Bretar væla undan köldu brauðmeti

Pizza_Squarespizza-brauð 

  Bretar eru ótrúlegar væluskjóður.  Að minnsta kosti vantar ekkert upp á að volað sé undan öllu mögulegu og ómögulegu í breskum dagblöðum.  Ég man ekki hvort að þetta var svona á árum áður eða hvort að þetta er að ágerast.  Það er vælt undan stöðugum verðhækkunum,  vaxandi kostnaði við að reka heimili,  nýjum álögum,  nýjum boðum og bönnum og ég veit ekki hvað og hvað.

  Meðal nýrra laga sem Bretar væla undan er að óheimilt er að selja á góðu verði bjór,  létt vín og sterk vín.  Það má ekki verðleggja þessar veigar undir tilteknum upphæðum.

  Ennþá sárar er vælt undan 20% skatti sem verður settur á volgt og heitt brauðmeti í Bretlandi frá og með október.  Ekki aðeins vola Bretar undan verðhækkuninni sem skatturinn framkallar heldur einnig hverju þessi nýi skattur mun breyta. 

  Skatturinn leggst á brauðmeti sem er afgreitt heitar en stofuhita.  Þetta þýðir að bakarí verða að fjárfesta í hitamæli.  Pizzur,  vínarbrauð og ýmislegt annað brauð hefur til þessa verið afgreitt heitt eða vel volgt.  Til að komast hjá nýja skattinum þarf brauðið að standa í nokkrar mínútur þangað til það hefur kólnað undir stofuhita.  Verst er þetta með pizzurnar.  Þær koma 90 gráðu heitar út úr ofninum.  Það getur tekið pizzu 15-20 mínútur að kólna niður fyrir stofuhita. 

  Bakarar segja að útilokað sé að kæla brauðmetið undir kæliviftu eða einhverju slíku.  Það kæmi niður á bragðinu.  Brauðið verður að fá að kólna sjálft og hjálparlaust í stofuhita.

  Þá tekur við annað vandamál:  Allir vilja brauðmetið heitt eða vel volgt.  Einhverjir geta tekið strætó heim til sín og hitað það í eldavélarofninum.  Það tekur ekki nema kannski hálftíma ef stílað er upp á að strætisvagninn sé á réttum tíma. 

  Einn möguleikinn er sá að bakaríin komi sér upp auka aðstöðu í nágrenninu.  Þar þarf ekkert að vera annað en örbylgjuofnar.  Viðskiptavinirnir geta tekið brauðmetið þangað - eftir að það hefur kólnað niður fyrir stofuhita - og hitað að vild.  Verra er að pizza upphituð í örbylgjuofni verður lin og slepjuleg.  Best er að hita hana upp á steikarpönnu.  Kannski geta bakaríin líka komið eldavél fyrir í auka aðstöðu (við hliðina á örbylgjuofnum).  Í því tilfelli þurfa viðskipavinir að koma með steikarpönnur með sér að heiman.  Annars yrði þeim stolið.  Fastir viðskiptavinir geta hugsanlega fengið að geyma steikarpönnuna sína í bakaríinu.  Þá verður útbúið sérstakt geymsluherbergi í bakaríunum,  líkt og pósthólf á pósthúsi.  Hver viðskiptavinur fær merkt og númerað hólf undir steikarpönnuna sína.

  Einhver fleiri ráð ætla bakaríin að reyna að finna.  Það er einhugur um að spara viðskiptavininum verðhækkunina.  Staðan gæti orðið sú að skatturinn skili ríkissjóði engum tekjum þegar á reynir.  Það eina sem hann geri verður að valda viðskiptavinum bakaría óþægindum og tímafrekum leiðindum,  sem og bakaríunum.  Ásamt því að auka rekstrarkostnað bakaría.  Það er reisn yfir því.

pizzamanbunny-pizza


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef þú setur íslendinga í staðinn fyrir breta og segir kvarta í staðinn fyrir væla þá.......... Það er algjör ástæða til að kvarta undan þessu, en á hvaða leið eru stjórnvöld heimsins??

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2012 kl. 10:54

2 identicon

Svo vælir þú undan vælinu!!

Bjarni (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 12:05

3 identicon

Það má líkja þessu við fituskattinn í Dk., spennandi að sjá upp á hverju skattasmiðirnir finna næst :D

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 13:29

4 Smámynd: Jens Guð

   Ásthildur Cesil, það er einhver veginn þannig að sumir stjórnmálamenn verða viðskila við raunveruleikann og sjást ekki fyrir þegar þeir fara á flug.  Af nógu er að taka hérlendis.  Nægir í því sambandi að rifja upp þegar ISG og GH voru á flugi (í bókstaflegri merkingu) um heiminn til að koma Íslandi í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.  1000 milljónum króna var fleygt út um gluggann í því óraunhæfa rugli.  Annað dæmi var uppátæki Álfheiðar Ingadóttir um að banna 18 ára og yngri að fá D-vítamín í ljósalömpum.  Listinn er endalaus.

Jens Guð, 19.4.2012 kl. 22:11

5 Smámynd: Jens Guð

  Bjarni,  jú,  jú,  það má stilla þessu svona upp.  Reyndar er ég frekar að brosa yfir bullinu en væla undan því.

Jens Guð, 19.4.2012 kl. 22:12

6 Smámynd: Jens Guð

  Anna,  hvernig er þetta dæmi með fituskattinn?

Jens Guð, 19.4.2012 kl. 22:12

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega ber þetta lið svo enga ábyrgð á gerðum sínum.  Því miður, það ætti í raun og veru að refsa stjórnmálamönnum harðlega þegar þeir gera mistök, þá myndu þeir ef til vill öðast smá ábyrgðartilfinningu og raunsæi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2012 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband