fyrir plötuna. Góđ dćmi um ţađ eru síđustu plötur Bítlanna.
Vond grafísk hönnun á umslagi dregur ađ sama skapi plötuna niđur. Í ţeim tilfellum er oft um ađ rćđa ađ tónlistarmađurinn á plötunni hefur fengiđ hugmynd - sem honum ţykir snjöll - og fćr einhvern ungan teikniglađan ćttingja til ađ útfćra dćmiđ. Undantekingalítiđ kemur ţetta illilega niđur á leturvali og úrvinnslu.
Í öđrum tilfellum eru poppstjörnurnar greinilega međ einhverja ranghugmynd um sig. Eins og gengur.
Ţetta hefur ţótt bráđsniđug hugmynd. Skilabođin eiga sennilega ađ vera ţau ađ ekki sé allt sem sýnist. Ţegar betur verđi ađ gáđ ţá reynist platan dýpri og bitastćđari en halda má í fljótu bragđi. Ţarna er líka fótósjoppađ af dugnađi. Nćstum sjötug konan virđist vera međ jafn slétta húđ og fermingarstelpa.
Ţessi plata kom út 2009. Carly Simon á langan og framan af farsćlan feril. Ţekktasta lag hennar er You´re So Vain. Hún átti fjölda ţekktra kćrasta. Ţar á međal Mick Jagger, Kris Kristofferson, Warren Beatty og James Taylor. Međ ţeim síđastnefnda samdi hún fjölda söngva. Hann er á leiđ til Íslands ađ syngja í Hörpu.
Ţegar platan Never Been Gone kom út var allt í klessu hjá Carly. Plötur hennar seldust ekki lengur. Alvöru plötufyrirtćki vildu ekki gefa út nýjar plötur međ henni. Kaffihúsakeđja hafđi aumkađ sig yfir hana og gefiđ út nćstu plötu á undan.
Never Been Gone var unnin af vanefnum. Kella var illa fyrir kölluđ og ringluđ (í andlegu ójafnvćgi). Hún stóđ í málaferlum viđ kaffihúsiđ. Taldi ţađ hafa selt einhver eintök af plötunni en ţóst ekki selja neitt. Sonur hennar sá um Never Been Gone og var algjör "amatör" á ţví sviđi. Umslagiđ ber ţess merki. Á plötunni raular Carly ţó sín bestu og ţekktustu gömlu lög. 5 stjörnu lög sem slík. En ţađ er allt svo illa gert ađ gagnrýnendur gáfu plötunni 1 eđa í hćsta lagi 2 stjörnur.
Ţađ er eins og sumar poppstjörnur tapi dómgreind eftir langvarandi eiturlyfjaneyslu og rugl.
Ţannig hljómađi Carly Simon fyrir nćstum hálfri öld:
Jú, jú. Sérhannađir búningarnir eru svakalega smart. Eđa...ja, sko, ţeir einhvern veginn smell passa á ţessa ofur svölu töffara. Kjaftur hćfir skel. Og letriđ skrautlegt. Ţeir hafa veriđ stoltir af sér og plötunni ţessir sćnsku stćlgćjar.
Kynţokkinn gargar. Hann geislar af ţessum skvísum. Háriđ snyrtilega hrúgađ upp eins og vel hlađinn heyvagn. Og hjörtun syngja í kór. Glennulegar poppgálur klámkynslóđarinnar geta margt lćrt af ţessum pćjum. Ţćr kunna ađ kitla erótíkina án ţess ađ sýna of mikiđ.
Hćgt er ađ hlusta á glađlega músík ţessara glađvćru kvenna hér: http://mrweirdandwacky.blogspot.com/2010/06/braillettes-our-hearts-keep-singing.html
Ţetta eru svo harđir gaurar ađ ţeir bryđja glerflöskur í morgunmat. Takiđ eftir öllum gullkeđjunum. Líka á hundinum. Vindillinn undirstrikar hversu harđir naglar ţessar poppstjörnur eru. Grrrrrrrr...
Pizzur og bongótrommur. Ósvikin ávísun á risa fjör. Hvoru tveggja pizzurnar og trommurnar eru táknađar međ hvítum kringlóttum flötum. Og einum rauđum. Svo er ţarna kjöthakk í skál. Hugmyndasmiđurinn hefur veriđ viđ ţađ ađ rifna úr monti.
Hljómsveitin, Irving Fields Trio, var skipuđ annáluđum stuđboltum frá New York. Ađrar stuđplötur međ hljómsveitinni báru nöfn eins og Kringlur og bongótrommur, Kampavín og bongótrommur, Bikíni og bongótrommur og eitthvađ álíka. Ţađ einkennilega var ađ hljómsveitin var ekki međ neinar bongótrommur. Og reyndar ekki pizzur heldur.
Ţađ verđur ekki hjá ţví komist ađ láta sýnishorn međ stuđboltunum fylgja hér međ. Ţeir kunnu ađ trylla lýđinn, ţessir guttar:
Ţessi skutla er ekkert ađ eltast viđ rakáhöld eins og stelpur klámkynslóđarinnar. Ţvert á móti er hún stolt af lođnum fótum. Og má vera ţađ. Ţađ er ekkert ađ ţví. Samt myndi ţetta umslag ekki teljast markađsvćnt í dag. Blómamyndirnar á stuttum kjólnum og stólnum eru nánast í stíl.
Hér er einn ofurtöffarinn til. Munstriđ á skyrtunni er eins og geisladiskum hafi veriđ rađađ utan hana. Kappinn reiđir jakka um öxl og pírir augun á eins kynţokkafullan hátt og honum er mögulegt. Hann kann ţetta. Dáleiđir hreinlega dömurnar, dásamađur alls stađar.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Spaugilegt | Breytt 2.4.2012 kl. 20:28 | Facebook
Athugasemdir
Stundum geturđu drepiđ mann Jens
Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 1.4.2012 kl. 23:38
Ţú ert gamansamur Jens, ţykir mér, kaldhćđnin ţvílík ađ mađur fćr tannkul.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.4.2012 kl. 00:24
Hún er sexy ţessi međ lođnu leggina :)
Páll Blöndal, 2.4.2012 kl. 00:48
Ómar Ingi, 2.4.2012 kl. 01:02
Ásthildur Cesil, ţađ eru ţessi fínu plötuumslög sem geta drepiđ mann.
Jens Guđ, 2.4.2012 kl. 01:58
Axel Jóhann, ţetta er assgoti gott orđatiltćki međ tannkuliđ. Ég verđ ađ hnupla ţví viđ tćkifćri.
Jens Guđ, 2.4.2012 kl. 01:59
Páll, hún er hlýleg.
Jens Guđ, 2.4.2012 kl. 01:59
Ómar Ingi, takk fyrir innlitiđ.
Jens Guđ, 2.4.2012 kl. 02:00
Mér fannst skemmtilegasta myndin af gaurunum í bleiku skyrtunum og grćnu vestunum
Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 2.4.2012 kl. 02:05
Jóna Kolbrún, ţeir eru snilld. Ég veit ekki hvers vegna sú hljómsveit skipti um nafn fyrir einhverjum árum. Eđa hvort ađ frćgđin steig söngvaranum til höfuđs og hann fór út í sólóferil og tók nafniđ međ sér. Ţađ var eitthvađ svoleiđis í gangi.
Jens Guđ, 2.4.2012 kl. 02:12
Eru hörđu gaurarnir búnir ađ pimpa hundinn up međ medalíu?
Grrr (IP-tala skráđ) 2.4.2012 kl. 08:23
Grrr, ég held ađ hundurinn sé ađal í ţessari hljómsveit; ţađ sé hann sem hengi bling-blingiđ á drengina.
Jens Guđ, 2.4.2012 kl. 11:36
Ég fann síđu međ svona "Vondplötuumslags" ţema fyrir allnokkru síđan. Tók mig til á einu fylleríinu og náđi mér í megniđ af ţeim plötum (allt hćgt ađ finna á netinu).
Tónlistin var verri en umslögin.
Heimir Tómasson, 2.4.2012 kl. 11:55
Gert Jonnys rokka ţarna feitast, tel ég.
hilmar jónsson, 2.4.2012 kl. 12:34
Ţú gleymdir ţessu umslagi.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráđ) 2.4.2012 kl. 17:55
Heimir, ţađ er oft sterkur samhljómur međ plötu og umslagi. Umslag sem ber öll merki mikils metnađar, fagmennsku og listrćnnar framsćkni er líklegt til ađ innihalda tónlist í stíl.
Á sama hátt er barnalegt umslag međ klúđurslegri framsetningu á kjánalegri hugmynd gjarnan merki um aulalega músík.
Ţetta er dálítiđ eins og hvađ er auđvelt ađ átta sig á músíksmekk fólks út frá klćđaburđi viđkomandi, hárgreiđslu og fasi: Rappararnir međ sínar lausgirtu víđu gallabuxur, húfu og ţess háttar. Ţungarokkararnir međ sitt síđa hár, húđflúr og leđurjakka. Pönkarar međ hanakamb og anarkistamerki. Og svo framvegis.
Jens Guđ, 2.4.2012 kl. 20:19
Hilmar, ég er sannfćrđur um ađ gaurarnir í Gert Jonnys eru ţér sammála. Ţegar ţeir hafa veriđ á mesta flugi eiga Geirmundur Valtýs og Skálmöld til samans ekki séns.
Jens Guđ, 2.4.2012 kl. 20:22
Bergur, takk fyrir ábendinguna. Ţetta kventríó slćr The Braillettes viđ. Ţćr ná líka hrúga hárinu ennţá betur upp í heysátu.
Jens Guđ, 2.4.2012 kl. 20:26
Ég get ekki hćtt ađ hlćja.
Víđir (IP-tala skráđ) 17.4.2012 kl. 17:45
Víđir, ţetta eru brandarar án ţess ađ vera ćtlađir sem brandarar. Ţess vegna er ţetta svona fyndiđ.
Jens Guđ, 18.4.2012 kl. 01:03
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.